Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. apríl 2025 19:45 Unnar Már Ástþórsson er aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir marktæka aukningu á tilkynningum um vasaþjófnað. Erlent þjófagengi náðist á myndband láta greipar sópa í skartgripabúð á Skólavörðustíg í gær. Unnar Már segir auk tveggja sem handteknir hefðu verið í höfuðborginni hefðu einstaklingar verið handteknir af lögreglunni á Suðurlandi fyrir að hafa stundað vasaþjófnað á ferðamannastöðum þar. Þeir tilheyri saman hópi og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu glími við þessa stundina. https://www.visir.is/g/20252715341d/tveir-galdra-menn-i-haldi Erfitt getur verið fyrir lögregluna að hafa hendur í hári þjófanna þar sem þeir koma gagngert til landsins til að stunda þessa iðju og hverfi af landi brott jafnskjótt. „Sumir komast úr landi án þess að við höfum afskipti af þeim hérna í höfuðborginni. Ég veit ekki alveg hvernig það er hjá öðrum lögregluembættum,“ segir Unnar. Auk þjófanna sem náðust á myndband í skartgripaversluninni Gullsmiðju og listmunahúsi Ófeigs barst fréttastofu einnig myndband af vasaþjófi seilast í vasa grandalauss ferðamanns við Strokk í Haukadal. „Þeir sækjast eftir skartgripum, peningum, greiðslukortum, tölvum, farsímum. Öllum þessum dýrmætu munum sem við erum með á okkur á ferðalögunum,“ segir Unnar. Hann brýnir það jafnframt fyrir fólki að láta ekki hugsanlega innbrotsþjófa vita af dvöl sinni erlendis. Það sé betur geymt til heimkomunnar að láta myndefni af ferðalögum á netið. Allt snúist þetta um að fara gætilega að. Unnar segir það mest skartgripaverslanir sem orðið hafi fyrir barði þjófanna í höfuðborginni en einnig verslanir sem sýsla með smá raftæki líkt og farsíma, heyrnartól og annað slíkt. Verslun Reykjavík Ferðaþjónusta Lögreglumál Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Unnar Már segir auk tveggja sem handteknir hefðu verið í höfuðborginni hefðu einstaklingar verið handteknir af lögreglunni á Suðurlandi fyrir að hafa stundað vasaþjófnað á ferðamannastöðum þar. Þeir tilheyri saman hópi og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu glími við þessa stundina. https://www.visir.is/g/20252715341d/tveir-galdra-menn-i-haldi Erfitt getur verið fyrir lögregluna að hafa hendur í hári þjófanna þar sem þeir koma gagngert til landsins til að stunda þessa iðju og hverfi af landi brott jafnskjótt. „Sumir komast úr landi án þess að við höfum afskipti af þeim hérna í höfuðborginni. Ég veit ekki alveg hvernig það er hjá öðrum lögregluembættum,“ segir Unnar. Auk þjófanna sem náðust á myndband í skartgripaversluninni Gullsmiðju og listmunahúsi Ófeigs barst fréttastofu einnig myndband af vasaþjófi seilast í vasa grandalauss ferðamanns við Strokk í Haukadal. „Þeir sækjast eftir skartgripum, peningum, greiðslukortum, tölvum, farsímum. Öllum þessum dýrmætu munum sem við erum með á okkur á ferðalögunum,“ segir Unnar. Hann brýnir það jafnframt fyrir fólki að láta ekki hugsanlega innbrotsþjófa vita af dvöl sinni erlendis. Það sé betur geymt til heimkomunnar að láta myndefni af ferðalögum á netið. Allt snúist þetta um að fara gætilega að. Unnar segir það mest skartgripaverslanir sem orðið hafi fyrir barði þjófanna í höfuðborginni en einnig verslanir sem sýsla með smá raftæki líkt og farsíma, heyrnartól og annað slíkt.
Verslun Reykjavík Ferðaþjónusta Lögreglumál Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira