Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Bjarki Sigurðsson skrifar 24. apríl 2025 12:23 Einar Hugi Bjarnason er réttargæslumaður kvennanna tveggja. Vísir/Samúel Karl Réttargæslumaður tveggja kvenna sem hafa kært hóp manna fyrir nauðgun, segir útlit fyrir að brotin hafi verið skipulögð. Móðir annarrar kvennanna segir miður að fólk noti málið til að kynda undir útlendingahatur í stað þess að virða hugrekkið sem konurnar sýna með því að leita réttar síns og skila skömminni. Það sem af er ári hafa sex hópnauðganir komið á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sömu gerendurnir eru taldir hafa verið að verki í tveimur af þessum málum. Meintar nauðganir áttu sér stað undir lok mars en RÚV greinir frá því að grunur leiki á að brotaþolum hafi verið byrluð ólyfjan á sama skemmtistaðnum í miðbæ Reykjavíkur. Farið var með konurnar í sömu íbúðina í Vesturbænum þar sem þrír menn brutu á þeim. Einar Hugi Bjarnason, réttargæslumaður kvennanna tveggja, sem þekktust ekkert fyrir, segir brotin virðast hafa verið skipulögð. Þá er enginn mannanna þriggja í gæsluvarðhaldi. „Það er mikið áhyggjuefni að mínu áliti. Lögreglan staðfestir það í gær að einn sé í farbanni vegna málsins en enginn í gæsluvarðhaldi sem er auðvitað eitthvað sem lögreglan verður að svara fyrir,“ segir Einar Hugi. Það sem af er ári hafa sex hópnauðgunarmál komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það eru jafn mörg slík mál og komu upp á landinu öllu árið 2023. Vísir/Sara Í kjölfar umfjöllunar RÚV um málið birti móðir annarrar kvennanna færslu á Facebook þar sem hún gagnrýndi þá sem hafa nýtt sér málið til að ýta undir hatur gegn múslimum. Enginn mannanna sé múslimi og það eigi ekki að fóðra fóbíu gegn þeim. Frekar eigi að gagnrýna brotið réttarkerfi sem að hennar sögn verji frekar þann sem brýtur af sér en þann sem brotið er á. „Þessi færsla frá móðurinni var afskaplega skýr. Hún dró þar fram að hún vildi alls ekki draga athygli frá aðalatriði málsins og að umræða um þessi mál yrði olía á eld þeirra sem eru með útlendingaandúð,“ segir Einar Hugi. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Talskona Stígamóta segir áhyggjuefni ef hópnauðganamálum fari fjölgandi. Fjöldi mála komi aldrei upp á yfirborðið, meðal annars vegna þess að brotaþolar treysti ekki kerfinu. 19. apríl 2025 13:18 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Sjá meira
Það sem af er ári hafa sex hópnauðganir komið á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sömu gerendurnir eru taldir hafa verið að verki í tveimur af þessum málum. Meintar nauðganir áttu sér stað undir lok mars en RÚV greinir frá því að grunur leiki á að brotaþolum hafi verið byrluð ólyfjan á sama skemmtistaðnum í miðbæ Reykjavíkur. Farið var með konurnar í sömu íbúðina í Vesturbænum þar sem þrír menn brutu á þeim. Einar Hugi Bjarnason, réttargæslumaður kvennanna tveggja, sem þekktust ekkert fyrir, segir brotin virðast hafa verið skipulögð. Þá er enginn mannanna þriggja í gæsluvarðhaldi. „Það er mikið áhyggjuefni að mínu áliti. Lögreglan staðfestir það í gær að einn sé í farbanni vegna málsins en enginn í gæsluvarðhaldi sem er auðvitað eitthvað sem lögreglan verður að svara fyrir,“ segir Einar Hugi. Það sem af er ári hafa sex hópnauðgunarmál komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það eru jafn mörg slík mál og komu upp á landinu öllu árið 2023. Vísir/Sara Í kjölfar umfjöllunar RÚV um málið birti móðir annarrar kvennanna færslu á Facebook þar sem hún gagnrýndi þá sem hafa nýtt sér málið til að ýta undir hatur gegn múslimum. Enginn mannanna sé múslimi og það eigi ekki að fóðra fóbíu gegn þeim. Frekar eigi að gagnrýna brotið réttarkerfi sem að hennar sögn verji frekar þann sem brýtur af sér en þann sem brotið er á. „Þessi færsla frá móðurinni var afskaplega skýr. Hún dró þar fram að hún vildi alls ekki draga athygli frá aðalatriði málsins og að umræða um þessi mál yrði olía á eld þeirra sem eru með útlendingaandúð,“ segir Einar Hugi.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Talskona Stígamóta segir áhyggjuefni ef hópnauðganamálum fari fjölgandi. Fjöldi mála komi aldrei upp á yfirborðið, meðal annars vegna þess að brotaþolar treysti ekki kerfinu. 19. apríl 2025 13:18 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Sjá meira
Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Talskona Stígamóta segir áhyggjuefni ef hópnauðganamálum fari fjölgandi. Fjöldi mála komi aldrei upp á yfirborðið, meðal annars vegna þess að brotaþolar treysti ekki kerfinu. 19. apríl 2025 13:18