„Við erum mjög háð rafmagninu“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. apríl 2025 21:11 Magni Þór Pálsson er verkefnisstjóri rannsókna hjá Landsneti. Stöð 2 Fordæmlaust rafmagnsleysi var á Íberíuskaganum fyrr í dag. Verkefnastjóri hjá Landsneti segir mögulega hitabreytingar hafa ollið trufluninni. Öll flutningskerfi í Evrópu glíma við erfiðleika þar sem orkunotkun eykst sífellt. „Mér datt fyrst í hug tölvuárás,“ segir Magni Þór Pálsson, verkefnisstjóri rannsókna hjá Landsneti. Rafmagnið byrjaði að slá út á Íberíuskaga upp úr hádegi á staðartíma í dag. Truflanirnar náðu út um allan Spán og Portúgal fyrir utan spænsku eyjaklasana í Atlantshafi og Miðjarðarhafi. Spænsk yfirvöld hafa lýst yfir neyðarstigi vegna rafmagnsleysisins. Um þrátíu prósent af rafmagni á Spáni er komið aftur á. „Það er margt á huldu ennþá en það er nokkuð ljóst að uppsprettan var á Spáni, í spænska flutningskerfinu og á hæsta spennustigi, semsagt í stóra meginflutningskerfinu því þetta var það víðtæk truflun.“ Að sögn Magnúsar vildu Portúgalar meina að miklar hitabreytingar hafi ollið trufluninni en það hafi ekki verið staðfest af hálfu Spánverja. Málið verði greint í þaula. „Þá hafi orðið mjög sjaldgæft eðlisfræðilegt fyrirbæri sem framkallað aflsveiflur í kerfinu á milli svæða sem leiddi til þess að mikilvægar í kerfinu leystu út,“ segir Magni. Hefur komið upp víðtækt straumleysi hérlendis „Við erum mjög háð rafmagninu,“ segir Magni. Það kom skýrt fram í atburðum dagsins en til að mynda varð mikið umferðaröngþveiti í Madríd þar sem umferðarljós virkuðu ekki, lestar- og flugsamgöngur lágu niðri og ekki var hægt að hringja úr farsímum. Þá var einnig ekki hægt að greiða í verslunum með farsímum. Magni segir mikið álag á flutningskerfum víða í Evrópu. Það skipti ekki máli hvaðan orkan kæmi og hafa komið upp víðtæk straumleysi hérlendis. „Öll flutningsfyrirtæki í Evrópu eru að glíma við að byggja upp kerfin sín því að orkunotkunin eykst dag frá degi og við höfum lent í því hér að fá mjög víðtækt straumleysi. Ég nefni bara 2. október í fyrrahaust sem dæmi. Þá var hér mjög víðtækt straumleysi út af truflun í kerfinu og þetta eru fyrirbæri sem koma fyrir. Flutningskerfið hefur ekki byggst upp í takt við ntokunina, ekki frekar en vegakerfið í takt við noktunina á því,“ segir hann. Spánn Portúgal Íslendingar erlendis Orkumál Tækni Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sjá meira
„Mér datt fyrst í hug tölvuárás,“ segir Magni Þór Pálsson, verkefnisstjóri rannsókna hjá Landsneti. Rafmagnið byrjaði að slá út á Íberíuskaga upp úr hádegi á staðartíma í dag. Truflanirnar náðu út um allan Spán og Portúgal fyrir utan spænsku eyjaklasana í Atlantshafi og Miðjarðarhafi. Spænsk yfirvöld hafa lýst yfir neyðarstigi vegna rafmagnsleysisins. Um þrátíu prósent af rafmagni á Spáni er komið aftur á. „Það er margt á huldu ennþá en það er nokkuð ljóst að uppsprettan var á Spáni, í spænska flutningskerfinu og á hæsta spennustigi, semsagt í stóra meginflutningskerfinu því þetta var það víðtæk truflun.“ Að sögn Magnúsar vildu Portúgalar meina að miklar hitabreytingar hafi ollið trufluninni en það hafi ekki verið staðfest af hálfu Spánverja. Málið verði greint í þaula. „Þá hafi orðið mjög sjaldgæft eðlisfræðilegt fyrirbæri sem framkallað aflsveiflur í kerfinu á milli svæða sem leiddi til þess að mikilvægar í kerfinu leystu út,“ segir Magni. Hefur komið upp víðtækt straumleysi hérlendis „Við erum mjög háð rafmagninu,“ segir Magni. Það kom skýrt fram í atburðum dagsins en til að mynda varð mikið umferðaröngþveiti í Madríd þar sem umferðarljós virkuðu ekki, lestar- og flugsamgöngur lágu niðri og ekki var hægt að hringja úr farsímum. Þá var einnig ekki hægt að greiða í verslunum með farsímum. Magni segir mikið álag á flutningskerfum víða í Evrópu. Það skipti ekki máli hvaðan orkan kæmi og hafa komið upp víðtæk straumleysi hérlendis. „Öll flutningsfyrirtæki í Evrópu eru að glíma við að byggja upp kerfin sín því að orkunotkunin eykst dag frá degi og við höfum lent í því hér að fá mjög víðtækt straumleysi. Ég nefni bara 2. október í fyrrahaust sem dæmi. Þá var hér mjög víðtækt straumleysi út af truflun í kerfinu og þetta eru fyrirbæri sem koma fyrir. Flutningskerfið hefur ekki byggst upp í takt við ntokunina, ekki frekar en vegakerfið í takt við noktunina á því,“ segir hann.
Spánn Portúgal Íslendingar erlendis Orkumál Tækni Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sjá meira