Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2025 09:00 Trent Alexander-Arnold fagnaði sigurmarki sínu ber að ofan og með treyju sína á hornfánanum. Getty/Liverpool FC Trent Alexander-Arnold var hetja Liverpool um páskahelgina en hann skoraði þá sigurmarkið á móti Leicester aðeins nokkrum mínútum eftir að hafa komið inn á völlinn sem varamaður. Eftir leikinn vildi bakvörðurinn þó ekki segja neitt um framtíð sína hjá Liverpool. Alexander-Arnold hefur verið meiddur síðustu vikur en í millitíðinni hafa spænskir og enskir fjölmiðlar svo gott sem staðfest það að hann sé á förum til Real Madrid í sumar. Það sem meira er Liverpool fengi ekki krónu fyrir eina af sínum stærstu stjörnum. Liverpool hefur aftur á móti framlengt samninga sína við Mohamed Salah og Virgil van Dijk sem voru báðir að renna út á samningi eins og Alexander-Arnold. Það var mikil dramatík í gangi eftir að Alexander-Arnold skoraði sigurmarkið mikilvæga á móti Leicester en Liverpool er fyrir vikið aðeins einum sigri frá tuttugasta enska meistaratitlinum. Hengdi treyjuna á hornfánann Alexander-Arnold fagnaði með því að rífa sig úr treyjunni og hengja hana upp á hornfánann. Sumir eru farnir að reyna að lesa eitthvað í þessi fagnaðarlæti hans. „Ef þú ert á förum frá fótboltafélagið þá fagnar þú ekki svona,“ sagði Clinton Morrison, sérfræðingur á BBC. „Það er eitthvað kraftmikið í augunum hans eftir að hann skoraði þetta mark. Svo hljóp hann beint til stuðningsmanna Liverpool,“ sagði Gary Neville. Sérfræðingarnir voru að reyna að lesa eitthvað í fagnaðarlæti Trents því hann sjálfur gaf ekkert upp. Mun fylgja honum alla tíð „Ég vil ekki tala um stöðuna hjá mér. Svona dagar eru alltaf sérstakir. Þetta er einstök gleðistund sem mun fylgja mér alla tíð,“ sagði Trent Alexander-Arnold sjálfur eftir leikinn. Það mátti heyra eitthvað smá baul þegar Alexander-Arnold kom inn á sem varamaður en stuðningsmenn Liverpool voru fljótir að hætta öllu slíku eftir að hann skoraði. Þá var þessi uppaldi Liverpool strákur orðinn einn af þeim á ný. Hann ýtti mér fram Alexander-Arnold sagði líka frá því að fyrirliðinn Virgil van Dijk hafi ýtt honum í átt að stuðningsmönnunum. „Hann ýtti mér fram svo ég fengi að upplifa þetta. Stuðningsmennirnir hafa verið magnaðir á þessu tímabili og þeir hjálpuðu okkur enn á ný í þessum leik. Við erum að gera þetta fyrir okkur sjálfa, fyrir fjölskyldur okkar og fyrir okkar stuðningsfólk,“ sagði Alexander-Arnold. Hvort þetta var eins konar kveðjustund eða hvort að Alexander-Arnold taki U-beygju og semji aftur við Liverpool verður að koma í ljós. Það verður líka fróðlegt að sjá viðtökurnar sem hann fær í næsta leik Liverpool á Anfield. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Enski boltinn Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Sjá meira
Alexander-Arnold hefur verið meiddur síðustu vikur en í millitíðinni hafa spænskir og enskir fjölmiðlar svo gott sem staðfest það að hann sé á förum til Real Madrid í sumar. Það sem meira er Liverpool fengi ekki krónu fyrir eina af sínum stærstu stjörnum. Liverpool hefur aftur á móti framlengt samninga sína við Mohamed Salah og Virgil van Dijk sem voru báðir að renna út á samningi eins og Alexander-Arnold. Það var mikil dramatík í gangi eftir að Alexander-Arnold skoraði sigurmarkið mikilvæga á móti Leicester en Liverpool er fyrir vikið aðeins einum sigri frá tuttugasta enska meistaratitlinum. Hengdi treyjuna á hornfánann Alexander-Arnold fagnaði með því að rífa sig úr treyjunni og hengja hana upp á hornfánann. Sumir eru farnir að reyna að lesa eitthvað í þessi fagnaðarlæti hans. „Ef þú ert á förum frá fótboltafélagið þá fagnar þú ekki svona,“ sagði Clinton Morrison, sérfræðingur á BBC. „Það er eitthvað kraftmikið í augunum hans eftir að hann skoraði þetta mark. Svo hljóp hann beint til stuðningsmanna Liverpool,“ sagði Gary Neville. Sérfræðingarnir voru að reyna að lesa eitthvað í fagnaðarlæti Trents því hann sjálfur gaf ekkert upp. Mun fylgja honum alla tíð „Ég vil ekki tala um stöðuna hjá mér. Svona dagar eru alltaf sérstakir. Þetta er einstök gleðistund sem mun fylgja mér alla tíð,“ sagði Trent Alexander-Arnold sjálfur eftir leikinn. Það mátti heyra eitthvað smá baul þegar Alexander-Arnold kom inn á sem varamaður en stuðningsmenn Liverpool voru fljótir að hætta öllu slíku eftir að hann skoraði. Þá var þessi uppaldi Liverpool strákur orðinn einn af þeim á ný. Hann ýtti mér fram Alexander-Arnold sagði líka frá því að fyrirliðinn Virgil van Dijk hafi ýtt honum í átt að stuðningsmönnunum. „Hann ýtti mér fram svo ég fengi að upplifa þetta. Stuðningsmennirnir hafa verið magnaðir á þessu tímabili og þeir hjálpuðu okkur enn á ný í þessum leik. Við erum að gera þetta fyrir okkur sjálfa, fyrir fjölskyldur okkar og fyrir okkar stuðningsfólk,“ sagði Alexander-Arnold. Hvort þetta var eins konar kveðjustund eða hvort að Alexander-Arnold taki U-beygju og semji aftur við Liverpool verður að koma í ljós. Það verður líka fróðlegt að sjá viðtökurnar sem hann fær í næsta leik Liverpool á Anfield. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc)
Enski boltinn Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Sjá meira