Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Jakob Bjarnar skrifar 23. apríl 2025 08:03 Tölvuþrjótarnir virðast óþreytandi við iðju sína. vísir/getty Lögreglan á Suðurnesjum varar sérstaklega við svikapósti eða SMS-i sem á að vera frá Póstinum. Lögreglan segir að sér hafi borist ábendingar um svikapóst. Ef rýnt er í skilaboðin sem sjá má hér neðar, þarf ekki að vera sérfróður um íslenskt mál til að átta sig á því að hér er ekki allt með felldu. En svo kemur á móti að ekki eru allir með augun hjá sér og læsi er á fallanda fæti: „Textinn er áhugaverður“ svo ekki sé meira sagt, að mati lögreglu sem birtir téð skilaboð: Dæmigert sms frá hrappi. Lögreglan birtir. „Óafhending varð“– já, það er víst ný íslensk orðmynd. „Við óskum þér til hamingju með daginn!“ – vegna þess að þeir töpuðu pakkanum mínum? Og auðvitað klassíkin: Smelltu á þennan grunsamlega hlekk innan 12 klst eða heimurinn hrynur! Þá nefnir lögregla það sem hún kallar þetta venjulega sem er að hlekkir beri ekki þess merki að vera frá raunverlega fyrirtækinu, bæði sendandinn og slóðin sem fólk er beðið um að fara á bera þess merki. „Við hvetjum fólk til að lesa með gagnrýnum augum og gæta varúðar. Þó svo að tungutakið sé stundum hreint út sagt skemmtilegt er ásetningurinn ekkert annað en að blekkja og svíkja,“ segir í pósti frá lögreglu. Þá er ítrekað að ekki skuli smella á hlekki, ekki svara og ekki gefa upp persónuupplýsingar til aðila sem þið þekkið ekki. „Svikarar eru sífellt að leita leiða til að komast yfir viðkvæmar upplýsingar – og það er mikilvægt að við séum öll vakandi.“ Lögreglumál Tölvuárásir Pósturinn Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Sjá meira
Lögreglan segir að sér hafi borist ábendingar um svikapóst. Ef rýnt er í skilaboðin sem sjá má hér neðar, þarf ekki að vera sérfróður um íslenskt mál til að átta sig á því að hér er ekki allt með felldu. En svo kemur á móti að ekki eru allir með augun hjá sér og læsi er á fallanda fæti: „Textinn er áhugaverður“ svo ekki sé meira sagt, að mati lögreglu sem birtir téð skilaboð: Dæmigert sms frá hrappi. Lögreglan birtir. „Óafhending varð“– já, það er víst ný íslensk orðmynd. „Við óskum þér til hamingju með daginn!“ – vegna þess að þeir töpuðu pakkanum mínum? Og auðvitað klassíkin: Smelltu á þennan grunsamlega hlekk innan 12 klst eða heimurinn hrynur! Þá nefnir lögregla það sem hún kallar þetta venjulega sem er að hlekkir beri ekki þess merki að vera frá raunverlega fyrirtækinu, bæði sendandinn og slóðin sem fólk er beðið um að fara á bera þess merki. „Við hvetjum fólk til að lesa með gagnrýnum augum og gæta varúðar. Þó svo að tungutakið sé stundum hreint út sagt skemmtilegt er ásetningurinn ekkert annað en að blekkja og svíkja,“ segir í pósti frá lögreglu. Þá er ítrekað að ekki skuli smella á hlekki, ekki svara og ekki gefa upp persónuupplýsingar til aðila sem þið þekkið ekki. „Svikarar eru sífellt að leita leiða til að komast yfir viðkvæmar upplýsingar – og það er mikilvægt að við séum öll vakandi.“
Lögreglumál Tölvuárásir Pósturinn Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Sjá meira