Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. apríl 2025 19:44 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók til máls á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnum um nýjasta fréttaflutning af Keflavíkurflugvelli. Hann sagði starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á því að leigubílastjórum er meinaður aðgangur að kaffistofu þeirra sökum þess að nú er þar bænahús. Fjármála- og efnahagsráðherra eigi að taka til hendinni að sögn Sigmundar. Í fréttum RÚV fyrr í vikunni var greint frá því að húsnæði sem ætlað er sem kaffistofa leigubílstjóra er notað sem bænahús og öðrum en þeim sem nota hann sem slíkt meinaður aðgangur. Leigubílstjórar komast því til dæmis ekki á salernið. Sigmundur sagði samfélagið á flugvellinum væri orðið að réttrúnaðarríki og „woke“ ríki. „Hópur leigubílstjóra, nýtilkominna í þessu nýju kerfi, tók yfir húsnæði i eigu Isavia og húsnæði í eigu ríkisins fyrir vikið. Og meinaði öðrum aðgangi að þessu húsi. Svör Isavia við þessu hafa verið heldur rýr. Það hefur ekki verið brugðist við í þessu tilviki,“ segir Sigmundur í ræðustól. Sigmundur spurði hvernig Dað Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, ætlaði að bregðast við þessu máli en Isavia heyrir undir ráðuneyti Daða. „Ábyrgðin er hjá honum,“ sagði Sigmundur. Hann spurði einnig hvort að málið væri öðruvísi ef það varðaði einstaklinga í Ásatrúarfélaginu eða Kristnifélaginu. Starfsmenn Isavia væru smeykir við að beita sér fyrir málinu. „En Isavia virðist vera smeykt að taka á þessu máli og þá þarf ráðherra að stíga inn í. Það var í fréttum í dag að menn ætla leita af sérfræðingi í fjölmenningu. Ef að ásatrúarfélagið hefði tekið yfir hús ríkisins myndi maður þá leita til sérfræðings í heiðnum sið til þess að geta brugðist við? Þegar fyrirtæki stendur sig í ekki betur í að taka á málum en þetta þá þarf ráðherra sem ber ábyrgð á því fyrirtæki að bregðast við.“ Standi ekki til að gera „sérstakar klásúlur“ um notkun kaffiskúra Daði sagði að málið yrði tekið fyrir innan fyrirtækisins og taki stjórnendur Isavia ákvarðanirnar. „Fyrirtækið mun væntanlega taka þetta mál til skoðunar eins og önnur sem heyra undir það. Það stendur ekki til að eigindastefna ríkisins innihaldi sérstakar klásúlur um notkun kaffiskúra,“ sagði Daði. „Félagið ber ábyrgð á nýtingu þessara eigna. Eigindastefna félagsins snýr að þeirri þjónustu sem félaginu er ætlað að veita og stjórn þess og stjórnendur munu taka ákvörðun í þessu máli eins og öðrum málum sem snúa að rekstri félagsins.“ Alþingi Isavia Leigubílar Trúmál Miðflokkurinn Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Í fréttum RÚV fyrr í vikunni var greint frá því að húsnæði sem ætlað er sem kaffistofa leigubílstjóra er notað sem bænahús og öðrum en þeim sem nota hann sem slíkt meinaður aðgangur. Leigubílstjórar komast því til dæmis ekki á salernið. Sigmundur sagði samfélagið á flugvellinum væri orðið að réttrúnaðarríki og „woke“ ríki. „Hópur leigubílstjóra, nýtilkominna í þessu nýju kerfi, tók yfir húsnæði i eigu Isavia og húsnæði í eigu ríkisins fyrir vikið. Og meinaði öðrum aðgangi að þessu húsi. Svör Isavia við þessu hafa verið heldur rýr. Það hefur ekki verið brugðist við í þessu tilviki,“ segir Sigmundur í ræðustól. Sigmundur spurði hvernig Dað Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, ætlaði að bregðast við þessu máli en Isavia heyrir undir ráðuneyti Daða. „Ábyrgðin er hjá honum,“ sagði Sigmundur. Hann spurði einnig hvort að málið væri öðruvísi ef það varðaði einstaklinga í Ásatrúarfélaginu eða Kristnifélaginu. Starfsmenn Isavia væru smeykir við að beita sér fyrir málinu. „En Isavia virðist vera smeykt að taka á þessu máli og þá þarf ráðherra að stíga inn í. Það var í fréttum í dag að menn ætla leita af sérfræðingi í fjölmenningu. Ef að ásatrúarfélagið hefði tekið yfir hús ríkisins myndi maður þá leita til sérfræðings í heiðnum sið til þess að geta brugðist við? Þegar fyrirtæki stendur sig í ekki betur í að taka á málum en þetta þá þarf ráðherra sem ber ábyrgð á því fyrirtæki að bregðast við.“ Standi ekki til að gera „sérstakar klásúlur“ um notkun kaffiskúra Daði sagði að málið yrði tekið fyrir innan fyrirtækisins og taki stjórnendur Isavia ákvarðanirnar. „Fyrirtækið mun væntanlega taka þetta mál til skoðunar eins og önnur sem heyra undir það. Það stendur ekki til að eigindastefna ríkisins innihaldi sérstakar klásúlur um notkun kaffiskúra,“ sagði Daði. „Félagið ber ábyrgð á nýtingu þessara eigna. Eigindastefna félagsins snýr að þeirri þjónustu sem félaginu er ætlað að veita og stjórn þess og stjórnendur munu taka ákvörðun í þessu máli eins og öðrum málum sem snúa að rekstri félagsins.“
Alþingi Isavia Leigubílar Trúmál Miðflokkurinn Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira