Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Aron Guðmundsson skrifar 1. maí 2025 09:32 Þorsteinn Halldórsson lýsti yfir áhyggjum sínum af stöðu Glódísar við upphaf síðasta landsliðsverkefnis. Glódís hefur verið að glíma við meiðsli en er á góðri leið. Getty/Alex Nicodim Íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir, sýnir áhyggjum landsliðsþjálfarans varðandi stöðu hennar vegna meiðsla og mögulegri þátttöku á EM í Sviss skilning. Sjálf hefur hún ekki áhyggjur og er á góðri leið. Glódís spilaði rúman stundarfjórðung með Bayern Munchen gegn Freiburg á dögunum og skoraði markið sem innsiglaði meistaratitilinn í þýsku deildinni. Hún er klár í að byrja bikarúrslitaleik gegn Werder Bremen í dag en hefur þurft að passa afar vel upp á sig undanfarnar vikur. Á blaðamannafundi fyrir leik Íslands gegn Noregi í síðasta landsleikjaglugga sem Glódís missti af var landsliðsþjálfarinn, Þorsteinn Halldórsson, spurður að því hvort hann hefði áhyggjur af stöðu Glódísar og mögulegri þátttöku hennar á komandi Evrópumóti landsliða í Sviss í sumar. Svar Þorsteins var á þessa leið: Ég hef áhyggjur af þessu en auðvitað verður maður að vera bjartsýnn en raunsætt getur klárlega komið til þess að hún spili ekki á EM en við verðum að vona það besta og vonandi klárar Bayern þessa helvítis deild sem fyrst. Glódís skilur áhyggjur Þorsteins en er sjálf bjartsýn. „Eitt af því sem ég hef lært með því að ganga í gegnum þetta er að vera ekki að eyða of miklum pælingum í hluti sem ég get ekki stjórnað. Þetta er eitt af því. Ég hef þurft að taka þetta dag frá degi og í rauninni hefur endurhæfingin mín verið þannig að ég mæti á morgnanna og við sjúkraþjálfarinn minn tökum stöðuna, sjáum hvað ég get gert og hvað ekki. Ég hef því aldrei vitað neina áætlun fram í tímann þannig lagað.“ „Eins og er hef ég engar áhyggjur. Auðvitað skil ég samt hvað hann er að segja af því að þetta eru álagsmeiðsl. Maður veit ekki hvort þetta geti komið allt í einu aftur eða hvernig það verður. Ég er á góðri leið núna, tek þetta dag frá degi. Það er þannig sem mér finnst best að takast á við þetta. Ef það heldur áfram að ganga eins vel og það hefur gengið síðustu daga þá hef ég ekki miklar áhyggjur eins og er allavegana.“ Var ákveðið áfall Glódís hefur í raun verið að feta ótroðnar slóðir hvað sig varðar vegna þess að hún hefur verið það lánsöm í gegnum sinn feril að haldast nær meiðslalaus og til marks um það hafði hún ekki misst af landsliðsverkefni frá því að hún kom fyrst inn í landsliðið árið 2012. „Þetta hefur verið gríðarlega skrýtið. Við höfum grínast með það, ég og sjúkraþjálfarar Bayern, að þeir þekktu mig ekki neitt áður en núna þekkja þeir mig gríðarlega vel því ég er hjá þeim öllum stundum og í einhvern veginn allt öðruvísi hlutverki. Álagsmeiðsl eins og beinmar í hné eru ekki auðveld viðureignar. „Þetta var ákveðið áfall og ég held ég hafi ekki verið tilbúinn í að takast á við það því ég reyndi að spila í gegnum meiðslin og verkinn í nánast mánuð áður en ég horfðist í augu við að það væri ekki hægt að halda svona áfram. Það var mjög erfitt að sætta sig við það og gríðarlega erfitt að geta ekki verið með landsliðinu í síðasta verkefni. Ég hafði aldrei misst af landsliðsverkefni og það var ótrúlega sárt að geta ekki verið með og þurfa að horfa á þetta allt saman í sjónvarpinu. Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsinsVísir/Hulda Margrét „Manni leið eins og þetta væri ekki að gerast í alvörunni, að þetta væri ekki raunveruleikinn. Sama með leikina með Bayern þegar að ég hef þurft að vera heima og horfa á þá í sjónvarpinu. Það hefur verið gríðarlega sárt og erfitt. Maður hefur þurft að finna gleðina í einhverju öðru og takast á við þetta verkefni sem mér var gefið. Af því að þetta eru álagsmeiðsl þá eru þau kannski að gera vart um sig í ljósi þess að ég hef verið mjög mikið að spila og hef verið gríðarlega heppin hingað til með allt annað. Þetta var kannski líkaminn að segja mér að ég gæti ekki gert það endalaust. Þetta er búinn að vera gríðarlega erfiður tími og ég vona að ég sé komin í gegnum erfiðasta tímann núna og er mjög bjartsýn fyrir framhaldinu.“ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Sjá meira
Glódís spilaði rúman stundarfjórðung með Bayern Munchen gegn Freiburg á dögunum og skoraði markið sem innsiglaði meistaratitilinn í þýsku deildinni. Hún er klár í að byrja bikarúrslitaleik gegn Werder Bremen í dag en hefur þurft að passa afar vel upp á sig undanfarnar vikur. Á blaðamannafundi fyrir leik Íslands gegn Noregi í síðasta landsleikjaglugga sem Glódís missti af var landsliðsþjálfarinn, Þorsteinn Halldórsson, spurður að því hvort hann hefði áhyggjur af stöðu Glódísar og mögulegri þátttöku hennar á komandi Evrópumóti landsliða í Sviss í sumar. Svar Þorsteins var á þessa leið: Ég hef áhyggjur af þessu en auðvitað verður maður að vera bjartsýnn en raunsætt getur klárlega komið til þess að hún spili ekki á EM en við verðum að vona það besta og vonandi klárar Bayern þessa helvítis deild sem fyrst. Glódís skilur áhyggjur Þorsteins en er sjálf bjartsýn. „Eitt af því sem ég hef lært með því að ganga í gegnum þetta er að vera ekki að eyða of miklum pælingum í hluti sem ég get ekki stjórnað. Þetta er eitt af því. Ég hef þurft að taka þetta dag frá degi og í rauninni hefur endurhæfingin mín verið þannig að ég mæti á morgnanna og við sjúkraþjálfarinn minn tökum stöðuna, sjáum hvað ég get gert og hvað ekki. Ég hef því aldrei vitað neina áætlun fram í tímann þannig lagað.“ „Eins og er hef ég engar áhyggjur. Auðvitað skil ég samt hvað hann er að segja af því að þetta eru álagsmeiðsl. Maður veit ekki hvort þetta geti komið allt í einu aftur eða hvernig það verður. Ég er á góðri leið núna, tek þetta dag frá degi. Það er þannig sem mér finnst best að takast á við þetta. Ef það heldur áfram að ganga eins vel og það hefur gengið síðustu daga þá hef ég ekki miklar áhyggjur eins og er allavegana.“ Var ákveðið áfall Glódís hefur í raun verið að feta ótroðnar slóðir hvað sig varðar vegna þess að hún hefur verið það lánsöm í gegnum sinn feril að haldast nær meiðslalaus og til marks um það hafði hún ekki misst af landsliðsverkefni frá því að hún kom fyrst inn í landsliðið árið 2012. „Þetta hefur verið gríðarlega skrýtið. Við höfum grínast með það, ég og sjúkraþjálfarar Bayern, að þeir þekktu mig ekki neitt áður en núna þekkja þeir mig gríðarlega vel því ég er hjá þeim öllum stundum og í einhvern veginn allt öðruvísi hlutverki. Álagsmeiðsl eins og beinmar í hné eru ekki auðveld viðureignar. „Þetta var ákveðið áfall og ég held ég hafi ekki verið tilbúinn í að takast á við það því ég reyndi að spila í gegnum meiðslin og verkinn í nánast mánuð áður en ég horfðist í augu við að það væri ekki hægt að halda svona áfram. Það var mjög erfitt að sætta sig við það og gríðarlega erfitt að geta ekki verið með landsliðinu í síðasta verkefni. Ég hafði aldrei misst af landsliðsverkefni og það var ótrúlega sárt að geta ekki verið með og þurfa að horfa á þetta allt saman í sjónvarpinu. Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsinsVísir/Hulda Margrét „Manni leið eins og þetta væri ekki að gerast í alvörunni, að þetta væri ekki raunveruleikinn. Sama með leikina með Bayern þegar að ég hef þurft að vera heima og horfa á þá í sjónvarpinu. Það hefur verið gríðarlega sárt og erfitt. Maður hefur þurft að finna gleðina í einhverju öðru og takast á við þetta verkefni sem mér var gefið. Af því að þetta eru álagsmeiðsl þá eru þau kannski að gera vart um sig í ljósi þess að ég hef verið mjög mikið að spila og hef verið gríðarlega heppin hingað til með allt annað. Þetta var kannski líkaminn að segja mér að ég gæti ekki gert það endalaust. Þetta er búinn að vera gríðarlega erfiður tími og ég vona að ég sé komin í gegnum erfiðasta tímann núna og er mjög bjartsýn fyrir framhaldinu.“
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Sjá meira