Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. apríl 2025 10:16 Brot úr myndbandi þar sem sjá má sjúkrabíla Rauða hálfmánans með blikkandi ljós rétt áður en ísraelskir hermenn hófu skothríð á bílana. AP Ísraelsher viðurkennir að hermenn hans hafi gert mistök þegar þeir drápu fimmtán hjálparstarfsmenn í Gasa 23. mars. Ísraelsher hélt því fyrst fram að sjúkrabílalestin hefði ferðast „grunsamlega“ í myrkrinu án framljósa en myndefni af vettvangi afsannar það. Bílalestin samanstóð af sjúkrabílum Rauða hálfmánans, bíl frá Sameinuðu þjóðunum og slökkviliðsbíl frá palestínsku varnarsveitunum. Viðbragðsaðilum hafði borist tilkynning um særða einstaklinga og voru á leið á vettvang þegar ísraelski herinn hóf skothríð nærri Rafah. Ísraelski herinn (IDF) heldur því fram að sex sjúkraflutningamannanna séu tengdir Hamas en hafa ekki getað sýnt fram á sönnur þess efnis. Herinn viðurkennir að þeir hafi verið óvopnaðir þegar hermenn hófu skothríð á bílalestina. Lík hjálparstarfsmannanna fimmtán fundust grafin í grunnri gröf nærri flökum bifreiða þeirra á sunnanverðri Gasaströndinni í síðasta mánuði. Óhuggulegt myndefni af árásinni Einn hinna látnu tók atburðarásina upp á símann sinn og hefur New York Times birt myndbandið. Þar sést hvernig skothríðin hefst án aðvörunar þegar bílarnir beygja inn á veg rétt fyrir dögun. Myndbandið heldur áfram í meira en fimm mínútur og má þar heyra sjúkraflutningamanninn Refat Radwan biðja til Guðs meðan raddir ísraelskra hermanna nálgast bílinn. Horfa má á myndbandið hér að neðan. Talsmaður IDF sagði við blaðamenn á laugardagskvöld að hermennirnir hefðu skotið á bíl með þremur Hamas-liðum. Hjálparstarfsmenn voru á leið á vettvang til að hjálpa hinum særðu þegar eftirlitsmyndavélar úr lofti sáu bílalestina og tilkynntu hermönnunum á jörðu niðri að ferð hennar væri grunsamleg. Þegar sjúkrabílarnir stoppuðu við hlið bíls Hamas-liðanna sagði talsmaður IDF að hermennirnir hafi talið sér vera ógnað og því hafið skothríð. Samt benti ekkert til að hjálparstarfsmennirnir væru vopnaðir. Ísrael hefur viðurkennt að fyrri lýsingar sínar á því að bílarnir hafi nálgast með ljósin slökkt hafi verið rangar. Það hafi byggt á skýrslum hermannanna á vettvangi. Myndbandið sýnir að bílarnir hafi bæði verið vel merktir Rauða hálfmánanum og starfsmennirnir í skærum einkennisbúning. Eins enn saknað Ísraelsku hermennirnir grófu lík mannanna fimmtán í sandi en að sögn talsmanns IDF var það til að verja þau fyrir villtum dýrum. Bílarnir hafi svo verið færðir degi síðar og grafnir til að hreinsa veginn. Lík mannanna fundust ekki fyrr en viku síðar og þá fannst líka sími Refats Radwan sem innihélt myndefnið. Eins sjúkraflutningamannanna, Assaad al-Nassasra, er enn saknað. Munzer Abed, eini hjálparstarfsmaðurinn sem lifði af árásina, sagðist hafa séð ísraelska hermenn leiða hann af vettvangi með bundið fyrir augun. Ísraelsher hefur neitað því að mennirnir hafi verið handjárnaðir áður en þeir dóu og verið teknir af lífi í návígi, líkt og hefur verið haldið fram. Þá hefur Ísraelsher lofað ítarlegri rannsókn á atvikinu en Rauði hálfmáninn og önnur alþjóðleg samtök hafa kallað eftir því að gerð verði sjálfstæð óháð rannsókn á atvikinu. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Bílalestin samanstóð af sjúkrabílum Rauða hálfmánans, bíl frá Sameinuðu þjóðunum og slökkviliðsbíl frá palestínsku varnarsveitunum. Viðbragðsaðilum hafði borist tilkynning um særða einstaklinga og voru á leið á vettvang þegar ísraelski herinn hóf skothríð nærri Rafah. Ísraelski herinn (IDF) heldur því fram að sex sjúkraflutningamannanna séu tengdir Hamas en hafa ekki getað sýnt fram á sönnur þess efnis. Herinn viðurkennir að þeir hafi verið óvopnaðir þegar hermenn hófu skothríð á bílalestina. Lík hjálparstarfsmannanna fimmtán fundust grafin í grunnri gröf nærri flökum bifreiða þeirra á sunnanverðri Gasaströndinni í síðasta mánuði. Óhuggulegt myndefni af árásinni Einn hinna látnu tók atburðarásina upp á símann sinn og hefur New York Times birt myndbandið. Þar sést hvernig skothríðin hefst án aðvörunar þegar bílarnir beygja inn á veg rétt fyrir dögun. Myndbandið heldur áfram í meira en fimm mínútur og má þar heyra sjúkraflutningamanninn Refat Radwan biðja til Guðs meðan raddir ísraelskra hermanna nálgast bílinn. Horfa má á myndbandið hér að neðan. Talsmaður IDF sagði við blaðamenn á laugardagskvöld að hermennirnir hefðu skotið á bíl með þremur Hamas-liðum. Hjálparstarfsmenn voru á leið á vettvang til að hjálpa hinum særðu þegar eftirlitsmyndavélar úr lofti sáu bílalestina og tilkynntu hermönnunum á jörðu niðri að ferð hennar væri grunsamleg. Þegar sjúkrabílarnir stoppuðu við hlið bíls Hamas-liðanna sagði talsmaður IDF að hermennirnir hafi talið sér vera ógnað og því hafið skothríð. Samt benti ekkert til að hjálparstarfsmennirnir væru vopnaðir. Ísrael hefur viðurkennt að fyrri lýsingar sínar á því að bílarnir hafi nálgast með ljósin slökkt hafi verið rangar. Það hafi byggt á skýrslum hermannanna á vettvangi. Myndbandið sýnir að bílarnir hafi bæði verið vel merktir Rauða hálfmánanum og starfsmennirnir í skærum einkennisbúning. Eins enn saknað Ísraelsku hermennirnir grófu lík mannanna fimmtán í sandi en að sögn talsmanns IDF var það til að verja þau fyrir villtum dýrum. Bílarnir hafi svo verið færðir degi síðar og grafnir til að hreinsa veginn. Lík mannanna fundust ekki fyrr en viku síðar og þá fannst líka sími Refats Radwan sem innihélt myndefnið. Eins sjúkraflutningamannanna, Assaad al-Nassasra, er enn saknað. Munzer Abed, eini hjálparstarfsmaðurinn sem lifði af árásina, sagðist hafa séð ísraelska hermenn leiða hann af vettvangi með bundið fyrir augun. Ísraelsher hefur neitað því að mennirnir hafi verið handjárnaðir áður en þeir dóu og verið teknir af lífi í návígi, líkt og hefur verið haldið fram. Þá hefur Ísraelsher lofað ítarlegri rannsókn á atvikinu en Rauði hálfmáninn og önnur alþjóðleg samtök hafa kallað eftir því að gerð verði sjálfstæð óháð rannsókn á atvikinu.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira