Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2025 08:03 Ancelotti hefur stýrt Real frá árinu 2021 eftir að hafa stýrt liðinu frá 2013 til 2015. AP Photo/Manu Fernandez Carlo Ancelotti, þjálfari Spánar- og Evrópumeistara Real Madríd, segir engin illindi milli sín og forseta félagsins Florentino Pérez þrátt fyrir að Arsenal hafi slegið Real út í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vikunni. Arsenal fór illa með Real Madríd þegar liðin mættust í Meistaradeildinni. Unnu Skytturnar einvígið 5-1 samanlagt og segja má að leikmenn Real hafi aldrei séð til sólar í leikjunum tveimur. Þá hefur verið greint frá því að hinn 65 ára Ancelotti klári að öllum líkindum ekki tímabilið með Real. Á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Athletic Bilbao sem fram fer síðar í dag, Páskasunnudag, sagði Ancelotti að það væru engin illindi á milli hans og forsetans. „Við erum með sömu hugmyndir, það eru engin illindi. Hver sá sem sagði það er að ljúga. Forsetinn sýnir meiri ástúð á augnablikum sem þessum heldur en þegar við vinnum.“ „Meistaradeildin er mikilvægasta keppnin fyrir alla. Hún er mikilvægust í sögu Madríd. En það er ekki satt að aðrar keppnir skipti engu. Sannleikurinn er sá að fólk efast um allt í þessum heimi. Að efast um félag sem hefur unnið nærri 30 titla á undanförnum áratug er frekar skrítið að mínu mati.“ „Eina sem ég vil er að þakka öllum þessum leikmönnum því hér hef ég átt frábæran tíma og mun halda því áfram. Þessi leikmenn hafa gefið mér tækifærið til að vinna Meistaradeildina tvívegis á undanförnum árum.“ „ég hef talað við leikmennina og félagið. Allir á sama máli, við munum berjast um þá titla sem eftir eru,“ sagði Ancelotti jafnframt en Real Madríd er enn í harðri baráttu um spænska meistaratitilinn og komið í úrslit bikarkeppninnar. Samningur Ancelotti rennur út sumarið 2026 en hann hefur verið orðaður frá félaginu strax í þessum mánuði eða þá í sumar. Hann vildi þó ekki tjá sig um framtíðina. „Ég hef ekkert að segja. Eins og ég hef sagt áður, við munum ræða saman að leiktíðinni lokinni.“ Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Arsenal fór illa með Real Madríd þegar liðin mættust í Meistaradeildinni. Unnu Skytturnar einvígið 5-1 samanlagt og segja má að leikmenn Real hafi aldrei séð til sólar í leikjunum tveimur. Þá hefur verið greint frá því að hinn 65 ára Ancelotti klári að öllum líkindum ekki tímabilið með Real. Á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Athletic Bilbao sem fram fer síðar í dag, Páskasunnudag, sagði Ancelotti að það væru engin illindi á milli hans og forsetans. „Við erum með sömu hugmyndir, það eru engin illindi. Hver sá sem sagði það er að ljúga. Forsetinn sýnir meiri ástúð á augnablikum sem þessum heldur en þegar við vinnum.“ „Meistaradeildin er mikilvægasta keppnin fyrir alla. Hún er mikilvægust í sögu Madríd. En það er ekki satt að aðrar keppnir skipti engu. Sannleikurinn er sá að fólk efast um allt í þessum heimi. Að efast um félag sem hefur unnið nærri 30 titla á undanförnum áratug er frekar skrítið að mínu mati.“ „Eina sem ég vil er að þakka öllum þessum leikmönnum því hér hef ég átt frábæran tíma og mun halda því áfram. Þessi leikmenn hafa gefið mér tækifærið til að vinna Meistaradeildina tvívegis á undanförnum árum.“ „ég hef talað við leikmennina og félagið. Allir á sama máli, við munum berjast um þá titla sem eftir eru,“ sagði Ancelotti jafnframt en Real Madríd er enn í harðri baráttu um spænska meistaratitilinn og komið í úrslit bikarkeppninnar. Samningur Ancelotti rennur út sumarið 2026 en hann hefur verið orðaður frá félaginu strax í þessum mánuði eða þá í sumar. Hann vildi þó ekki tjá sig um framtíðina. „Ég hef ekkert að segja. Eins og ég hef sagt áður, við munum ræða saman að leiktíðinni lokinni.“
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira