Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2025 07:33 Það er óhætt að segja að Eric Cantona sé ekki aðdáandi þess sem er í gangi hjá Manchester Unted þessi misserin. Getty/Ash Donelon Manchester United goðsögnin Eric Cantona hefur ekki mikið álit á því sem er í gangi hjá hans gamla félagi eftir að Sir Jim Ratcliffe eignaðist hlut í félaginu. Ratcliffe hefur verið með niðurskurðarhnífinn á lofti og ekki einu sinni sjálfur Sir Alex Ferguson slapp við hann. „Síðan Ratcliffe kom þá eru stjórnendurnir að reyna að eyðileggja allt og þeir bera ekki virðingu fyrir einum eða neinum,“ sagði Eric Cantona á samkomu á vegum FC United of Manchester. Guardian segir frá. „Þeir ætla meira að segja að breyta leikvanginum. Sál félagsins og liðsins liggur ekki i leikmönnunum sjálfum. Hún liggur hját fólkinu í kringum leikmennina sem eru eins og stór fjölskylda,“ sagði Cantona. View this post on Instagram A post shared by Premier League (@premierleague) Ratcliffe er þessa dagana að losa sig við fleiri starfsmenn félagsins og hann hefur sagt upp 450 starfsmönnum hjá United. „Það er mjög mikilvægt að bera virðingu fyrir þessu góða fólki alveg eins og þú berð virðingu fyrir knattspyrnustjóranum og leikmönnunum. Síðan Ratcliffe kom þá hefur það verið algjörlega öfugt farið,“ sagði Cantona. „Hann vill ekki hafa Sir Alex Ferguson áfram sem sendiherra. Hann er meira en goðsögn og við verðum að finna sál félagsins aftur,“ sagði Cantona. „Að mínu mati þá glataði Arsenal sál sinni þegar félagið yfirgaf Highbury og ég er viss um að margir stuðningsmenn sakna Highbury. Það er eins og þú kemur í hús og finnur allt aðra orku. Getur þú ímyndað þér Liverpool spila á öðrum velli en Anfield? Það er óhugsandi. Ég tel að United geti spilað á öðrum leikvangi en Old Trafford,“ sagði Cantona. Cantona sagðist hafa boðið Ratcliffe aðstoð sína en að því hafi verið hafnað. „Þeim var alveg sama. Ég bað ekki um neitt en það er bara svo sorglegt að horfa upp á Manchester United í svona stöðu,“ sagði Cantona. „Ég styð United af þvi að ég elska þetta félag. Ef ég væri hins vegar að velja mér félag í dag þá myndi ég örugglega ekki velja United,“ sagði Cantona. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Enski boltinn Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
Ratcliffe hefur verið með niðurskurðarhnífinn á lofti og ekki einu sinni sjálfur Sir Alex Ferguson slapp við hann. „Síðan Ratcliffe kom þá eru stjórnendurnir að reyna að eyðileggja allt og þeir bera ekki virðingu fyrir einum eða neinum,“ sagði Eric Cantona á samkomu á vegum FC United of Manchester. Guardian segir frá. „Þeir ætla meira að segja að breyta leikvanginum. Sál félagsins og liðsins liggur ekki i leikmönnunum sjálfum. Hún liggur hját fólkinu í kringum leikmennina sem eru eins og stór fjölskylda,“ sagði Cantona. View this post on Instagram A post shared by Premier League (@premierleague) Ratcliffe er þessa dagana að losa sig við fleiri starfsmenn félagsins og hann hefur sagt upp 450 starfsmönnum hjá United. „Það er mjög mikilvægt að bera virðingu fyrir þessu góða fólki alveg eins og þú berð virðingu fyrir knattspyrnustjóranum og leikmönnunum. Síðan Ratcliffe kom þá hefur það verið algjörlega öfugt farið,“ sagði Cantona. „Hann vill ekki hafa Sir Alex Ferguson áfram sem sendiherra. Hann er meira en goðsögn og við verðum að finna sál félagsins aftur,“ sagði Cantona. „Að mínu mati þá glataði Arsenal sál sinni þegar félagið yfirgaf Highbury og ég er viss um að margir stuðningsmenn sakna Highbury. Það er eins og þú kemur í hús og finnur allt aðra orku. Getur þú ímyndað þér Liverpool spila á öðrum velli en Anfield? Það er óhugsandi. Ég tel að United geti spilað á öðrum leikvangi en Old Trafford,“ sagði Cantona. Cantona sagðist hafa boðið Ratcliffe aðstoð sína en að því hafi verið hafnað. „Þeim var alveg sama. Ég bað ekki um neitt en það er bara svo sorglegt að horfa upp á Manchester United í svona stöðu,“ sagði Cantona. „Ég styð United af þvi að ég elska þetta félag. Ef ég væri hins vegar að velja mér félag í dag þá myndi ég örugglega ekki velja United,“ sagði Cantona. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Enski boltinn Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn