Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. apríl 2025 20:37 Nærmynd af mannsauganu sem getur numið ýmsa liti. Á því eru þó takmörk en stundum er hægt að blekkja augað til að sjá meira en það getur. Getty Vísindamenn segjast hafa uppgötvað nýjan blágrænan lit sem kallast „olo“ og ekkert auga hefur áður séð. Liturinn fékkst með því að skjóta laser-geisla inn í augu mennskra tilraunadýra og örva þannig frumur í sjónhimnum þeirra. BBC fjallar um uppgötvanirnar sem vísindamennirnir, sem eru frá Kaliforníuháskóla í Berkeley og UW Medicine, birtu uppgötvanir sínar í tímaritinu Science Advances á föstudag. Ren Ng, einn meðhöfunda rannsóknarinnar og prófessor við Kaliforníuháskóla, segir niðurstöðurnar „eftirtektarverðar“ og telur að þær geti þokað áfram rannsóknum á litblindu. Ng sagði í viðtali við Radio 4 á BBC að liturinn olo væri mettaðri (e. saturated) en „nokkur litur sem þú getur séð í raunheimum“. Styrkur litsins sé meiri nokkurs annars blágræns lits. Keilurnar örvaðar af geislum Rannsóknin fór þannig fram að laser-geisla var skotið inn í sjáaldur annars auga hvers þátttakanda í rannsókninni. Þátttakendurnir voru fimm talsins, fjórir karlar og ein kona, sem allir voru með eðlilega sjón. Af þessum fimm voru þrír meðhöfundar í greininni. Þátttakendurnir horfðu í rannsókninni inn í tæki sem kallast Oz og einkennist af speglum, laser-geislum og sjóntækjum. Oz hafði verið hannað af nokkrum vísindamannanna og var uppfært fyrir rannsóknina. Mynd af auganu og innri hlutum þess.Vísindavefurinn Sjónhimnan er ljósnæm himna í innanverðu auganum, með ljósnæmar frumur, keilur og stafi, sem skynja rafsegulbylgjur ljóss og breyta þeim í rafboð sem berast eftir sjóntaug til heila. Keilurnar í sjónhimnunni eru þrenns konar: S, M og L, sem stendur fyrir stuttar, miðlungs og langar. Hver þeirra nemur ólíkar bylgjulengdir blás, rauðs og græns litar. Í rannsókninni segir að í venjulegri sýn þá örvi ljós ekki bara M-keilur heldur einnig nálægar S- og L-keilur af því virkni þeirra skarast. Það sem rannsakendurnir gerður var að örva einungis M-keilur „sem í grundvallaratriðum sendir litmerki til heilans sem gerist aldrei í náttúrulegri sjón,“ segir í greininni. Það þýðir að liturinn olo er ekki sjáanlegur berum augum í raunheimum nema með hjálp ákveðinnar örvunar á keilum sjónhimnunnar. Nani með laser-geislann á enninu í leik með Manchester United fyrir mörgum árum. Þátttakendurnir fengu öðruvísi geisla í augaðGetty Deilt um uppgötvun nýs litar Einhverjir vísindamenn hafa þó efast um niðurstöðuna og segja hinn nýja lit frekar túlkunaratriði. John Barbur, prófessor við City St George's-háskóla í Lundúnum, sagði að þó rannsóknin væri „tæknilegt afrek“ í örvun ákveðinna keila þá væri hægt að deila um að í henni fælist uppgötvun nýs litar. Hann tók sem dæmi að ef rauðar L-keilur yrðu örvaðar í stórum stíl myndi fólk „skynja sterkan rauðan“ en skynjunin gæti breyst eftir breytingum á næmni rauðra keilna, ekki ólíkt því sem átti sér stað í rannsókninni. Prófessor Ng segir að það sé „vissulega mjög tæknilega flókið“ að sjá olo en rannsóknarteymið sé að skoða niðurstöðurnar til að komast að því hvaða þýðingu þær kynnu að hafa fyrir litblinda sem eiga erfitt með að greina á milli ákveðinna lita. Vísindi Bandaríkin Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
BBC fjallar um uppgötvanirnar sem vísindamennirnir, sem eru frá Kaliforníuháskóla í Berkeley og UW Medicine, birtu uppgötvanir sínar í tímaritinu Science Advances á föstudag. Ren Ng, einn meðhöfunda rannsóknarinnar og prófessor við Kaliforníuháskóla, segir niðurstöðurnar „eftirtektarverðar“ og telur að þær geti þokað áfram rannsóknum á litblindu. Ng sagði í viðtali við Radio 4 á BBC að liturinn olo væri mettaðri (e. saturated) en „nokkur litur sem þú getur séð í raunheimum“. Styrkur litsins sé meiri nokkurs annars blágræns lits. Keilurnar örvaðar af geislum Rannsóknin fór þannig fram að laser-geisla var skotið inn í sjáaldur annars auga hvers þátttakanda í rannsókninni. Þátttakendurnir voru fimm talsins, fjórir karlar og ein kona, sem allir voru með eðlilega sjón. Af þessum fimm voru þrír meðhöfundar í greininni. Þátttakendurnir horfðu í rannsókninni inn í tæki sem kallast Oz og einkennist af speglum, laser-geislum og sjóntækjum. Oz hafði verið hannað af nokkrum vísindamannanna og var uppfært fyrir rannsóknina. Mynd af auganu og innri hlutum þess.Vísindavefurinn Sjónhimnan er ljósnæm himna í innanverðu auganum, með ljósnæmar frumur, keilur og stafi, sem skynja rafsegulbylgjur ljóss og breyta þeim í rafboð sem berast eftir sjóntaug til heila. Keilurnar í sjónhimnunni eru þrenns konar: S, M og L, sem stendur fyrir stuttar, miðlungs og langar. Hver þeirra nemur ólíkar bylgjulengdir blás, rauðs og græns litar. Í rannsókninni segir að í venjulegri sýn þá örvi ljós ekki bara M-keilur heldur einnig nálægar S- og L-keilur af því virkni þeirra skarast. Það sem rannsakendurnir gerður var að örva einungis M-keilur „sem í grundvallaratriðum sendir litmerki til heilans sem gerist aldrei í náttúrulegri sjón,“ segir í greininni. Það þýðir að liturinn olo er ekki sjáanlegur berum augum í raunheimum nema með hjálp ákveðinnar örvunar á keilum sjónhimnunnar. Nani með laser-geislann á enninu í leik með Manchester United fyrir mörgum árum. Þátttakendurnir fengu öðruvísi geisla í augaðGetty Deilt um uppgötvun nýs litar Einhverjir vísindamenn hafa þó efast um niðurstöðuna og segja hinn nýja lit frekar túlkunaratriði. John Barbur, prófessor við City St George's-háskóla í Lundúnum, sagði að þó rannsóknin væri „tæknilegt afrek“ í örvun ákveðinna keila þá væri hægt að deila um að í henni fælist uppgötvun nýs litar. Hann tók sem dæmi að ef rauðar L-keilur yrðu örvaðar í stórum stíl myndi fólk „skynja sterkan rauðan“ en skynjunin gæti breyst eftir breytingum á næmni rauðra keilna, ekki ólíkt því sem átti sér stað í rannsókninni. Prófessor Ng segir að það sé „vissulega mjög tæknilega flókið“ að sjá olo en rannsóknarteymið sé að skoða niðurstöðurnar til að komast að því hvaða þýðingu þær kynnu að hafa fyrir litblinda sem eiga erfitt með að greina á milli ákveðinna lita.
Vísindi Bandaríkin Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira