Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. apríl 2025 21:00 Dóra Björt er formaður skipulagsráðs og borgarfulltrúi Pírata. Vísir/Einar Fregnir af umfangsmikilli uppbyggingu íbúðarhúsnæðis við andapollinn í Seljahverfi í Breiðholti eru stórlega ýktar. Þetta segir formaður umhverfis- og skipulagssviðs og að uppbyggingin sé á hugmyndastigi. Andapollurinn hefur um árabil verið ein þekktasta útivistarperla Seljahverfis. Hér hafa krakkar veitt síli og leikið sér á eyjunni í miðjum pollinum. Það supu því margir íbúar hveljur þegar fréttist af því að til stæði að byggja hundrað íbúðir í næsta nágrenni við pollinn. Greint var frá uppbyggingu 1.700 íbúða á sextán þéttingareitum í Breiðholti í vikunni og er einn þessara reita við andapollinn í Seljahverfi. Í vefsjá borgarinnar yfir uppbyggingarsvæði má hinsvegar sjá að svæðið er merkt sem þróunarsvæði. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður skipulagsráðs, segir að það þýði að deiluskipulagsferli sé ekki hafið. „Þróunarsvæði þýðir bara að það er ákveðið svæði sem hefur verið skilgreint í hverfisskipulagi sem eitthvað sem við gætum þróað áfram og kannski komið með uppbyggingu síðar meir. Það er ekki búið að ákveða að fara af stað með eitt né neitt og það yrði aldrei gert nema að undangengnu miklu samtali og samráði við íbúa.“ Svæðið hafi orðið að þróunarsvæði eftir samráð við íbúa en endanleg ákvörðun um skipulag yrði að sögn Dóru aldrei tekin án frekara samráðs og kynningu. Kynningarefnið geti verið ruglandi. „Við erum alltaf að reyna að bæta okkur. Við erum komin með kortasjá húsnæðisuppbyggingar sem er sannarlega stórt skref í þá átt að bæta upplýsingagjöf en hún getur líka verið ruglandi því það eru mörg hugtök eins og til dæmis þróunarsvæði og þar er kannski verið að varpa fram tölum sem eru ekki neitt sem er búið að staðfesta á neinum stað eða ekkert sem er komið af stað raunverulega.“ Vanda þurfi til verka Húsnæðisskortur sé í borginni og vill meirihlutinn veita fleirum tækifæri á að búa innan gróinna hverfa. Ljóst sé að svæði líkt og andapollurinn séu íbúum mjög kær og að vanda þurfi til verka. „Ég veit að fólki þykir mjög vænt um þennan andapoll og það skiptir fólkið miklu máli hvað gæti komið þarna þannig að við myndum að sjálfsögðu gera það byggt á miklu samráði og það er bara lögbundið í deiluskipulagsferli að við verðum að fara út og kynna hlutina vel. Við myndum líklega hefja ferlið og ganga lengra heldur en lögbundið samráð kveður á um.“ Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Tengdar fréttir Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fallið hefur verið frá hugmyndum um uppbyggingu um 75 til 100 íbúða við settjörnina í Seljahverfi í Breiðholti. 9. apríl 2025 06:57 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Andapollurinn hefur um árabil verið ein þekktasta útivistarperla Seljahverfis. Hér hafa krakkar veitt síli og leikið sér á eyjunni í miðjum pollinum. Það supu því margir íbúar hveljur þegar fréttist af því að til stæði að byggja hundrað íbúðir í næsta nágrenni við pollinn. Greint var frá uppbyggingu 1.700 íbúða á sextán þéttingareitum í Breiðholti í vikunni og er einn þessara reita við andapollinn í Seljahverfi. Í vefsjá borgarinnar yfir uppbyggingarsvæði má hinsvegar sjá að svæðið er merkt sem þróunarsvæði. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður skipulagsráðs, segir að það þýði að deiluskipulagsferli sé ekki hafið. „Þróunarsvæði þýðir bara að það er ákveðið svæði sem hefur verið skilgreint í hverfisskipulagi sem eitthvað sem við gætum þróað áfram og kannski komið með uppbyggingu síðar meir. Það er ekki búið að ákveða að fara af stað með eitt né neitt og það yrði aldrei gert nema að undangengnu miklu samtali og samráði við íbúa.“ Svæðið hafi orðið að þróunarsvæði eftir samráð við íbúa en endanleg ákvörðun um skipulag yrði að sögn Dóru aldrei tekin án frekara samráðs og kynningu. Kynningarefnið geti verið ruglandi. „Við erum alltaf að reyna að bæta okkur. Við erum komin með kortasjá húsnæðisuppbyggingar sem er sannarlega stórt skref í þá átt að bæta upplýsingagjöf en hún getur líka verið ruglandi því það eru mörg hugtök eins og til dæmis þróunarsvæði og þar er kannski verið að varpa fram tölum sem eru ekki neitt sem er búið að staðfesta á neinum stað eða ekkert sem er komið af stað raunverulega.“ Vanda þurfi til verka Húsnæðisskortur sé í borginni og vill meirihlutinn veita fleirum tækifæri á að búa innan gróinna hverfa. Ljóst sé að svæði líkt og andapollurinn séu íbúum mjög kær og að vanda þurfi til verka. „Ég veit að fólki þykir mjög vænt um þennan andapoll og það skiptir fólkið miklu máli hvað gæti komið þarna þannig að við myndum að sjálfsögðu gera það byggt á miklu samráði og það er bara lögbundið í deiluskipulagsferli að við verðum að fara út og kynna hlutina vel. Við myndum líklega hefja ferlið og ganga lengra heldur en lögbundið samráð kveður á um.“
Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Tengdar fréttir Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fallið hefur verið frá hugmyndum um uppbyggingu um 75 til 100 íbúða við settjörnina í Seljahverfi í Breiðholti. 9. apríl 2025 06:57 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fallið hefur verið frá hugmyndum um uppbyggingu um 75 til 100 íbúða við settjörnina í Seljahverfi í Breiðholti. 9. apríl 2025 06:57