Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2025 11:29 Höfuðstöðvar Evrópudómstólsins í Lúxemborg. AP/Geert Vanden Wijngaert Maltnesk stjórnvöld þurfa að hætta að falbjóða erlendum auðmönnum ríkisborgararétt samkvæmt dómi sem féll í Evrópudómstólnum í dag. Auðmenn gátu í reynd keypt sér rétt til að búa og starfa í Evrópu með því að kaupa vegabréf af Möltu. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stefndi Möltu vegna vegabréfasölunnar árið 2022. Möltubúar seldu ríkisborgararéttinn á um það bil milljón evrur, jafnvirði hátt í 150 milljóna íslenskra króna. Lokað var á möguleikann að Rússar og Hvítrússar gætu keypt sér maltneskt vegabréf eftir innrás Rússa í Úkraínu 2022 en leiðin hefur áfram staðið öðrum til boða. Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að þótt að aðildarríkjum Evrópusambandsins væri frjálst ákveða hvernig þau veittu eða felldu niður ríkisborgararétt þá græfi maltneska leiðin undan sameiginlegu trausti Evrópuríkja. Aðildarríkin gætu ekki selt ríkisborgararétt fyrir tiltekna upphæð eða fjárfestingu, að því er segir í frétt Reuters. Matlversk stjórnvöld segjast ætla að virða niðurstöðuna. Þau verja söluna sem þau segja að hafi skilað þjóðarbúinu um 1,4 milljörðum evra, jafnvirði um 205 milljarða íslenskra króna, frá árinu 2015, að sögn AP-fréttastofunnar. Sambærilegar leiðir voru opnar í sumum Evrópuríkjum fyrir nokkrum árum en þeim hefur verið lokað, meðal annars vegna áhyggna af því að með þeim gætu erlendir ríkisborgarar komist undan refsiaðgerðum. Kýpversk stjórnvöld hættu sambærilegri leið fyrir erlenda auðjöfra til að öðlast ríkisborgararétt undan þrýstingi frá Evrópuríkjum. Breskir kaupsýslumenn nýttu sér meðal annars Kýpur til þess að halda réttindum í Evrópu eftir að ákveðið var að Bretland gengi úr Evrópusambandinu. Malta Evrópusambandið Vegabréf Tengdar fréttir Maltverjar loka á vegabréfakaup Rússa Malta hefur ákveðið að loka fyrir umsóknir Rússa og Hvítrússa fyrir svokölluð „gyllt vegabréf“ vegna viðskiptaþvingana Evrópusambandsins gegn ríkjunum tveimur. 2. mars 2022 15:14 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stefndi Möltu vegna vegabréfasölunnar árið 2022. Möltubúar seldu ríkisborgararéttinn á um það bil milljón evrur, jafnvirði hátt í 150 milljóna íslenskra króna. Lokað var á möguleikann að Rússar og Hvítrússar gætu keypt sér maltneskt vegabréf eftir innrás Rússa í Úkraínu 2022 en leiðin hefur áfram staðið öðrum til boða. Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að þótt að aðildarríkjum Evrópusambandsins væri frjálst ákveða hvernig þau veittu eða felldu niður ríkisborgararétt þá græfi maltneska leiðin undan sameiginlegu trausti Evrópuríkja. Aðildarríkin gætu ekki selt ríkisborgararétt fyrir tiltekna upphæð eða fjárfestingu, að því er segir í frétt Reuters. Matlversk stjórnvöld segjast ætla að virða niðurstöðuna. Þau verja söluna sem þau segja að hafi skilað þjóðarbúinu um 1,4 milljörðum evra, jafnvirði um 205 milljarða íslenskra króna, frá árinu 2015, að sögn AP-fréttastofunnar. Sambærilegar leiðir voru opnar í sumum Evrópuríkjum fyrir nokkrum árum en þeim hefur verið lokað, meðal annars vegna áhyggna af því að með þeim gætu erlendir ríkisborgarar komist undan refsiaðgerðum. Kýpversk stjórnvöld hættu sambærilegri leið fyrir erlenda auðjöfra til að öðlast ríkisborgararétt undan þrýstingi frá Evrópuríkjum. Breskir kaupsýslumenn nýttu sér meðal annars Kýpur til þess að halda réttindum í Evrópu eftir að ákveðið var að Bretland gengi úr Evrópusambandinu.
Malta Evrópusambandið Vegabréf Tengdar fréttir Maltverjar loka á vegabréfakaup Rússa Malta hefur ákveðið að loka fyrir umsóknir Rússa og Hvítrússa fyrir svokölluð „gyllt vegabréf“ vegna viðskiptaþvingana Evrópusambandsins gegn ríkjunum tveimur. 2. mars 2022 15:14 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Maltverjar loka á vegabréfakaup Rússa Malta hefur ákveðið að loka fyrir umsóknir Rússa og Hvítrússa fyrir svokölluð „gyllt vegabréf“ vegna viðskiptaþvingana Evrópusambandsins gegn ríkjunum tveimur. 2. mars 2022 15:14