Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Jakob Bjarnar skrifar 23. apríl 2025 08:03 Tölvuþrjótarnir virðast óþreytandi við iðju sína. vísir/getty Lögreglan á Suðurnesjum varar sérstaklega við svikapósti eða SMS-i sem á að vera frá Póstinum. Lögreglan segir að sér hafi borist ábendingar um svikapóst. Ef rýnt er í skilaboðin sem sjá má hér neðar, þarf ekki að vera sérfróður um íslenskt mál til að átta sig á því að hér er ekki allt með felldu. En svo kemur á móti að ekki eru allir með augun hjá sér og læsi er á fallanda fæti: „Textinn er áhugaverður“ svo ekki sé meira sagt, að mati lögreglu sem birtir téð skilaboð: Dæmigert sms frá hrappi. Lögreglan birtir. „Óafhending varð“– já, það er víst ný íslensk orðmynd. „Við óskum þér til hamingju með daginn!“ – vegna þess að þeir töpuðu pakkanum mínum? Og auðvitað klassíkin: Smelltu á þennan grunsamlega hlekk innan 12 klst eða heimurinn hrynur! Þá nefnir lögregla það sem hún kallar þetta venjulega sem er að hlekkir beri ekki þess merki að vera frá raunverlega fyrirtækinu, bæði sendandinn og slóðin sem fólk er beðið um að fara á bera þess merki. „Við hvetjum fólk til að lesa með gagnrýnum augum og gæta varúðar. Þó svo að tungutakið sé stundum hreint út sagt skemmtilegt er ásetningurinn ekkert annað en að blekkja og svíkja,“ segir í pósti frá lögreglu. Þá er ítrekað að ekki skuli smella á hlekki, ekki svara og ekki gefa upp persónuupplýsingar til aðila sem þið þekkið ekki. „Svikarar eru sífellt að leita leiða til að komast yfir viðkvæmar upplýsingar – og það er mikilvægt að við séum öll vakandi.“ Lögreglumál Tölvuárásir Pósturinn Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Lögreglan segir að sér hafi borist ábendingar um svikapóst. Ef rýnt er í skilaboðin sem sjá má hér neðar, þarf ekki að vera sérfróður um íslenskt mál til að átta sig á því að hér er ekki allt með felldu. En svo kemur á móti að ekki eru allir með augun hjá sér og læsi er á fallanda fæti: „Textinn er áhugaverður“ svo ekki sé meira sagt, að mati lögreglu sem birtir téð skilaboð: Dæmigert sms frá hrappi. Lögreglan birtir. „Óafhending varð“– já, það er víst ný íslensk orðmynd. „Við óskum þér til hamingju með daginn!“ – vegna þess að þeir töpuðu pakkanum mínum? Og auðvitað klassíkin: Smelltu á þennan grunsamlega hlekk innan 12 klst eða heimurinn hrynur! Þá nefnir lögregla það sem hún kallar þetta venjulega sem er að hlekkir beri ekki þess merki að vera frá raunverlega fyrirtækinu, bæði sendandinn og slóðin sem fólk er beðið um að fara á bera þess merki. „Við hvetjum fólk til að lesa með gagnrýnum augum og gæta varúðar. Þó svo að tungutakið sé stundum hreint út sagt skemmtilegt er ásetningurinn ekkert annað en að blekkja og svíkja,“ segir í pósti frá lögreglu. Þá er ítrekað að ekki skuli smella á hlekki, ekki svara og ekki gefa upp persónuupplýsingar til aðila sem þið þekkið ekki. „Svikarar eru sífellt að leita leiða til að komast yfir viðkvæmar upplýsingar – og það er mikilvægt að við séum öll vakandi.“
Lögreglumál Tölvuárásir Pósturinn Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira