„Til hamingju hálfvitar“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. apríl 2025 19:00 Börkur Gunnarsson, fyrrverandi rektor Kvikmyndaskólans, vandar Valkyrjustjórninni ekki kveðjurnar og segir að verið sé að leggja menntastofnun í rúst. Vísir/Vilhelm Börkur Gunnarsson, fyrrverandi rektor Kvikmyndaskólans, gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir „að leggja menntastofnun í rúst“ og „ráðast gegn þekkingu og menntun“. Börkur skrifar um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í máli Kvikmyndaskólans í Facebook-færslu og deilir um leið grein sem Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskólans, skrifaði í morgun. Böðvar Bjarki sagði þar að skólinn hefði orðið gjaldþrota því stjórnvöld hefðu neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að honum. Sjá einnig: „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ „Falleg árás á grunnstoðir íslenskrar kvikmyndagerðar. Til hamingju með árangurinn Valkyrjuríkisstjórn landsins. Flott hjá ykkur að ráðast gegn þekkingu og menntun,“ skrifar Börkur í færslunni og rekur síðan aðkomu sína að skólanum. Menntastofnun lögð í rúst „Ég kenndi í skólanum strax uppúr aldamótum þegar ég kom til landsins eftir að hafa starfað sem leikstjóri í Tékklandi í sjö ár. Var síðan dreginn inn aftur fyrir átta árum síðan að kenna leikaraleikstjórn og hef eiginlega verið þar síðan. Vá hvað það var gaman að gefa af sér og hjálpa efnilegum ungum listamönnum yfir hindranir,“ skrifar hann um reynslu sína af skólanum. „Bjarki, stofnandi skólans, var vissulega erfiður en magnað hvað hann hefur gefið miklu meira til samfélagsins heldur en þessir embættismenn og ráðamenn sem núna leggja menntastofnun í rúst. Til hamingju hálfvitar,“ skrifar hann svo. Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi stjórnarmaður í stjórn Kvikmyndaskólans, skrifar ummæli við færslu Barkar. Sigurður Gylfi Magnússon sat í stjórn Kvikmyndaskólans um tíma. Þar segir hann það vera meðvitaða ákvörðun að keyra skólann í kaf. Skólinn sé „ein merkasta menntastofnun landsins“ og hafi hlotið margvíslegar viðurkenningar. „Það að gera hann tortryggilegan vegna þess að þetta sé einkaskóli er hreinlega fáráðnlegt og vissuleg ömurlegt teikn þess að þeir menntamálaráðherrar sem hafa verið við völd undanfarna áratugi hafa ekki verið starfi sínu vaxnir,“ skrifar hann einnig. Kvikmyndaskóli Íslands var úrskurðaður gjaldþrota og lagði mennta- og barnamálaráðherra fram tillögu um að nemendur skólans myndu fara í Tækniskólann. Það féll í grýttan jarðveg hjá stjórnendum og nemendum sem afþökkuðu boðið um að færa sig um set. Svo fór að þekkingarfyrirtækið Rafmennt tók yfir rekstur skólans og er stefnt að því að ljúka önninni. Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Háskólar Skóla- og menntamál Gjaldþrot Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Börkur skrifar um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í máli Kvikmyndaskólans í Facebook-færslu og deilir um leið grein sem Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskólans, skrifaði í morgun. Böðvar Bjarki sagði þar að skólinn hefði orðið gjaldþrota því stjórnvöld hefðu neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að honum. Sjá einnig: „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ „Falleg árás á grunnstoðir íslenskrar kvikmyndagerðar. Til hamingju með árangurinn Valkyrjuríkisstjórn landsins. Flott hjá ykkur að ráðast gegn þekkingu og menntun,“ skrifar Börkur í færslunni og rekur síðan aðkomu sína að skólanum. Menntastofnun lögð í rúst „Ég kenndi í skólanum strax uppúr aldamótum þegar ég kom til landsins eftir að hafa starfað sem leikstjóri í Tékklandi í sjö ár. Var síðan dreginn inn aftur fyrir átta árum síðan að kenna leikaraleikstjórn og hef eiginlega verið þar síðan. Vá hvað það var gaman að gefa af sér og hjálpa efnilegum ungum listamönnum yfir hindranir,“ skrifar hann um reynslu sína af skólanum. „Bjarki, stofnandi skólans, var vissulega erfiður en magnað hvað hann hefur gefið miklu meira til samfélagsins heldur en þessir embættismenn og ráðamenn sem núna leggja menntastofnun í rúst. Til hamingju hálfvitar,“ skrifar hann svo. Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi stjórnarmaður í stjórn Kvikmyndaskólans, skrifar ummæli við færslu Barkar. Sigurður Gylfi Magnússon sat í stjórn Kvikmyndaskólans um tíma. Þar segir hann það vera meðvitaða ákvörðun að keyra skólann í kaf. Skólinn sé „ein merkasta menntastofnun landsins“ og hafi hlotið margvíslegar viðurkenningar. „Það að gera hann tortryggilegan vegna þess að þetta sé einkaskóli er hreinlega fáráðnlegt og vissuleg ömurlegt teikn þess að þeir menntamálaráðherrar sem hafa verið við völd undanfarna áratugi hafa ekki verið starfi sínu vaxnir,“ skrifar hann einnig. Kvikmyndaskóli Íslands var úrskurðaður gjaldþrota og lagði mennta- og barnamálaráðherra fram tillögu um að nemendur skólans myndu fara í Tækniskólann. Það féll í grýttan jarðveg hjá stjórnendum og nemendum sem afþökkuðu boðið um að færa sig um set. Svo fór að þekkingarfyrirtækið Rafmennt tók yfir rekstur skólans og er stefnt að því að ljúka önninni.
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Háskólar Skóla- og menntamál Gjaldþrot Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira