Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Jakob Bjarnar skrifar 23. apríl 2025 08:03 Tölvuþrjótarnir virðast óþreytandi við iðju sína. vísir/getty Lögreglan á Suðurnesjum varar sérstaklega við svikapósti eða SMS-i sem á að vera frá Póstinum. Lögreglan segir að sér hafi borist ábendingar um svikapóst. Ef rýnt er í skilaboðin sem sjá má hér neðar, þarf ekki að vera sérfróður um íslenskt mál til að átta sig á því að hér er ekki allt með felldu. En svo kemur á móti að ekki eru allir með augun hjá sér og læsi er á fallanda fæti: „Textinn er áhugaverður“ svo ekki sé meira sagt, að mati lögreglu sem birtir téð skilaboð: Dæmigert sms frá hrappi. Lögreglan birtir. „Óafhending varð“– já, það er víst ný íslensk orðmynd. „Við óskum þér til hamingju með daginn!“ – vegna þess að þeir töpuðu pakkanum mínum? Og auðvitað klassíkin: Smelltu á þennan grunsamlega hlekk innan 12 klst eða heimurinn hrynur! Þá nefnir lögregla það sem hún kallar þetta venjulega sem er að hlekkir beri ekki þess merki að vera frá raunverlega fyrirtækinu, bæði sendandinn og slóðin sem fólk er beðið um að fara á bera þess merki. „Við hvetjum fólk til að lesa með gagnrýnum augum og gæta varúðar. Þó svo að tungutakið sé stundum hreint út sagt skemmtilegt er ásetningurinn ekkert annað en að blekkja og svíkja,“ segir í pósti frá lögreglu. Þá er ítrekað að ekki skuli smella á hlekki, ekki svara og ekki gefa upp persónuupplýsingar til aðila sem þið þekkið ekki. „Svikarar eru sífellt að leita leiða til að komast yfir viðkvæmar upplýsingar – og það er mikilvægt að við séum öll vakandi.“ Lögreglumál Tölvuárásir Pósturinn Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Lögreglan segir að sér hafi borist ábendingar um svikapóst. Ef rýnt er í skilaboðin sem sjá má hér neðar, þarf ekki að vera sérfróður um íslenskt mál til að átta sig á því að hér er ekki allt með felldu. En svo kemur á móti að ekki eru allir með augun hjá sér og læsi er á fallanda fæti: „Textinn er áhugaverður“ svo ekki sé meira sagt, að mati lögreglu sem birtir téð skilaboð: Dæmigert sms frá hrappi. Lögreglan birtir. „Óafhending varð“– já, það er víst ný íslensk orðmynd. „Við óskum þér til hamingju með daginn!“ – vegna þess að þeir töpuðu pakkanum mínum? Og auðvitað klassíkin: Smelltu á þennan grunsamlega hlekk innan 12 klst eða heimurinn hrynur! Þá nefnir lögregla það sem hún kallar þetta venjulega sem er að hlekkir beri ekki þess merki að vera frá raunverlega fyrirtækinu, bæði sendandinn og slóðin sem fólk er beðið um að fara á bera þess merki. „Við hvetjum fólk til að lesa með gagnrýnum augum og gæta varúðar. Þó svo að tungutakið sé stundum hreint út sagt skemmtilegt er ásetningurinn ekkert annað en að blekkja og svíkja,“ segir í pósti frá lögreglu. Þá er ítrekað að ekki skuli smella á hlekki, ekki svara og ekki gefa upp persónuupplýsingar til aðila sem þið þekkið ekki. „Svikarar eru sífellt að leita leiða til að komast yfir viðkvæmar upplýsingar – og það er mikilvægt að við séum öll vakandi.“
Lögreglumál Tölvuárásir Pósturinn Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira