Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. apríl 2025 20:05 Í dag starfa um 70 manns á Litla Hrauni en með nýju fangelsi mun starfsmönnum fjölga að minnsta kosti um 20 til 30 manns. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forsætisráðherra leggur áherslu að framkvæmdir við nýtt fangelsi á Stóra Hrauni á Eyrarbakka hefjist sem fyrst enda byggingarnar í fangelsinu á Litla Hrauni orðnar mjög lélegar og verða þær meira og minna jafnaðar við jörðu með tilkomu nýja fangelsisins. Forsætisráðherra boðaði nýlega til opins fundar í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka þar sem hún fór yfir stöðuna í landsmálunum, auk annarra mála og svaraði fyrirspurnum fundarmanna. Fangelsið á Litla Hrauni er stærsti vinnustaðurinn á Eyrarbakka en nú stendur til að leggja það fangelsi niður og byggja nýtt öryggisfangelsi í landi Stóra Hrauns, sem er skammt frá Litla Hrauni. Nýja fangelsið mun hýsa um 100 fanga með möguleika á að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. Forsætisráðherra segir alveg á hreinu að nýja fangelsið verði byggt. „Já, við stefnum að því að klára framkvæmdirnar á Stóra Hrauni. Núna er bara verið að fara yfir framkvæmda planið. Það virðist sem að sá kostnaður, sem var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun standist ekki, þannig að nú þarf bara að fara í ákveðnar tilfærslur og finna fjármagnið. Við vitum bara að staðan í fullnustukerfinu er þannig að það verður að ráðast í framkvæmdir á þessu fangelsi,“ segir Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra. Stóra Hraun er staðsett rétt við gatnamót Eyrarbakkavegar og Gaulverjabæjarvegar, en staðsetning nýja fangelsisins sést hér mjög vel á myndinni. Litla Hraun er skammt frá eins og sjá má. Aðsend Og hvað, það mun kosta 18 til 19 milljarða eða hvað? „Það mun allavega kosta meira en upphafleg plön stóðu til,“ segir hún. Kristrún segir að nú þurfi að hefja framkvæmdir við nýja fangelsið, sem allra fyrst. En hverju mun nýtt fangelsi breyta? „Þetta mun auðvitað gjörbreyta aðstöðunni, bæði fyrir fangaverði og auðvitað fangana. Og það á auðvitað við í flestum fangelsum landsins að það þarf að bæta verulega aðstöðuna, þannig að þetta verður stórt skref í þessu kerfi,“ segir Kristrún. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra eftir fundinn á Eyrarbakka en fangelsið á Litla Hrauni er fjölmennasti vinnustaðurinn í þorpinu með um 70 starfsmenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag starfa um 70 manns á Litla Hrauni en með nýju fangelsi mun starfsmönnum fjölga að minnsta kosti um 20 til 30 manns. Um 100 fangar verða í nýja fangelsinu en gert er ráð fyrir því að hægt verða að fjölga þeim í 128 á síðar.Aðsend Árborg Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Forsætisráðherra boðaði nýlega til opins fundar í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka þar sem hún fór yfir stöðuna í landsmálunum, auk annarra mála og svaraði fyrirspurnum fundarmanna. Fangelsið á Litla Hrauni er stærsti vinnustaðurinn á Eyrarbakka en nú stendur til að leggja það fangelsi niður og byggja nýtt öryggisfangelsi í landi Stóra Hrauns, sem er skammt frá Litla Hrauni. Nýja fangelsið mun hýsa um 100 fanga með möguleika á að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. Forsætisráðherra segir alveg á hreinu að nýja fangelsið verði byggt. „Já, við stefnum að því að klára framkvæmdirnar á Stóra Hrauni. Núna er bara verið að fara yfir framkvæmda planið. Það virðist sem að sá kostnaður, sem var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun standist ekki, þannig að nú þarf bara að fara í ákveðnar tilfærslur og finna fjármagnið. Við vitum bara að staðan í fullnustukerfinu er þannig að það verður að ráðast í framkvæmdir á þessu fangelsi,“ segir Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra. Stóra Hraun er staðsett rétt við gatnamót Eyrarbakkavegar og Gaulverjabæjarvegar, en staðsetning nýja fangelsisins sést hér mjög vel á myndinni. Litla Hraun er skammt frá eins og sjá má. Aðsend Og hvað, það mun kosta 18 til 19 milljarða eða hvað? „Það mun allavega kosta meira en upphafleg plön stóðu til,“ segir hún. Kristrún segir að nú þurfi að hefja framkvæmdir við nýja fangelsið, sem allra fyrst. En hverju mun nýtt fangelsi breyta? „Þetta mun auðvitað gjörbreyta aðstöðunni, bæði fyrir fangaverði og auðvitað fangana. Og það á auðvitað við í flestum fangelsum landsins að það þarf að bæta verulega aðstöðuna, þannig að þetta verður stórt skref í þessu kerfi,“ segir Kristrún. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra eftir fundinn á Eyrarbakka en fangelsið á Litla Hrauni er fjölmennasti vinnustaðurinn í þorpinu með um 70 starfsmenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag starfa um 70 manns á Litla Hrauni en með nýju fangelsi mun starfsmönnum fjölga að minnsta kosti um 20 til 30 manns. Um 100 fangar verða í nýja fangelsinu en gert er ráð fyrir því að hægt verða að fjölga þeim í 128 á síðar.Aðsend
Árborg Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira