Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. apríl 2025 15:00 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra vinnur að frumvarpi um öryggisráðstafanir sem tekur við hjá einstaklingum sem hafa verið metnir stórhættulegir og eru að ljúka afplánum í fangelsum landsins. Búist er við að úrræðið verði tilbúið næsta haust. Vísir Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna öryggisvistanna verði tvöfalt hærri á árinu en gert hafði verið ráð fyrir. Stórauka á framlög til málaflokksins á næstu árum og bæta lagaramma. Dómsmálaráðherra ætlar að legga fram frumvarp í haust um öryggisráðstafanir fyrir sérstaklega hættulega einstaklinga eftir fangelsisvist þeirra Áætlað var að útgjöld ríkissjóðs vegna öryggisvistanna um tuttugu einstaklinga á þessu ári yrðu ríflega sex hundruð milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er hins vegar gert ráð fyrir að þessi kostnaður tvöfaldist á árinu. Á næsta ári er svo búist við að kostnaðurinn verði kominn í ríflega þrjá milljarða króna. Kostnaður ríkissjóðs vegna öryggisúrræða fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu. Vísir Ríkisstjórnin kynnti á dögunum úrbætur þar sem fjölga á plássum á réttaröryggisdeild um átta og koma á fót sérstakri öryggisstofnun fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda. Þessar aðgerðir og málaflokkurinn í heild eiga að kosta ríkissjóð alls um 20 milljarða króna til ársins 2030. Hægt verði að lækka kostnað með nýjum lögum Kostnaður sveitarfélaga vegna málaflokksins er einnig gríðarlegur. Reykjavíkurborg varði til að mynda ríflega milljarði króna í öryggisráðstafanir vegna 35-40 einstaklinga með fjölþættan vanda á síðasta ári. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar sagði í fréttum okkar í vikunni að borgin væri að taka að sér mikinn kostnað án þess að henni væri það skylt. Mikilvægt væri að stjórnvöld skýrðu allan lagaramma í málaflokknum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir að slík vinna fari fram í nokkrum ráðuneytum. „Með skýrri stefnumótun og lagabreytingum er hægt að ná fram markvissari þjónustu sem myndi draga úr kostnaði hjá ríki og sveitarfélögum. Stóra markmiðið er að ná fram betri þjónustu. Við náum fram öryggi fyrir þennan hóp og aukum öryggistilfinningu almennings. Þannig að við séum með öryggisráðstafanir sem byggjast á skýrum lagaheimildum og lagaramma,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg segir að mikil stefnumótun og lagabreytingar eigi eftir að fara fram í sjö ráðuneytum málaflokknum, en hún komi með frumvarp í haust. „Í dómsmálaráðuneytinu er ég að vinna að frumvarpi sem ég legg fram í haust. Það fjallar um einstaklinga sem eru metnir mjög hættulegir og þurfi að vera í einhvers konar öryggisráðstöfunum eftir afplánun refsinga,“ segir Þorbjörg. Fangelsismál Lögreglan Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Sjá meira
Áætlað var að útgjöld ríkissjóðs vegna öryggisvistanna um tuttugu einstaklinga á þessu ári yrðu ríflega sex hundruð milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er hins vegar gert ráð fyrir að þessi kostnaður tvöfaldist á árinu. Á næsta ári er svo búist við að kostnaðurinn verði kominn í ríflega þrjá milljarða króna. Kostnaður ríkissjóðs vegna öryggisúrræða fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu. Vísir Ríkisstjórnin kynnti á dögunum úrbætur þar sem fjölga á plássum á réttaröryggisdeild um átta og koma á fót sérstakri öryggisstofnun fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda. Þessar aðgerðir og málaflokkurinn í heild eiga að kosta ríkissjóð alls um 20 milljarða króna til ársins 2030. Hægt verði að lækka kostnað með nýjum lögum Kostnaður sveitarfélaga vegna málaflokksins er einnig gríðarlegur. Reykjavíkurborg varði til að mynda ríflega milljarði króna í öryggisráðstafanir vegna 35-40 einstaklinga með fjölþættan vanda á síðasta ári. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar sagði í fréttum okkar í vikunni að borgin væri að taka að sér mikinn kostnað án þess að henni væri það skylt. Mikilvægt væri að stjórnvöld skýrðu allan lagaramma í málaflokknum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir að slík vinna fari fram í nokkrum ráðuneytum. „Með skýrri stefnumótun og lagabreytingum er hægt að ná fram markvissari þjónustu sem myndi draga úr kostnaði hjá ríki og sveitarfélögum. Stóra markmiðið er að ná fram betri þjónustu. Við náum fram öryggi fyrir þennan hóp og aukum öryggistilfinningu almennings. Þannig að við séum með öryggisráðstafanir sem byggjast á skýrum lagaheimildum og lagaramma,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg segir að mikil stefnumótun og lagabreytingar eigi eftir að fara fram í sjö ráðuneytum málaflokknum, en hún komi með frumvarp í haust. „Í dómsmálaráðuneytinu er ég að vinna að frumvarpi sem ég legg fram í haust. Það fjallar um einstaklinga sem eru metnir mjög hættulegir og þurfi að vera í einhvers konar öryggisráðstöfunum eftir afplánun refsinga,“ segir Þorbjörg.
Fangelsismál Lögreglan Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Sjá meira