Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2025 13:18 Drífa Snædal er talskona Stígamóta. Vísir/Egill Talskona Stígamóta segir áhyggjuefni ef hópnauðganamálum fari fjölgandi. Fjöldi mála komi aldrei upp á yfirborðið, meðal annars vegna þess að brotaþolar treysti ekki kerfinu. Það sem af er ári hafa sex kynferðisbrotamál þar sem gerendur eru tveir eða fleiri komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hefur tekið eftir aukningu á þessum hópnauðganamálum, en í fyrra var tilkynnt um tíu slíkar. Árið þar áður voru þær sex á öllu landinu. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir mörg málanna ekki tilkynnt til lögreglu, og einnig sum sem koma aldrei á yfirborðið. „Það er sérstakt áhyggjuefni að kerfið virðist ekki grípa það fólk, þá sérstaklega þær konur, sem verða fyrir ofbeldisglæpum. Það er einhvernveginn ekki hannað til þess. Það er skortur á trausti til þess að fá réttlæti í gegnum kerfið. Það er sjálfstætt vandamál og eitthvað sem við erum að reyna að vera í samtali við kerfið um, hvernig við getum byggt upp vinnubrögð og traust sem verða til þess að fólk geti sótt réttlæti í gegnum kerfið,“ segir Drífa. Það sé stórt skref að fara af stað í kæruferli. „Kæruferlið getur tekið mjög mikið á. Fyrstu viðbrögð eru því miður oft þannig að þú viljir gleyma þessu og ætlir að komast í gegnum þetta. Bíta á jaxlinn. Síðan kemur í ljós kannski seinna að þetta sé aðeins flóknara,“ segir Drífa. Hópnauðganir, líkt og önnur kynferðisbrot, hafa gríðarleg áhrif á brotaþola. „Það er skömm, vanmáttarkennd, kvíði. Við höfum listað afleiðingarnar í gegnum árin. Þetta er alltaf eins. Sjálfsásakanir, brýtur niður sjálfstraust og hefur gríðarleg áhrif á lífsgæði. Þetta getur haft varanlegar afleiðingar á samskipti við annað fólk, varanleg áhrif á traust,“ segir Drífa. Hún segir áhyggjuefni ef málunum fer fjölgandi. „Það er kannski ágætt að við förum að gera okkur grein fyrir því hversu alvarlegar afleiðingar kynferðisbrot hafa,“ segir Drífa. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Kynbundið ofbeldi Dómstólar Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Það sem af er ári hafa sex kynferðisbrotamál þar sem gerendur eru tveir eða fleiri komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hefur tekið eftir aukningu á þessum hópnauðganamálum, en í fyrra var tilkynnt um tíu slíkar. Árið þar áður voru þær sex á öllu landinu. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir mörg málanna ekki tilkynnt til lögreglu, og einnig sum sem koma aldrei á yfirborðið. „Það er sérstakt áhyggjuefni að kerfið virðist ekki grípa það fólk, þá sérstaklega þær konur, sem verða fyrir ofbeldisglæpum. Það er einhvernveginn ekki hannað til þess. Það er skortur á trausti til þess að fá réttlæti í gegnum kerfið. Það er sjálfstætt vandamál og eitthvað sem við erum að reyna að vera í samtali við kerfið um, hvernig við getum byggt upp vinnubrögð og traust sem verða til þess að fólk geti sótt réttlæti í gegnum kerfið,“ segir Drífa. Það sé stórt skref að fara af stað í kæruferli. „Kæruferlið getur tekið mjög mikið á. Fyrstu viðbrögð eru því miður oft þannig að þú viljir gleyma þessu og ætlir að komast í gegnum þetta. Bíta á jaxlinn. Síðan kemur í ljós kannski seinna að þetta sé aðeins flóknara,“ segir Drífa. Hópnauðganir, líkt og önnur kynferðisbrot, hafa gríðarleg áhrif á brotaþola. „Það er skömm, vanmáttarkennd, kvíði. Við höfum listað afleiðingarnar í gegnum árin. Þetta er alltaf eins. Sjálfsásakanir, brýtur niður sjálfstraust og hefur gríðarleg áhrif á lífsgæði. Þetta getur haft varanlegar afleiðingar á samskipti við annað fólk, varanleg áhrif á traust,“ segir Drífa. Hún segir áhyggjuefni ef málunum fer fjölgandi. „Það er kannski ágætt að við förum að gera okkur grein fyrir því hversu alvarlegar afleiðingar kynferðisbrot hafa,“ segir Drífa.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Kynbundið ofbeldi Dómstólar Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira