„Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Jakob Bjarnar skrifar 29. apríl 2025 14:16 Betur fór en á horfðist í fyrstu. Fjölskyldan og svo bíllinn sem er gerónýtur. Lucy Anna segir gríðarlega mikilvægt að halda vöku sinni við akstur en þegar þetta var voru aðstæður eins og best verður á kosið. „Ég er búin að fá fjöldann allan af skilaboðum frá fólki sem er að lenda í allskonar, fólk sem hefur verið með hugann við annað en aksturinn,“ segir Lucy Anna. Betur fór en á horfðist. Lucy birti texta og myndir af bíl sem hafði farið út af á Facebook-síðu sinni og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Lucy Anna segist gera þetta til að vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að það sé með athyglina óskipta á veginum þegar það er við akstur. „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn. Notum aldrei síma við akstur – tökum ekki skjáhættuna,“ segir Lucy Anna. Eins og sjá má er bíllinn gerónýtur. Henni og manni hennar Páli Gunnlaugssyni var illa brugðið því bíllinn sem fór út var með dóttur þeirra Rakel Maríu og vinkonu hennar innanborðs. Betur fór en á horfðist. Fjölskyldan var að koma af vel heppnaðri páskaferð norður í landi þar sem þau voru að leika sér í tíu daga á vélsleðum og njóta lífsins. „Þetta gerðist núna á sunnudaginn, átta mínútur í sex í Melasveit,“ segir Lucy Anna sem rekur hárgreiðslustofuna Glamúr í Kópavoginum. Melasveit er nokkra kílómetra norðan Hvalfjarðarganganna. Engin bremsuför Þau hjónin voru á Ford Pickup með fjóra vélsleða í eftirdragi. Á eftir þeim kom Rakel María, sem nýlega er komin með bílpróf og Ásdís vinkona hennar á Toyota-bifreið. Færið var eins og best verður á kosið og ekki var ferð á þeim, eins og lætur nærri. Þau voru á 80 til 85 kílómetra hraða. Engin bremsuför mældust en það er kannski lán í óláni, því annars hefði bíllinn lent þversum í skurðinn og þá hefði farið verr. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað gerðist, hvort hún var í símanum – þær muna þetta ekki almennilega. En miðað við slóðina þá voru engin bremsuför. Lögreglan telur mögulegt að hún hafi sofnað undir stýri. Vinkonan heldur að hún hafi mögulega verið að fá sér vatnssopa.“ Lucy Anna segist hafa nýlega verið búin að kíkja í spegilinn og athuga hvort hún væri ekki örugglega á eftir þeim. Þá byrjuðu símar þeirra að titra, en þeir eru með „crash detector“ sem láta vita ef eitthvað er að. „Eins og sést á myndunum höfðu þær keyrt yfir tún. Þetta er mjög skrítið því þetta var sléttur kafli.“ Að sögn Lucyar Önnu er Rakel María reið út í sjálfa sig en löggan sagði að ef hún hefði beygt eða bremsað þá hefði bíllinn lent þvert á skurðinum. Leggjum símunum þegar við keyrum „Og þá væru þær ekki hér til frásagnar. Þetta fór eins vel og hægt var,“ segir Lucy Anna en stelpurnar sluppu ómeiddar frá atvikinu. Lucy Anna segir að þeir sem eru nýkomnir með próf séu eðli máls samkvæmt óreyndari og það verði einfaldlega að brýna árvekni fyrir þeim. „Þetta er svakalegt. Skilaboðunum rignir yfir mig með reynslusögum. Þetta er svakalegt. Lögregla og björgunarsveit mættar á svæðið til að draga bílinn upp úr skurðinum. Mamma stelpunnar lenti í því í gær að hún var að keyra við hliðina á vörubíl og lenti næstum á honum því hann var í símanum. Að fólk skyldi ekki hafa vaknað eftir slysið á Sigufjarðarveginum, að fólk sé ekki meira meðvitað. Við erum öll sek um að vera annars hugar við aksturinn og dýrmætt að fá áminningu.“ Lucy Anna segir að Rakel María hafi, þegar þau stoppuðu í Borgarnesi, kvartað undan þreytu. Og hún hafi verið að spá í að fá vinkonu sína til að keyra bílinn. En sú hafi ekki verið með próf á beinskiptan bíl eins og þann sem þær voru á. Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Betur fór en á horfðist. Lucy birti texta og myndir af bíl sem hafði farið út af á Facebook-síðu sinni og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Lucy Anna segist gera þetta til að vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að það sé með athyglina óskipta á veginum þegar það er við akstur. „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn. Notum aldrei síma við akstur – tökum ekki skjáhættuna,“ segir Lucy Anna. Eins og sjá má er bíllinn gerónýtur. Henni og manni hennar Páli Gunnlaugssyni var illa brugðið því bíllinn sem fór út var með dóttur þeirra Rakel Maríu og vinkonu hennar innanborðs. Betur fór en á horfðist. Fjölskyldan var að koma af vel heppnaðri páskaferð norður í landi þar sem þau voru að leika sér í tíu daga á vélsleðum og njóta lífsins. „Þetta gerðist núna á sunnudaginn, átta mínútur í sex í Melasveit,“ segir Lucy Anna sem rekur hárgreiðslustofuna Glamúr í Kópavoginum. Melasveit er nokkra kílómetra norðan Hvalfjarðarganganna. Engin bremsuför Þau hjónin voru á Ford Pickup með fjóra vélsleða í eftirdragi. Á eftir þeim kom Rakel María, sem nýlega er komin með bílpróf og Ásdís vinkona hennar á Toyota-bifreið. Færið var eins og best verður á kosið og ekki var ferð á þeim, eins og lætur nærri. Þau voru á 80 til 85 kílómetra hraða. Engin bremsuför mældust en það er kannski lán í óláni, því annars hefði bíllinn lent þversum í skurðinn og þá hefði farið verr. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað gerðist, hvort hún var í símanum – þær muna þetta ekki almennilega. En miðað við slóðina þá voru engin bremsuför. Lögreglan telur mögulegt að hún hafi sofnað undir stýri. Vinkonan heldur að hún hafi mögulega verið að fá sér vatnssopa.“ Lucy Anna segist hafa nýlega verið búin að kíkja í spegilinn og athuga hvort hún væri ekki örugglega á eftir þeim. Þá byrjuðu símar þeirra að titra, en þeir eru með „crash detector“ sem láta vita ef eitthvað er að. „Eins og sést á myndunum höfðu þær keyrt yfir tún. Þetta er mjög skrítið því þetta var sléttur kafli.“ Að sögn Lucyar Önnu er Rakel María reið út í sjálfa sig en löggan sagði að ef hún hefði beygt eða bremsað þá hefði bíllinn lent þvert á skurðinum. Leggjum símunum þegar við keyrum „Og þá væru þær ekki hér til frásagnar. Þetta fór eins vel og hægt var,“ segir Lucy Anna en stelpurnar sluppu ómeiddar frá atvikinu. Lucy Anna segir að þeir sem eru nýkomnir með próf séu eðli máls samkvæmt óreyndari og það verði einfaldlega að brýna árvekni fyrir þeim. „Þetta er svakalegt. Skilaboðunum rignir yfir mig með reynslusögum. Þetta er svakalegt. Lögregla og björgunarsveit mættar á svæðið til að draga bílinn upp úr skurðinum. Mamma stelpunnar lenti í því í gær að hún var að keyra við hliðina á vörubíl og lenti næstum á honum því hann var í símanum. Að fólk skyldi ekki hafa vaknað eftir slysið á Sigufjarðarveginum, að fólk sé ekki meira meðvitað. Við erum öll sek um að vera annars hugar við aksturinn og dýrmætt að fá áminningu.“ Lucy Anna segir að Rakel María hafi, þegar þau stoppuðu í Borgarnesi, kvartað undan þreytu. Og hún hafi verið að spá í að fá vinkonu sína til að keyra bílinn. En sú hafi ekki verið með próf á beinskiptan bíl eins og þann sem þær voru á.
Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira