Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2025 23:18 Yfirdýralæknir segir MAST sinna víðtæku eftirliti með blóðmerahaldi en ekki geta fylgst með hverri einustu blóðtöku á hverri einustu hryssu. Samsett Þóra Jóhanna Jónasdóttir yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, MAST, segir rannsókn stofnunarinnar á illri meðferð á hryssum í blóðmerahaldi lokið. Við skoðun stofnunarinnar hafi fundist alvarlegt frávik en að í flestum tilfellum hafi verið um einn sama einstaklinginn að ræða. Búið sé að koma í veg fyrir að þessi aðili komi að meðferð hrossa aftur. Þóra Jóhanna fór yfir málið í Reykjavík síðdegis í dag en fjallað var um illa meðferð hryssa í fréttum í gær. MAST sendi frá sér tilkynningu um málið en Dýraverndunarsamband Íslands tilkynnti einnig að samtökin ætluðu, ásamt tveimur erlendum samtökum, að kæra illa meðferð hryssa í blóðmerahaldi til lögreglunnar. Þóra segir markmið stjórnvalda að hindra að ill meðferð endurtaki sig og stofnunin telji að með því að fjarlægja þennan eina aðila sé fyrirtækið búið að gera það. Hún segir blóðmerahald þá starfsemi sem MAST hafi einna mest eftirlit með. Það hafi til dæmis verið farið í eftirlit á öll bú þar sem er blóðmerahald. Eftirlitið sé ekki tilkynnt fyrir fram en eftirlitsfólk MAST geti ekki horft á hverja einustu blóðtöku á hverri einustu hryssu yfir allt sumarið. Þóra segir alveg skýrt að ábyrgð á velferð dýranna sé hjá ábyrgðarmanni hvers dýrs og að það sé á ábyrgð fyrirtækis sem fær leyfi til blóðtöku að hún sé framkvæmd eftir reglum. „Svo er ábyrgð allra þeirra sem eru á svæðinu og horfa á. Ef þeir verða varir við að það sé ekki farið eftir reglugerðum, lögum um velferð dýra, eða verklagsreglum sem fyrirtækinu hefur verið sett, þá ber þeim að tilkynna það til stofnunarinnar og þá er tekið á þeim málum.“ Mega ekki beita harðari refsingum en þörf er á Þóra segir heimild til að refsa vegna illrar meðferðar á dýrum en stjórnvöldum sé gert að beita ekki harðari refsingum en þarf til að ná markmiði. Það sé stundum verið að beita refsingum í forvarnarskyni en í alvarlegustu málunum séu þau kærð til lögreglu en lögregla hafi þurft að fella niður rannsókn, þó málin séu alvarleg. Þóra segir hægt að beita vörslusviptingu og öðrum úrræðum sem öll miði að því að koma í veg fyrir frekari illa meðferð. Þóra segir það á ábyrgð umráðamanns dýrs að tryggja að dýrið geti tekið þátt í blóðtöku og verið rólegt á meðan. Það sé hægt að venja hrossin og því sé skylt samkvæmt reglugerð að þjálfa hross til að þola það álag sem er ætlast til af þeim. Hún segir það ekki hlutverk Matvælastofnunar að meta hvaða starfsemi með dýr er leyfileg og hvaða starfsemi er bönnuð. Það sé hlutverk stofnunarinnar að tryggja velferð og fara með eftirlit. Hún segir stofnuninni berast árlega hundruð ábendinga og tilkynninga um dýraníð. Þeim hafi farið fjölgandi og stofnunin telji afar mikilvægt að fólk haldi áfram að gera það. Stundum séu margir að senda vegna sama atviks þannig atvikin séu líklega ekki jafn mörg og tilkynningarnar. Blóðmerahald Hestar Dýraheilbrigði Reykjavík síðdegis Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Matvælastofnun, MAST, hefur lokið athugun sinni á meintri illri meðferð hryssa við blóðtöku á bæ á Íslandi. Stofnunin metur að á einum bæ á Íslandi hafi komið fram alvarleg frávik varðandi meðferð og umgengni við hryssur við blóðtöku. 9. apríl 2025 19:07 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
Þóra Jóhanna fór yfir málið í Reykjavík síðdegis í dag en fjallað var um illa meðferð hryssa í fréttum í gær. MAST sendi frá sér tilkynningu um málið en Dýraverndunarsamband Íslands tilkynnti einnig að samtökin ætluðu, ásamt tveimur erlendum samtökum, að kæra illa meðferð hryssa í blóðmerahaldi til lögreglunnar. Þóra segir markmið stjórnvalda að hindra að ill meðferð endurtaki sig og stofnunin telji að með því að fjarlægja þennan eina aðila sé fyrirtækið búið að gera það. Hún segir blóðmerahald þá starfsemi sem MAST hafi einna mest eftirlit með. Það hafi til dæmis verið farið í eftirlit á öll bú þar sem er blóðmerahald. Eftirlitið sé ekki tilkynnt fyrir fram en eftirlitsfólk MAST geti ekki horft á hverja einustu blóðtöku á hverri einustu hryssu yfir allt sumarið. Þóra segir alveg skýrt að ábyrgð á velferð dýranna sé hjá ábyrgðarmanni hvers dýrs og að það sé á ábyrgð fyrirtækis sem fær leyfi til blóðtöku að hún sé framkvæmd eftir reglum. „Svo er ábyrgð allra þeirra sem eru á svæðinu og horfa á. Ef þeir verða varir við að það sé ekki farið eftir reglugerðum, lögum um velferð dýra, eða verklagsreglum sem fyrirtækinu hefur verið sett, þá ber þeim að tilkynna það til stofnunarinnar og þá er tekið á þeim málum.“ Mega ekki beita harðari refsingum en þörf er á Þóra segir heimild til að refsa vegna illrar meðferðar á dýrum en stjórnvöldum sé gert að beita ekki harðari refsingum en þarf til að ná markmiði. Það sé stundum verið að beita refsingum í forvarnarskyni en í alvarlegustu málunum séu þau kærð til lögreglu en lögregla hafi þurft að fella niður rannsókn, þó málin séu alvarleg. Þóra segir hægt að beita vörslusviptingu og öðrum úrræðum sem öll miði að því að koma í veg fyrir frekari illa meðferð. Þóra segir það á ábyrgð umráðamanns dýrs að tryggja að dýrið geti tekið þátt í blóðtöku og verið rólegt á meðan. Það sé hægt að venja hrossin og því sé skylt samkvæmt reglugerð að þjálfa hross til að þola það álag sem er ætlast til af þeim. Hún segir það ekki hlutverk Matvælastofnunar að meta hvaða starfsemi með dýr er leyfileg og hvaða starfsemi er bönnuð. Það sé hlutverk stofnunarinnar að tryggja velferð og fara með eftirlit. Hún segir stofnuninni berast árlega hundruð ábendinga og tilkynninga um dýraníð. Þeim hafi farið fjölgandi og stofnunin telji afar mikilvægt að fólk haldi áfram að gera það. Stundum séu margir að senda vegna sama atviks þannig atvikin séu líklega ekki jafn mörg og tilkynningarnar.
Blóðmerahald Hestar Dýraheilbrigði Reykjavík síðdegis Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Matvælastofnun, MAST, hefur lokið athugun sinni á meintri illri meðferð hryssa við blóðtöku á bæ á Íslandi. Stofnunin metur að á einum bæ á Íslandi hafi komið fram alvarleg frávik varðandi meðferð og umgengni við hryssur við blóðtöku. 9. apríl 2025 19:07 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Matvælastofnun, MAST, hefur lokið athugun sinni á meintri illri meðferð hryssa við blóðtöku á bæ á Íslandi. Stofnunin metur að á einum bæ á Íslandi hafi komið fram alvarleg frávik varðandi meðferð og umgengni við hryssur við blóðtöku. 9. apríl 2025 19:07