„Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2025 23:50 Flugvél flugfélagsins Mýflug en félagið dró verulega úr rekstri á dögunum. Skjáskot/Stöð 2 Flugmaður hjá flugfélaginu Mýflug gagnrýnir harðlega flókið og íþyngjandi umhverfi minni flugfélaga og segir það gera eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna. Gagnrýnin kemur í kjölfarið á umfjöllun Kveiks um flugrekstrarleyfi. Kveikur greindi frá því í gær að fjölmargar stofnanir og opinber hlutafélög hafi á undanförnum árum keypt flugferðir af aðilum sem ekki eru með flugrekstrarleyfi. Á Íslandi er óheimilt að selja flugferðir án þess að vera með slíkt leyfi. Axel Sölvason, sem var flugmaður hjá flugfélaginu Mýflug, skrifar í kvöld pistil á Facebooksíðu sinni þar sem hann fer yfir það sem hann vill meina að séu íþyngjandi reglur sem geri minni háttar flugstarfsemi erfitt fyrir. Á dögunum var greint frá því að Mýflug muni draga verulega úr rekstri og allir flugmenn félagsins láta af störfum. „Í dag er það orðið nánast ómögulegt fyrir einstakling eða lítinn hóp að stofna flugfélag án þess að hafa tugi milljóna til að eyða í leyfisvinnu, handbækur og innri gæðaeftirlit sem hefur lítið með raunverulegt flugöryggi að gera,“ skrifar Axel en hann hefur starfað í útsýnisflugi fyrir Mýflug Air í nokkur ár. „Hættuleg nálgun“ Hann segir það viðhorf, að flug sem ekki fer fram undir nafni stórra flugfélagi sé varasamt eða hættulegt, sé villandi nálgun en hann vísar þá til umfjöllunar Kveiks þar sem greint var frá að tvö flugslys hafi orðið á síðustu árum þar sem flugvélarnar voru án flugrekstrarleyfis. „Í báðum þeim slysum sátu atvinnuflugmenn með mikla reynslu við stýrið, þar á meðal einn sem starfaði sem flugmaður hjá einu af þessum stóru flugfélögum.“ Axel tíundar í pistli sínum kostnaðinn við að reka litla flugvél og segir að það sé ekki raunhæft fyrir minni aðila að fá flugrekstrarleyfi nema viðkomandi sé með tugmilljóna fjárfestingu og áratugalangan rekstrargrunn að baki. „Flugrekstrarleyfi á Íslandi krefst ekki aðeins um það bil 15 milljóna í startkostnað, heldur einnig árlegra eftirlitsgjalda, sérstaks starfsfólks í svokölluðum „post-holder“ stöðum, handbókagerðar og endalausra skýrsluskila. Þetta er í raun kerfi sem var hannað fyrir flugfélög eins og Lufthansa - ekki einstaklinga með Cessnu sem vilja fljúga með nokkra ferðamenn að skoða hálendið.“ Mátar kerfið við smábátaeigendur Þá segir Axel að ef tilgangur regluverksins sé að tryggja öryggi, þá sé kominn tími á að greina á milli stórrar atvinnustarfsemi og minni háttar farþegaflugs. „Þegar lögin verða það þung að almenn skynsemi og góður ásetningur dugar ekki lengur, þá fer fólk að leita hjáleiða. Og þegar kerfið býr þannig um hnútana að jafnvel heiðarlegustu aðilar gefast upp - eins og Mýflug nú gerir - þá eigum við að spyrja: Hver er tilgangur regluverksins?“ Þá ber hann stöðu flugmanna saman við smábátaeigendur og spyr hvað yrði sagt ef svipað kerfi yrði sett þar á. „Ef einhver á 5 manna bát og fer annað slagið með fólk í veiði fyrir smá aur, krefjumst við þá að hann uppfylli sömu skilyrði og skemmtiferðaskip með 4000 manns um borð?“ Fréttir af flugi Samgöngur Samkeppnismál Rekstur hins opinbera Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fullir í flugi Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Kveikur greindi frá því í gær að fjölmargar stofnanir og opinber hlutafélög hafi á undanförnum árum keypt flugferðir af aðilum sem ekki eru með flugrekstrarleyfi. Á Íslandi er óheimilt að selja flugferðir án þess að vera með slíkt leyfi. Axel Sölvason, sem var flugmaður hjá flugfélaginu Mýflug, skrifar í kvöld pistil á Facebooksíðu sinni þar sem hann fer yfir það sem hann vill meina að séu íþyngjandi reglur sem geri minni háttar flugstarfsemi erfitt fyrir. Á dögunum var greint frá því að Mýflug muni draga verulega úr rekstri og allir flugmenn félagsins láta af störfum. „Í dag er það orðið nánast ómögulegt fyrir einstakling eða lítinn hóp að stofna flugfélag án þess að hafa tugi milljóna til að eyða í leyfisvinnu, handbækur og innri gæðaeftirlit sem hefur lítið með raunverulegt flugöryggi að gera,“ skrifar Axel en hann hefur starfað í útsýnisflugi fyrir Mýflug Air í nokkur ár. „Hættuleg nálgun“ Hann segir það viðhorf, að flug sem ekki fer fram undir nafni stórra flugfélagi sé varasamt eða hættulegt, sé villandi nálgun en hann vísar þá til umfjöllunar Kveiks þar sem greint var frá að tvö flugslys hafi orðið á síðustu árum þar sem flugvélarnar voru án flugrekstrarleyfis. „Í báðum þeim slysum sátu atvinnuflugmenn með mikla reynslu við stýrið, þar á meðal einn sem starfaði sem flugmaður hjá einu af þessum stóru flugfélögum.“ Axel tíundar í pistli sínum kostnaðinn við að reka litla flugvél og segir að það sé ekki raunhæft fyrir minni aðila að fá flugrekstrarleyfi nema viðkomandi sé með tugmilljóna fjárfestingu og áratugalangan rekstrargrunn að baki. „Flugrekstrarleyfi á Íslandi krefst ekki aðeins um það bil 15 milljóna í startkostnað, heldur einnig árlegra eftirlitsgjalda, sérstaks starfsfólks í svokölluðum „post-holder“ stöðum, handbókagerðar og endalausra skýrsluskila. Þetta er í raun kerfi sem var hannað fyrir flugfélög eins og Lufthansa - ekki einstaklinga með Cessnu sem vilja fljúga með nokkra ferðamenn að skoða hálendið.“ Mátar kerfið við smábátaeigendur Þá segir Axel að ef tilgangur regluverksins sé að tryggja öryggi, þá sé kominn tími á að greina á milli stórrar atvinnustarfsemi og minni háttar farþegaflugs. „Þegar lögin verða það þung að almenn skynsemi og góður ásetningur dugar ekki lengur, þá fer fólk að leita hjáleiða. Og þegar kerfið býr þannig um hnútana að jafnvel heiðarlegustu aðilar gefast upp - eins og Mýflug nú gerir - þá eigum við að spyrja: Hver er tilgangur regluverksins?“ Þá ber hann stöðu flugmanna saman við smábátaeigendur og spyr hvað yrði sagt ef svipað kerfi yrði sett þar á. „Ef einhver á 5 manna bát og fer annað slagið með fólk í veiði fyrir smá aur, krefjumst við þá að hann uppfylli sömu skilyrði og skemmtiferðaskip með 4000 manns um borð?“
Fréttir af flugi Samgöngur Samkeppnismál Rekstur hins opinbera Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fullir í flugi Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira