Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2025 13:18 Drífa Snædal er talskona Stígamóta. Vísir/Egill Talskona Stígamóta segir áhyggjuefni ef hópnauðganamálum fari fjölgandi. Fjöldi mála komi aldrei upp á yfirborðið, meðal annars vegna þess að brotaþolar treysti ekki kerfinu. Það sem af er ári hafa sex kynferðisbrotamál þar sem gerendur eru tveir eða fleiri komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hefur tekið eftir aukningu á þessum hópnauðganamálum, en í fyrra var tilkynnt um tíu slíkar. Árið þar áður voru þær sex á öllu landinu. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir mörg málanna ekki tilkynnt til lögreglu, og einnig sum sem koma aldrei á yfirborðið. „Það er sérstakt áhyggjuefni að kerfið virðist ekki grípa það fólk, þá sérstaklega þær konur, sem verða fyrir ofbeldisglæpum. Það er einhvernveginn ekki hannað til þess. Það er skortur á trausti til þess að fá réttlæti í gegnum kerfið. Það er sjálfstætt vandamál og eitthvað sem við erum að reyna að vera í samtali við kerfið um, hvernig við getum byggt upp vinnubrögð og traust sem verða til þess að fólk geti sótt réttlæti í gegnum kerfið,“ segir Drífa. Það sé stórt skref að fara af stað í kæruferli. „Kæruferlið getur tekið mjög mikið á. Fyrstu viðbrögð eru því miður oft þannig að þú viljir gleyma þessu og ætlir að komast í gegnum þetta. Bíta á jaxlinn. Síðan kemur í ljós kannski seinna að þetta sé aðeins flóknara,“ segir Drífa. Hópnauðganir, líkt og önnur kynferðisbrot, hafa gríðarleg áhrif á brotaþola. „Það er skömm, vanmáttarkennd, kvíði. Við höfum listað afleiðingarnar í gegnum árin. Þetta er alltaf eins. Sjálfsásakanir, brýtur niður sjálfstraust og hefur gríðarleg áhrif á lífsgæði. Þetta getur haft varanlegar afleiðingar á samskipti við annað fólk, varanleg áhrif á traust,“ segir Drífa. Hún segir áhyggjuefni ef málunum fer fjölgandi. „Það er kannski ágætt að við förum að gera okkur grein fyrir því hversu alvarlegar afleiðingar kynferðisbrot hafa,“ segir Drífa. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Kynbundið ofbeldi Dómstólar Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Það sem af er ári hafa sex kynferðisbrotamál þar sem gerendur eru tveir eða fleiri komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hefur tekið eftir aukningu á þessum hópnauðganamálum, en í fyrra var tilkynnt um tíu slíkar. Árið þar áður voru þær sex á öllu landinu. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir mörg málanna ekki tilkynnt til lögreglu, og einnig sum sem koma aldrei á yfirborðið. „Það er sérstakt áhyggjuefni að kerfið virðist ekki grípa það fólk, þá sérstaklega þær konur, sem verða fyrir ofbeldisglæpum. Það er einhvernveginn ekki hannað til þess. Það er skortur á trausti til þess að fá réttlæti í gegnum kerfið. Það er sjálfstætt vandamál og eitthvað sem við erum að reyna að vera í samtali við kerfið um, hvernig við getum byggt upp vinnubrögð og traust sem verða til þess að fólk geti sótt réttlæti í gegnum kerfið,“ segir Drífa. Það sé stórt skref að fara af stað í kæruferli. „Kæruferlið getur tekið mjög mikið á. Fyrstu viðbrögð eru því miður oft þannig að þú viljir gleyma þessu og ætlir að komast í gegnum þetta. Bíta á jaxlinn. Síðan kemur í ljós kannski seinna að þetta sé aðeins flóknara,“ segir Drífa. Hópnauðganir, líkt og önnur kynferðisbrot, hafa gríðarleg áhrif á brotaþola. „Það er skömm, vanmáttarkennd, kvíði. Við höfum listað afleiðingarnar í gegnum árin. Þetta er alltaf eins. Sjálfsásakanir, brýtur niður sjálfstraust og hefur gríðarleg áhrif á lífsgæði. Þetta getur haft varanlegar afleiðingar á samskipti við annað fólk, varanleg áhrif á traust,“ segir Drífa. Hún segir áhyggjuefni ef málunum fer fjölgandi. „Það er kannski ágætt að við förum að gera okkur grein fyrir því hversu alvarlegar afleiðingar kynferðisbrot hafa,“ segir Drífa.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Kynbundið ofbeldi Dómstólar Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira