Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. apríl 2025 21:00 Dóra Björt er formaður skipulagsráðs og borgarfulltrúi Pírata. Vísir/Einar Fregnir af umfangsmikilli uppbyggingu íbúðarhúsnæðis við andapollinn í Seljahverfi í Breiðholti eru stórlega ýktar. Þetta segir formaður umhverfis- og skipulagssviðs og að uppbyggingin sé á hugmyndastigi. Andapollurinn hefur um árabil verið ein þekktasta útivistarperla Seljahverfis. Hér hafa krakkar veitt síli og leikið sér á eyjunni í miðjum pollinum. Það supu því margir íbúar hveljur þegar fréttist af því að til stæði að byggja hundrað íbúðir í næsta nágrenni við pollinn. Greint var frá uppbyggingu 1.700 íbúða á sextán þéttingareitum í Breiðholti í vikunni og er einn þessara reita við andapollinn í Seljahverfi. Í vefsjá borgarinnar yfir uppbyggingarsvæði má hinsvegar sjá að svæðið er merkt sem þróunarsvæði. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður skipulagsráðs, segir að það þýði að deiluskipulagsferli sé ekki hafið. „Þróunarsvæði þýðir bara að það er ákveðið svæði sem hefur verið skilgreint í hverfisskipulagi sem eitthvað sem við gætum þróað áfram og kannski komið með uppbyggingu síðar meir. Það er ekki búið að ákveða að fara af stað með eitt né neitt og það yrði aldrei gert nema að undangengnu miklu samtali og samráði við íbúa.“ Svæðið hafi orðið að þróunarsvæði eftir samráð við íbúa en endanleg ákvörðun um skipulag yrði að sögn Dóru aldrei tekin án frekara samráðs og kynningu. Kynningarefnið geti verið ruglandi. „Við erum alltaf að reyna að bæta okkur. Við erum komin með kortasjá húsnæðisuppbyggingar sem er sannarlega stórt skref í þá átt að bæta upplýsingagjöf en hún getur líka verið ruglandi því það eru mörg hugtök eins og til dæmis þróunarsvæði og þar er kannski verið að varpa fram tölum sem eru ekki neitt sem er búið að staðfesta á neinum stað eða ekkert sem er komið af stað raunverulega.“ Vanda þurfi til verka Húsnæðisskortur sé í borginni og vill meirihlutinn veita fleirum tækifæri á að búa innan gróinna hverfa. Ljóst sé að svæði líkt og andapollurinn séu íbúum mjög kær og að vanda þurfi til verka. „Ég veit að fólki þykir mjög vænt um þennan andapoll og það skiptir fólkið miklu máli hvað gæti komið þarna þannig að við myndum að sjálfsögðu gera það byggt á miklu samráði og það er bara lögbundið í deiluskipulagsferli að við verðum að fara út og kynna hlutina vel. Við myndum líklega hefja ferlið og ganga lengra heldur en lögbundið samráð kveður á um.“ Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Tengdar fréttir Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fallið hefur verið frá hugmyndum um uppbyggingu um 75 til 100 íbúða við settjörnina í Seljahverfi í Breiðholti. 9. apríl 2025 06:57 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Andapollurinn hefur um árabil verið ein þekktasta útivistarperla Seljahverfis. Hér hafa krakkar veitt síli og leikið sér á eyjunni í miðjum pollinum. Það supu því margir íbúar hveljur þegar fréttist af því að til stæði að byggja hundrað íbúðir í næsta nágrenni við pollinn. Greint var frá uppbyggingu 1.700 íbúða á sextán þéttingareitum í Breiðholti í vikunni og er einn þessara reita við andapollinn í Seljahverfi. Í vefsjá borgarinnar yfir uppbyggingarsvæði má hinsvegar sjá að svæðið er merkt sem þróunarsvæði. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður skipulagsráðs, segir að það þýði að deiluskipulagsferli sé ekki hafið. „Þróunarsvæði þýðir bara að það er ákveðið svæði sem hefur verið skilgreint í hverfisskipulagi sem eitthvað sem við gætum þróað áfram og kannski komið með uppbyggingu síðar meir. Það er ekki búið að ákveða að fara af stað með eitt né neitt og það yrði aldrei gert nema að undangengnu miklu samtali og samráði við íbúa.“ Svæðið hafi orðið að þróunarsvæði eftir samráð við íbúa en endanleg ákvörðun um skipulag yrði að sögn Dóru aldrei tekin án frekara samráðs og kynningu. Kynningarefnið geti verið ruglandi. „Við erum alltaf að reyna að bæta okkur. Við erum komin með kortasjá húsnæðisuppbyggingar sem er sannarlega stórt skref í þá átt að bæta upplýsingagjöf en hún getur líka verið ruglandi því það eru mörg hugtök eins og til dæmis þróunarsvæði og þar er kannski verið að varpa fram tölum sem eru ekki neitt sem er búið að staðfesta á neinum stað eða ekkert sem er komið af stað raunverulega.“ Vanda þurfi til verka Húsnæðisskortur sé í borginni og vill meirihlutinn veita fleirum tækifæri á að búa innan gróinna hverfa. Ljóst sé að svæði líkt og andapollurinn séu íbúum mjög kær og að vanda þurfi til verka. „Ég veit að fólki þykir mjög vænt um þennan andapoll og það skiptir fólkið miklu máli hvað gæti komið þarna þannig að við myndum að sjálfsögðu gera það byggt á miklu samráði og það er bara lögbundið í deiluskipulagsferli að við verðum að fara út og kynna hlutina vel. Við myndum líklega hefja ferlið og ganga lengra heldur en lögbundið samráð kveður á um.“
Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Tengdar fréttir Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fallið hefur verið frá hugmyndum um uppbyggingu um 75 til 100 íbúða við settjörnina í Seljahverfi í Breiðholti. 9. apríl 2025 06:57 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fallið hefur verið frá hugmyndum um uppbyggingu um 75 til 100 íbúða við settjörnina í Seljahverfi í Breiðholti. 9. apríl 2025 06:57