Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2025 13:10 Eftir að varla misst af mínútu til þessa á ferlinum glímir Glódís Perla Viggósdóttir nú við erfið meiðsli í hné. getty/Alex Nicodim Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur áhyggjur af stöðunni á Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir Evrópumótið í sumar. Hann segir að í versta falli gæti hún misst af mótinu. Glódís, sem er fyrirliði íslenska landsliðsins og Þýskalandsmeistara Bayern München, missir af leikjum Íslands gegn Noregi og Sviss í Þjóðadeildinni vegna meiðsla. Glódís hefur glímt við meiðsli að undanförnu en var samt valinn í íslenska landsliðshópinn. Á mánudaginn var svo gefið út að Glódís myndi ekki spila gegn Noregi og Sviss. Daginn áður spilaði hún 82 mínútur þegar Bayern vann Bayer Leverkusen, 2-0, í þýsku úrvalsdeildinni. Í samtali við Vísi sagði Þorsteinn að ekki hefði verið þess virði að taka áhættu með Glódísi í leikjunum gegn Noregi og Sviss. Hann hefði ekki viljað hætta á að staðan yrði verri. Glódís ræddi um meiðslin við Vísi á þriðjudaginn. Þar lýsti hún þeim sem afar sársaukafullum. Hún hafi samt pínt sig til að spila mikilvæga leiki með Bayern. „Læknarnir telja að þetta sé því búið að ágerast yfir mjög langan tíma. Svo hefur eitthvað gerst sem ýtti þessu yfir þannig hjalla að þetta varð allt of vont og ekki hægt að leiða þetta hjá sér lengur,“ sagði Glódís. „Ég hef í raun ekki æft fótbolta síðasta mánuðinn. Ég finn verk við öll högg fyrir hnéið. Verk í hverju skrefi þegar ég er að hlaupa.“ Á blaðamannafundi í Þróttaraheimilinu í dag var Þorsteinn spurður út í meiðsli Glódísar og samskiptin við Bayern vegna stöðunnar á landsliðsfyrirliðanum. „Ég er búinn að vera í ágætis samskiptum við Bayern, Glódísi líka. Í sjálfu sér er ég búinn að vita það lengi hvað væri rétt að gera. Ég ætla ekkert að fara djúpt í þessa hluti en ég er búinn að vita það lengi að það væri eina vitið fyrir okkur að hún spilaði ekki í þessu verkefni,“ sagði Þorsteinn. Heyra mátti á landsliðsþjálfaranum að hann væri ekki alls kostar sáttur við Bæjara í þessu máli. Hennar hagur að spila ekki í þessum leikjum „Svo er annað mál hvað þeir gera. Það er einhver ákvörðun sem þeir taka og ég er búinn að vera í samskiptum við þá og þó ég hafi ekki verið sammála því sem þeir eru að gera eiga þeir rétt á því og þeir ráða þessum tíma, eins og við ráðum hvað við gerum í þessum glugga. Við hefðum alveg getað kallað hana inn og sagt: Þú ert bara að fara að spila með okkur og reynt að láta hana spila eins mikið og hægt er. En ég taldi það rétt, til lengri tíma litið, að spila henni ekki,“ sagði Þorsteinn. „Það er hennar hagur að hún spili ekki í þessu verkefni og hennar hagsmunir eru líka okkar hagsmunir. Því við erum líka að horfa á EM. Ég taldi það rétt og er í raun búinn að vita það í fjórar vikur að hún sé ekki að fara að spila í þessu verkefni.“ Þorsteinn viðurkennir að hann hafi áhyggjur af stöðunni á Glódísi fyrir EM sem fer fram í Sviss í júlí. Vonandi klára þeir deildina sem fyrst „Já, ég hef það. Ég held ég sé alveg heiðarlegur með það og hreinskilinn að ég hef áhyggjur af þessu. Deildin í Þýskalandi er búin 12. maí og ég hef áhyggjur af því að hún sé að fara að spila hugsanlega fram til 12. maí. Það fer hugsanlega eftir stöðu liðsins; hvort þeir séu búnir að klára deildina eða ekki. Hún spilar alveg örugglega 1. maí, bikarúrslitaleikinn, spilar væntanlega leikinn eftir landsleikjaglugga og svo leiðir tíminn bara í ljós hvað þetta er langur tími sem það tekur hana að jafna sig,“ sagði Þorsteinn. „Ég hef áhyggjur af þessu en auðvitað verður maður að vera bjartsýnn en raunsætt getur klárlega komið til þess að hún spili ekki á EM en við verðum að vona það besta og vonandi klárar Bayern þessa helvítis deild sem fyrst.“ Glódís var gerð að fyrirliða Bayern München í september 2023.getty/Franco Arland Glódís hefur ekki misst af landsleik vegna meiðsla síðan hún kom fyrst inn í landsliðið 2012. Hún hefur leikið 134 landsleiki og vantar aðeins ellefu leiki til að jafna leikjamet Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Bayern er með sex stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir. Bayern er líka komið í bikarúrslit þar sem liðið mætir Werder Bremen 1. maí. Ísland mætir Noregi á AVIS-velli Þróttar klukkan 16:45 á morgun. Á þriðjudaginn er svo komið að leiknum gegn Sviss á sama velli og á sama tíma. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Þýski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Fleiri fréttir Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira
Glódís, sem er fyrirliði íslenska landsliðsins og Þýskalandsmeistara Bayern München, missir af leikjum Íslands gegn Noregi og Sviss í Þjóðadeildinni vegna meiðsla. Glódís hefur glímt við meiðsli að undanförnu en var samt valinn í íslenska landsliðshópinn. Á mánudaginn var svo gefið út að Glódís myndi ekki spila gegn Noregi og Sviss. Daginn áður spilaði hún 82 mínútur þegar Bayern vann Bayer Leverkusen, 2-0, í þýsku úrvalsdeildinni. Í samtali við Vísi sagði Þorsteinn að ekki hefði verið þess virði að taka áhættu með Glódísi í leikjunum gegn Noregi og Sviss. Hann hefði ekki viljað hætta á að staðan yrði verri. Glódís ræddi um meiðslin við Vísi á þriðjudaginn. Þar lýsti hún þeim sem afar sársaukafullum. Hún hafi samt pínt sig til að spila mikilvæga leiki með Bayern. „Læknarnir telja að þetta sé því búið að ágerast yfir mjög langan tíma. Svo hefur eitthvað gerst sem ýtti þessu yfir þannig hjalla að þetta varð allt of vont og ekki hægt að leiða þetta hjá sér lengur,“ sagði Glódís. „Ég hef í raun ekki æft fótbolta síðasta mánuðinn. Ég finn verk við öll högg fyrir hnéið. Verk í hverju skrefi þegar ég er að hlaupa.“ Á blaðamannafundi í Þróttaraheimilinu í dag var Þorsteinn spurður út í meiðsli Glódísar og samskiptin við Bayern vegna stöðunnar á landsliðsfyrirliðanum. „Ég er búinn að vera í ágætis samskiptum við Bayern, Glódísi líka. Í sjálfu sér er ég búinn að vita það lengi hvað væri rétt að gera. Ég ætla ekkert að fara djúpt í þessa hluti en ég er búinn að vita það lengi að það væri eina vitið fyrir okkur að hún spilaði ekki í þessu verkefni,“ sagði Þorsteinn. Heyra mátti á landsliðsþjálfaranum að hann væri ekki alls kostar sáttur við Bæjara í þessu máli. Hennar hagur að spila ekki í þessum leikjum „Svo er annað mál hvað þeir gera. Það er einhver ákvörðun sem þeir taka og ég er búinn að vera í samskiptum við þá og þó ég hafi ekki verið sammála því sem þeir eru að gera eiga þeir rétt á því og þeir ráða þessum tíma, eins og við ráðum hvað við gerum í þessum glugga. Við hefðum alveg getað kallað hana inn og sagt: Þú ert bara að fara að spila með okkur og reynt að láta hana spila eins mikið og hægt er. En ég taldi það rétt, til lengri tíma litið, að spila henni ekki,“ sagði Þorsteinn. „Það er hennar hagur að hún spili ekki í þessu verkefni og hennar hagsmunir eru líka okkar hagsmunir. Því við erum líka að horfa á EM. Ég taldi það rétt og er í raun búinn að vita það í fjórar vikur að hún sé ekki að fara að spila í þessu verkefni.“ Þorsteinn viðurkennir að hann hafi áhyggjur af stöðunni á Glódísi fyrir EM sem fer fram í Sviss í júlí. Vonandi klára þeir deildina sem fyrst „Já, ég hef það. Ég held ég sé alveg heiðarlegur með það og hreinskilinn að ég hef áhyggjur af þessu. Deildin í Þýskalandi er búin 12. maí og ég hef áhyggjur af því að hún sé að fara að spila hugsanlega fram til 12. maí. Það fer hugsanlega eftir stöðu liðsins; hvort þeir séu búnir að klára deildina eða ekki. Hún spilar alveg örugglega 1. maí, bikarúrslitaleikinn, spilar væntanlega leikinn eftir landsleikjaglugga og svo leiðir tíminn bara í ljós hvað þetta er langur tími sem það tekur hana að jafna sig,“ sagði Þorsteinn. „Ég hef áhyggjur af þessu en auðvitað verður maður að vera bjartsýnn en raunsætt getur klárlega komið til þess að hún spili ekki á EM en við verðum að vona það besta og vonandi klárar Bayern þessa helvítis deild sem fyrst.“ Glódís var gerð að fyrirliða Bayern München í september 2023.getty/Franco Arland Glódís hefur ekki misst af landsleik vegna meiðsla síðan hún kom fyrst inn í landsliðið 2012. Hún hefur leikið 134 landsleiki og vantar aðeins ellefu leiki til að jafna leikjamet Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Bayern er með sex stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir. Bayern er líka komið í bikarúrslit þar sem liðið mætir Werder Bremen 1. maí. Ísland mætir Noregi á AVIS-velli Þróttar klukkan 16:45 á morgun. Á þriðjudaginn er svo komið að leiknum gegn Sviss á sama velli og á sama tíma.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Þýski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Fleiri fréttir Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira