Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2025 13:18 Drífa Snædal er talskona Stígamóta. Vísir/Egill Talskona Stígamóta segir áhyggjuefni ef hópnauðganamálum fari fjölgandi. Fjöldi mála komi aldrei upp á yfirborðið, meðal annars vegna þess að brotaþolar treysti ekki kerfinu. Það sem af er ári hafa sex kynferðisbrotamál þar sem gerendur eru tveir eða fleiri komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hefur tekið eftir aukningu á þessum hópnauðganamálum, en í fyrra var tilkynnt um tíu slíkar. Árið þar áður voru þær sex á öllu landinu. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir mörg málanna ekki tilkynnt til lögreglu, og einnig sum sem koma aldrei á yfirborðið. „Það er sérstakt áhyggjuefni að kerfið virðist ekki grípa það fólk, þá sérstaklega þær konur, sem verða fyrir ofbeldisglæpum. Það er einhvernveginn ekki hannað til þess. Það er skortur á trausti til þess að fá réttlæti í gegnum kerfið. Það er sjálfstætt vandamál og eitthvað sem við erum að reyna að vera í samtali við kerfið um, hvernig við getum byggt upp vinnubrögð og traust sem verða til þess að fólk geti sótt réttlæti í gegnum kerfið,“ segir Drífa. Það sé stórt skref að fara af stað í kæruferli. „Kæruferlið getur tekið mjög mikið á. Fyrstu viðbrögð eru því miður oft þannig að þú viljir gleyma þessu og ætlir að komast í gegnum þetta. Bíta á jaxlinn. Síðan kemur í ljós kannski seinna að þetta sé aðeins flóknara,“ segir Drífa. Hópnauðganir, líkt og önnur kynferðisbrot, hafa gríðarleg áhrif á brotaþola. „Það er skömm, vanmáttarkennd, kvíði. Við höfum listað afleiðingarnar í gegnum árin. Þetta er alltaf eins. Sjálfsásakanir, brýtur niður sjálfstraust og hefur gríðarleg áhrif á lífsgæði. Þetta getur haft varanlegar afleiðingar á samskipti við annað fólk, varanleg áhrif á traust,“ segir Drífa. Hún segir áhyggjuefni ef málunum fer fjölgandi. „Það er kannski ágætt að við förum að gera okkur grein fyrir því hversu alvarlegar afleiðingar kynferðisbrot hafa,“ segir Drífa. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Kynbundið ofbeldi Dómstólar Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Deila ekkju og stjúpmóður tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Sjá meira
Það sem af er ári hafa sex kynferðisbrotamál þar sem gerendur eru tveir eða fleiri komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hefur tekið eftir aukningu á þessum hópnauðganamálum, en í fyrra var tilkynnt um tíu slíkar. Árið þar áður voru þær sex á öllu landinu. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir mörg málanna ekki tilkynnt til lögreglu, og einnig sum sem koma aldrei á yfirborðið. „Það er sérstakt áhyggjuefni að kerfið virðist ekki grípa það fólk, þá sérstaklega þær konur, sem verða fyrir ofbeldisglæpum. Það er einhvernveginn ekki hannað til þess. Það er skortur á trausti til þess að fá réttlæti í gegnum kerfið. Það er sjálfstætt vandamál og eitthvað sem við erum að reyna að vera í samtali við kerfið um, hvernig við getum byggt upp vinnubrögð og traust sem verða til þess að fólk geti sótt réttlæti í gegnum kerfið,“ segir Drífa. Það sé stórt skref að fara af stað í kæruferli. „Kæruferlið getur tekið mjög mikið á. Fyrstu viðbrögð eru því miður oft þannig að þú viljir gleyma þessu og ætlir að komast í gegnum þetta. Bíta á jaxlinn. Síðan kemur í ljós kannski seinna að þetta sé aðeins flóknara,“ segir Drífa. Hópnauðganir, líkt og önnur kynferðisbrot, hafa gríðarleg áhrif á brotaþola. „Það er skömm, vanmáttarkennd, kvíði. Við höfum listað afleiðingarnar í gegnum árin. Þetta er alltaf eins. Sjálfsásakanir, brýtur niður sjálfstraust og hefur gríðarleg áhrif á lífsgæði. Þetta getur haft varanlegar afleiðingar á samskipti við annað fólk, varanleg áhrif á traust,“ segir Drífa. Hún segir áhyggjuefni ef málunum fer fjölgandi. „Það er kannski ágætt að við förum að gera okkur grein fyrir því hversu alvarlegar afleiðingar kynferðisbrot hafa,“ segir Drífa.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Kynbundið ofbeldi Dómstólar Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Deila ekkju og stjúpmóður tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent