„Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. apríl 2025 10:48 Kvikmyndaskóli Íslands bauð fyrst upp á nám árið 1992. Vísir/Vilhelm Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segir gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakar þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hafi neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Hann er þakklátur fyrir yfirtöku Rafmenntar en telur að námið muni samt sem áður breytast til muna. „Hvers vegna er Kvikmyndaskóli Íslands, sem stofnaður var árið 1992 og hefur kennitölu frá árinu 2003, þegar fyrsta viðurkenning á starfseminni fékkst frá stjórnvöldum, allt í einu gjaldþrota?“ skrifar Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands, á Klapptré.is. Kvikmyndaskóli Íslands var úrskurðaður gjaldþrota og lagði mennta- og barnamálaráðherra fram tillögu um að nemendur skólans myndu fara í Tækniskólann. Það féll í grýttan jarðveg hjá stjórnendum og nemendum sem afþökkuðu boðið um að færa sig um set. Málið fór svo að þekkingarfyrirtækið Rafmennt tók yfir rekstur skólans. Böðvar segir sjaldan hafa verið jafn mikil eftirspurn eftir námi í skólanum og síðustu ár og hafi gæði námsins aukist til muna. Skólinn sé mikilvægur fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað auk þess sem nemendur alls staðar að úr heiminum koma til að stunda nám við skólann. Gjaldþrotið sé aðgerðarleysi ráðuneyta að kenna Þrjár meginástæður séu fyrir gjaldþrotinu að sögn Böðvars. Í fyrsta lagi hafi skólinn ekki fengið viðurkenningu á starfinu frá ráðuneytum. „Í 28 mánuði hefur skólinn ekki fengið afgreidda viðurkenningu á starfsemina, hvorki frá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti, né Mennta- og barnamálaráðuneyti, þrátt fyrir linnulausar beiðnir stjórnenda og stjórnar skólans um afgreiðslu,“ skrifar hann. Í öðru lagi hafi niðurfelling námslánaréttar nemenda við skólann leitt til fjöldabrottfalls. Þegar kvikmyndadeild við Listaháskóla Íslands var stofnuð árið 2021 gátu nemendur Kvikmyndaskólans ekki lengur tekið námslán til að greiða skólagjöldin. Nemendum fækkaði því um fimmtíu prósent á haustmisserinu 2024 og vormisserinu 2025 með tilheyrandi tekjutapi skólans. Í þriðja lagi hafi ekki tekist að semja við Mennta- og barnamálaráðuneytið um útgreiðslu fjármuna árið 2025. Það sé gert þrátt fyrir að „skólanum sé eyrnamerkt fé á fjárlögum.“ Því hafi skólinn ekki fengið neinar greiðslur þetta árið og afleiðingin gjaldþrot. „Það hefur verið sameiginleg niðurstaða ráðherra og ráðuneyta á öllu þessu tímabili að Kvikmyndaskóla Íslands skuli gert ókleift að starfa. Með því að viðurkenna ekki skólann, taka námslánaréttinn af nemendum, og greiða síðan ekki til skólans af fjárlögum, þá hefur starfsemin verið keyrð í þrot,“ skrifar Böðvar. „Ástæður gjaldþrotsins eru því að öllu leyti afleiðingar af aðgerðum eða aðgerðarleysi ráðuneyta í að veita skólum þjónustu sem ríkið einkarétt á að veita, sem er viðurkenning náms innan skólakerfisins.“ Stjórnvöld séu á móti Kvikmyndaskólanum Böðvar segir engar formlegar skýringar liggja fyrir hvers vegna stjórnvald hafi ekki stutt betur við skólann. Engar athugasemdir hafi verið gerðar við rekstur skólans sem hafi staðist háskólaúttekt með glæsibrag og leyst úr öllu skilyrðum sem honum hafi verið settur. „Skýringin virðist vera sú að stjórnvöld eru á móti uppbyggingu háskólastarfsemi utan núverandi háskóla,“ skrifar Böðvar. „Skólanum var lokað með þögn og aðgerðarleysi. Þetta á bæði við um núverandi ráðherra háskólamála Loga Einarsson og fyrrum ráðherra Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.“ Námið muni breytast til muna Böðvar virðist heldur ekki ánægður með yfirtöku Rafmenntar á skólanum og segir að námið og starfsemi skólans muni breytast til muna. Hann þakkar þeim jafnframt fyrir inngripið sem geri nemendum kleif að ljúka önninni. „Hvað framtíðina varðar þá er greinilegt að skólanum er ætlað að verða einhverskonar iðnnám sem á að útskrifa tæknifólk sem þjónustar listamennina sem útskrifast úr Listaháskóla Íslands,“ skrifar Böðvar. „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands í þeirri mynd sem hann hefur verið síðustu áratugi.“ Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Gjaldþrot Skóla- og menntamál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Sjá meira
„Hvers vegna er Kvikmyndaskóli Íslands, sem stofnaður var árið 1992 og hefur kennitölu frá árinu 2003, þegar fyrsta viðurkenning á starfseminni fékkst frá stjórnvöldum, allt í einu gjaldþrota?“ skrifar Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands, á Klapptré.is. Kvikmyndaskóli Íslands var úrskurðaður gjaldþrota og lagði mennta- og barnamálaráðherra fram tillögu um að nemendur skólans myndu fara í Tækniskólann. Það féll í grýttan jarðveg hjá stjórnendum og nemendum sem afþökkuðu boðið um að færa sig um set. Málið fór svo að þekkingarfyrirtækið Rafmennt tók yfir rekstur skólans. Böðvar segir sjaldan hafa verið jafn mikil eftirspurn eftir námi í skólanum og síðustu ár og hafi gæði námsins aukist til muna. Skólinn sé mikilvægur fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað auk þess sem nemendur alls staðar að úr heiminum koma til að stunda nám við skólann. Gjaldþrotið sé aðgerðarleysi ráðuneyta að kenna Þrjár meginástæður séu fyrir gjaldþrotinu að sögn Böðvars. Í fyrsta lagi hafi skólinn ekki fengið viðurkenningu á starfinu frá ráðuneytum. „Í 28 mánuði hefur skólinn ekki fengið afgreidda viðurkenningu á starfsemina, hvorki frá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti, né Mennta- og barnamálaráðuneyti, þrátt fyrir linnulausar beiðnir stjórnenda og stjórnar skólans um afgreiðslu,“ skrifar hann. Í öðru lagi hafi niðurfelling námslánaréttar nemenda við skólann leitt til fjöldabrottfalls. Þegar kvikmyndadeild við Listaháskóla Íslands var stofnuð árið 2021 gátu nemendur Kvikmyndaskólans ekki lengur tekið námslán til að greiða skólagjöldin. Nemendum fækkaði því um fimmtíu prósent á haustmisserinu 2024 og vormisserinu 2025 með tilheyrandi tekjutapi skólans. Í þriðja lagi hafi ekki tekist að semja við Mennta- og barnamálaráðuneytið um útgreiðslu fjármuna árið 2025. Það sé gert þrátt fyrir að „skólanum sé eyrnamerkt fé á fjárlögum.“ Því hafi skólinn ekki fengið neinar greiðslur þetta árið og afleiðingin gjaldþrot. „Það hefur verið sameiginleg niðurstaða ráðherra og ráðuneyta á öllu þessu tímabili að Kvikmyndaskóla Íslands skuli gert ókleift að starfa. Með því að viðurkenna ekki skólann, taka námslánaréttinn af nemendum, og greiða síðan ekki til skólans af fjárlögum, þá hefur starfsemin verið keyrð í þrot,“ skrifar Böðvar. „Ástæður gjaldþrotsins eru því að öllu leyti afleiðingar af aðgerðum eða aðgerðarleysi ráðuneyta í að veita skólum þjónustu sem ríkið einkarétt á að veita, sem er viðurkenning náms innan skólakerfisins.“ Stjórnvöld séu á móti Kvikmyndaskólanum Böðvar segir engar formlegar skýringar liggja fyrir hvers vegna stjórnvald hafi ekki stutt betur við skólann. Engar athugasemdir hafi verið gerðar við rekstur skólans sem hafi staðist háskólaúttekt með glæsibrag og leyst úr öllu skilyrðum sem honum hafi verið settur. „Skýringin virðist vera sú að stjórnvöld eru á móti uppbyggingu háskólastarfsemi utan núverandi háskóla,“ skrifar Böðvar. „Skólanum var lokað með þögn og aðgerðarleysi. Þetta á bæði við um núverandi ráðherra háskólamála Loga Einarsson og fyrrum ráðherra Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.“ Námið muni breytast til muna Böðvar virðist heldur ekki ánægður með yfirtöku Rafmenntar á skólanum og segir að námið og starfsemi skólans muni breytast til muna. Hann þakkar þeim jafnframt fyrir inngripið sem geri nemendum kleif að ljúka önninni. „Hvað framtíðina varðar þá er greinilegt að skólanum er ætlað að verða einhverskonar iðnnám sem á að útskrifa tæknifólk sem þjónustar listamennina sem útskrifast úr Listaháskóla Íslands,“ skrifar Böðvar. „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands í þeirri mynd sem hann hefur verið síðustu áratugi.“
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Gjaldþrot Skóla- og menntamál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Sjá meira