Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. apríl 2025 23:52 Hollensk frjósemisfyrirtæki beygðu reglurnar eftir hentisemi sinni í áratugi. Getty Tugir hollenskra sæðisgjafa hafa feðrað að minnsta kosti 25 börn. Félag hollenskra kvensjúkdómalækna segir að í kjölfar þess að nýtt skráningarkerfi hafi verið tekið í gagnið hafi komið á daginn að frjósemisfyrirtæki hafi verið að brjóta lög um sæðisgjöf í áratugi. Félagið segir að sumar frjósemisklíníkurnar hafi vísvitandi notað sama sæðisskammtinn allt að 25 sinnum, skipt sæðisskömmtum út án tilskilinnar pappírsvinnu og upplýsts samþykkis gjafans, auk þess að leyfa sama gjafanum að gefa sæði á mörgum frjósemisstofum. Fulltrúar félagsins ræddu við hollenska fréttaþáttinn Nieuwsuur í kvöld. „Tala svokallaðra „fjöldagjafa“ ætti að vera núll. Fyrir hönd stéttarinnar allar, viljum við biðjast afsökunar. Við bárum okkur ekki að eins og við hefðum átt að gera,“ segir Marieke Schoonenberg kvensjúkdómalæknir. Í Hollandi kveða lög á um að sæðisgjafi megi ekki feðra fleiri börn en 12 en áður fyrr var miðað við 25. Með þeim er reynt að koma í veg fyrir óvænt sifjaspell. Lögin tóku gildi árið 1992 en vegna strangra persónuverndalaga hefur reynst erfitt að framfylgja þeim samkvæmt umfjöllun breska miðilsins Guardian. Vegna þessara erfiðleika var ákveðið að koma skyldi upp skráningarkerfi sæðisgjafa og mæðra barna sæðisgjafa sem átti að tryggja það að sæði sama gjafa yrði ekki notað við fleiri en tólf getnaði. Það kerfi var ekki tekið í gagnið fyrr en í þessum mánuði. „Fyrir vikið vitum við fyrst nú nákvæman fjölda barna sem hver gjafi hefur feðrað,“ segir Marieke en samkvæmt gagnagrunninum eru að minnsta kosti 85 manns sem feðrað hafa 25 eða fleiri börn. Flestir sæðisgjafarnir hafa feðrað á bilinu 26 til 40 börn en allnokkrir á bilinu 50 til 75. Þeirra á meðal eru einnig tíu frjósemislæknar sem hafa notað eigið sæði til að feðra tugi barna í trássi við lög og almennt siðferði. Sá sæðisgjafi sem feðrað hefur flest börn að því er vitað er er einn Jonathan Jacob Meijer. Hann hefur feðrað 550 börn hið minnsta um víða veröld en á annað hundrað þeirra voru feðruð á hollenskum frjósemisklíníkum. Um hann framleiddi Netflix heimildamynd sem ber hið lýsandi nafn: „Maðurinn sem á þúsund börn.“ Frjósemi Holland Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Félagið segir að sumar frjósemisklíníkurnar hafi vísvitandi notað sama sæðisskammtinn allt að 25 sinnum, skipt sæðisskömmtum út án tilskilinnar pappírsvinnu og upplýsts samþykkis gjafans, auk þess að leyfa sama gjafanum að gefa sæði á mörgum frjósemisstofum. Fulltrúar félagsins ræddu við hollenska fréttaþáttinn Nieuwsuur í kvöld. „Tala svokallaðra „fjöldagjafa“ ætti að vera núll. Fyrir hönd stéttarinnar allar, viljum við biðjast afsökunar. Við bárum okkur ekki að eins og við hefðum átt að gera,“ segir Marieke Schoonenberg kvensjúkdómalæknir. Í Hollandi kveða lög á um að sæðisgjafi megi ekki feðra fleiri börn en 12 en áður fyrr var miðað við 25. Með þeim er reynt að koma í veg fyrir óvænt sifjaspell. Lögin tóku gildi árið 1992 en vegna strangra persónuverndalaga hefur reynst erfitt að framfylgja þeim samkvæmt umfjöllun breska miðilsins Guardian. Vegna þessara erfiðleika var ákveðið að koma skyldi upp skráningarkerfi sæðisgjafa og mæðra barna sæðisgjafa sem átti að tryggja það að sæði sama gjafa yrði ekki notað við fleiri en tólf getnaði. Það kerfi var ekki tekið í gagnið fyrr en í þessum mánuði. „Fyrir vikið vitum við fyrst nú nákvæman fjölda barna sem hver gjafi hefur feðrað,“ segir Marieke en samkvæmt gagnagrunninum eru að minnsta kosti 85 manns sem feðrað hafa 25 eða fleiri börn. Flestir sæðisgjafarnir hafa feðrað á bilinu 26 til 40 börn en allnokkrir á bilinu 50 til 75. Þeirra á meðal eru einnig tíu frjósemislæknar sem hafa notað eigið sæði til að feðra tugi barna í trássi við lög og almennt siðferði. Sá sæðisgjafi sem feðrað hefur flest börn að því er vitað er er einn Jonathan Jacob Meijer. Hann hefur feðrað 550 börn hið minnsta um víða veröld en á annað hundrað þeirra voru feðruð á hollenskum frjósemisklíníkum. Um hann framleiddi Netflix heimildamynd sem ber hið lýsandi nafn: „Maðurinn sem á þúsund börn.“
Frjósemi Holland Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira