Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2025 08:03 Ancelotti hefur stýrt Real frá árinu 2021 eftir að hafa stýrt liðinu frá 2013 til 2015. AP Photo/Manu Fernandez Carlo Ancelotti, þjálfari Spánar- og Evrópumeistara Real Madríd, segir engin illindi milli sín og forseta félagsins Florentino Pérez þrátt fyrir að Arsenal hafi slegið Real út í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vikunni. Arsenal fór illa með Real Madríd þegar liðin mættust í Meistaradeildinni. Unnu Skytturnar einvígið 5-1 samanlagt og segja má að leikmenn Real hafi aldrei séð til sólar í leikjunum tveimur. Þá hefur verið greint frá því að hinn 65 ára Ancelotti klári að öllum líkindum ekki tímabilið með Real. Á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Athletic Bilbao sem fram fer síðar í dag, Páskasunnudag, sagði Ancelotti að það væru engin illindi á milli hans og forsetans. „Við erum með sömu hugmyndir, það eru engin illindi. Hver sá sem sagði það er að ljúga. Forsetinn sýnir meiri ástúð á augnablikum sem þessum heldur en þegar við vinnum.“ „Meistaradeildin er mikilvægasta keppnin fyrir alla. Hún er mikilvægust í sögu Madríd. En það er ekki satt að aðrar keppnir skipti engu. Sannleikurinn er sá að fólk efast um allt í þessum heimi. Að efast um félag sem hefur unnið nærri 30 titla á undanförnum áratug er frekar skrítið að mínu mati.“ „Eina sem ég vil er að þakka öllum þessum leikmönnum því hér hef ég átt frábæran tíma og mun halda því áfram. Þessi leikmenn hafa gefið mér tækifærið til að vinna Meistaradeildina tvívegis á undanförnum árum.“ „ég hef talað við leikmennina og félagið. Allir á sama máli, við munum berjast um þá titla sem eftir eru,“ sagði Ancelotti jafnframt en Real Madríd er enn í harðri baráttu um spænska meistaratitilinn og komið í úrslit bikarkeppninnar. Samningur Ancelotti rennur út sumarið 2026 en hann hefur verið orðaður frá félaginu strax í þessum mánuði eða þá í sumar. Hann vildi þó ekki tjá sig um framtíðina. „Ég hef ekkert að segja. Eins og ég hef sagt áður, við munum ræða saman að leiktíðinni lokinni.“ Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Arsenal fór illa með Real Madríd þegar liðin mættust í Meistaradeildinni. Unnu Skytturnar einvígið 5-1 samanlagt og segja má að leikmenn Real hafi aldrei séð til sólar í leikjunum tveimur. Þá hefur verið greint frá því að hinn 65 ára Ancelotti klári að öllum líkindum ekki tímabilið með Real. Á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Athletic Bilbao sem fram fer síðar í dag, Páskasunnudag, sagði Ancelotti að það væru engin illindi á milli hans og forsetans. „Við erum með sömu hugmyndir, það eru engin illindi. Hver sá sem sagði það er að ljúga. Forsetinn sýnir meiri ástúð á augnablikum sem þessum heldur en þegar við vinnum.“ „Meistaradeildin er mikilvægasta keppnin fyrir alla. Hún er mikilvægust í sögu Madríd. En það er ekki satt að aðrar keppnir skipti engu. Sannleikurinn er sá að fólk efast um allt í þessum heimi. Að efast um félag sem hefur unnið nærri 30 titla á undanförnum áratug er frekar skrítið að mínu mati.“ „Eina sem ég vil er að þakka öllum þessum leikmönnum því hér hef ég átt frábæran tíma og mun halda því áfram. Þessi leikmenn hafa gefið mér tækifærið til að vinna Meistaradeildina tvívegis á undanförnum árum.“ „ég hef talað við leikmennina og félagið. Allir á sama máli, við munum berjast um þá titla sem eftir eru,“ sagði Ancelotti jafnframt en Real Madríd er enn í harðri baráttu um spænska meistaratitilinn og komið í úrslit bikarkeppninnar. Samningur Ancelotti rennur út sumarið 2026 en hann hefur verið orðaður frá félaginu strax í þessum mánuði eða þá í sumar. Hann vildi þó ekki tjá sig um framtíðina. „Ég hef ekkert að segja. Eins og ég hef sagt áður, við munum ræða saman að leiktíðinni lokinni.“
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn