Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2025 11:00 Per-Mathias Högmo og hans menn voru teknir í bakaríið af Sandefjord með Stefán Inga Sigurðarson fremstan í flokki. Samsett/Getty/Sandefjord Eftir að Stefán Ingi Sigurðarson hafði farið illa með lið Molde í fyrradag sá þjálfari Molde, Per-Mathias Högmo, sig tilneyddan til að greiða kröfu frá ósáttum stuðningsmanni. Stefán Ingi skoraði tvö fyrstu mörk Sandefjord sem vann frábæran 3-0 sigur gegn Molde á sunnudaginn, í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Mörkin hans og fleiri hápunkta úr leiknum má sjá hér að neðan. Eftir leikinn var einn aðdáanda Molde sem ferðast hafði á leikinn svo ósáttur að hann krafði Högmo um 3.000 norskar krónur, eða hátt í 40 þúsund íslenskar krónur. Þá kröfu kveðst þjálfarinn hafa greitt, eftir að hafa ráðfært sig við konuna sína. „Já, það passar. Þegar ég kom heim hafði ég fengið skilaboð frá stuðningsmanni sem var á leiknum, sem var allt annað en sáttur. Hann sendi mér greiðslukröfu á Vipps og þá sagði Hilde konan mín: „Þetta finnst mér að þú ættir að borga!““ sagði Högmo við TV 2 í Noregi. Eftir greiðsluna fylgdu strax fleiri kröfur en Högmo lét nægja að borga í þetta eina sinn. „Það komu þrjár kröfur í viðbót. En þetta var sú eina sem ég greiddi,“ sagði Högmo og hló. Högmo hafði meðal annars verið orðaður við íslenska landsliðið í vetur, án þess þó að KSÍ boðaði hann nokkru sinni í viðtal, áður en hann var ráðinn til Molde. Eftir að hafa komist í 16-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu og fallið þar naumlega úr keppni í mars hefur Molde nú tapað fyrstu tveimur deildarleikjunum undir hans stjórn og það án þess að skora mark. Norski boltinn Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Þruman skellti í lás og tók forystuna Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Sjá meira
Stefán Ingi skoraði tvö fyrstu mörk Sandefjord sem vann frábæran 3-0 sigur gegn Molde á sunnudaginn, í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Mörkin hans og fleiri hápunkta úr leiknum má sjá hér að neðan. Eftir leikinn var einn aðdáanda Molde sem ferðast hafði á leikinn svo ósáttur að hann krafði Högmo um 3.000 norskar krónur, eða hátt í 40 þúsund íslenskar krónur. Þá kröfu kveðst þjálfarinn hafa greitt, eftir að hafa ráðfært sig við konuna sína. „Já, það passar. Þegar ég kom heim hafði ég fengið skilaboð frá stuðningsmanni sem var á leiknum, sem var allt annað en sáttur. Hann sendi mér greiðslukröfu á Vipps og þá sagði Hilde konan mín: „Þetta finnst mér að þú ættir að borga!““ sagði Högmo við TV 2 í Noregi. Eftir greiðsluna fylgdu strax fleiri kröfur en Högmo lét nægja að borga í þetta eina sinn. „Það komu þrjár kröfur í viðbót. En þetta var sú eina sem ég greiddi,“ sagði Högmo og hló. Högmo hafði meðal annars verið orðaður við íslenska landsliðið í vetur, án þess þó að KSÍ boðaði hann nokkru sinni í viðtal, áður en hann var ráðinn til Molde. Eftir að hafa komist í 16-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu og fallið þar naumlega úr keppni í mars hefur Molde nú tapað fyrstu tveimur deildarleikjunum undir hans stjórn og það án þess að skora mark.
Norski boltinn Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Þruman skellti í lás og tók forystuna Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Sjá meira