Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2025 12:31 Patrick Berg var kampakátur eftir sigurinn á Lazio en komst svo að því að hann missir af fyrri leiknum við Tottenham út af gulum spjöldum. Getty/Giuseppe Maffia Ævintýri norska fótboltaliðsins Bodö/Glimt virðist engan enda ætla að taka og næst á dagskrá er einvígi við Tottenham. Það var þó mikið áfall fyrir leikmenn liðsins að uppgötva, í beinni útsendingu, að þeir hefðu misskilið reglur UEFA um gul spjöld og leikbönn. Bodö/Glimt mætir Tottenham í undanúrslitum Evrópudeildarinnar, eftir að hafa gert sér lítið fyrir og slegið Lazio út í vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum. Norska liðið er því búið að ná enn einum áfanganum en það þýðir að allir í kringum liðið eru jafnframt að læra á nýja hluti. Einn af þeim snýst um gul spjöld og leikbönn. Í Evrópudeildinni fara menn í bann ef þeir fá samtals þrjú gul spjöld, frá upphafi deildarkeppninnar og fram að undanúrslitum. Þess vegna verða Patrick Berg og Håkon Evjen í banni í fyrri leiknum við Tottenham, eftir gult spjald gegn Lazio á fimmtudaginn, auk þess sem Andreas Helmersen fékk rautt spjald og verður í banni. Berg og Evjen héldu hins vegar að þeir mættu fá gult spjald. Starfsfólk Bodö/Glimt skildi reglur UEFA nefnilega þannig að allt myndi strokast út fyrir undanúrslitin. Hið rétta er að 1-2 gul spjöld hreinsast vissulega út en hafi menn þá verið búnir að safna þremur spjöldum þurfa þeir að taka út eins leiks bann í undanúrslitunum. Var viss um að hann mætti fá gult spjald Þetta fékk Jostein Gundersen, leikmaður Bodö/Glimt, að heyra frá fréttamanninum Gunhild Toldnes í beinni útsendingu Viaplay í Rómarborg á fimmtudaginn. „Nú verða Berg, Evjen og Helmersen í banni,“ sagði Toldnes og Gundersen var greinilega brugðið: „Ertu að grínast? Ég var líka á hættusvæði en ég hélt að þetta myndi núllast út. Ertu alveg viss um þetta?“ svaraði Gundersen, búinn að fá allt aðrar upplýsingar frá starfsfólki Bodö/Glimt og vonaðist til að fréttamaðurinn færi með fleipur. Svo reyndist ekki vera. „Þá er ég ótrúlega vonsvikinn. Þetta er mikið svekkelsi en ég leyfi mér að brosa líka. Það veikir okkur að missa þessa menn en eins og alltaf þá er það liðið sem gerir þetta. Við brettum upp ermar og tökum með okkur hagstæð úrslit á Aspmyra,“ sagði Gundersen. „Ég spilaði alveg án þess að vera á bremsunni því ég hélt að ég væri ekki í neinni hættu. Þetta er leitt að heyra,“ bætti Gundersen við. Evrópudeild UEFA Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Sjá meira
Bodö/Glimt mætir Tottenham í undanúrslitum Evrópudeildarinnar, eftir að hafa gert sér lítið fyrir og slegið Lazio út í vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum. Norska liðið er því búið að ná enn einum áfanganum en það þýðir að allir í kringum liðið eru jafnframt að læra á nýja hluti. Einn af þeim snýst um gul spjöld og leikbönn. Í Evrópudeildinni fara menn í bann ef þeir fá samtals þrjú gul spjöld, frá upphafi deildarkeppninnar og fram að undanúrslitum. Þess vegna verða Patrick Berg og Håkon Evjen í banni í fyrri leiknum við Tottenham, eftir gult spjald gegn Lazio á fimmtudaginn, auk þess sem Andreas Helmersen fékk rautt spjald og verður í banni. Berg og Evjen héldu hins vegar að þeir mættu fá gult spjald. Starfsfólk Bodö/Glimt skildi reglur UEFA nefnilega þannig að allt myndi strokast út fyrir undanúrslitin. Hið rétta er að 1-2 gul spjöld hreinsast vissulega út en hafi menn þá verið búnir að safna þremur spjöldum þurfa þeir að taka út eins leiks bann í undanúrslitunum. Var viss um að hann mætti fá gult spjald Þetta fékk Jostein Gundersen, leikmaður Bodö/Glimt, að heyra frá fréttamanninum Gunhild Toldnes í beinni útsendingu Viaplay í Rómarborg á fimmtudaginn. „Nú verða Berg, Evjen og Helmersen í banni,“ sagði Toldnes og Gundersen var greinilega brugðið: „Ertu að grínast? Ég var líka á hættusvæði en ég hélt að þetta myndi núllast út. Ertu alveg viss um þetta?“ svaraði Gundersen, búinn að fá allt aðrar upplýsingar frá starfsfólki Bodö/Glimt og vonaðist til að fréttamaðurinn færi með fleipur. Svo reyndist ekki vera. „Þá er ég ótrúlega vonsvikinn. Þetta er mikið svekkelsi en ég leyfi mér að brosa líka. Það veikir okkur að missa þessa menn en eins og alltaf þá er það liðið sem gerir þetta. Við brettum upp ermar og tökum með okkur hagstæð úrslit á Aspmyra,“ sagði Gundersen. „Ég spilaði alveg án þess að vera á bremsunni því ég hélt að ég væri ekki í neinni hættu. Þetta er leitt að heyra,“ bætti Gundersen við.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Sjá meira