Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. apríl 2025 20:04 Haraldur Þór Jónsson, oddviti ætlar ekki að hætta, sem formaður Veiðifélags Þjórsár en hér er hann staddur við Ölfusá á Selfossi með Selfosskirkju rétt hjá sér. Magnús Hlynur Hreiðarsson Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps sér ekkert athugavert við það að hann sitji nú beggja megin borðsins, sé oddviti og nú nýkjörin formaður Veiðifélags Þjórsár. Prestur sveitarinnar, sem á sæti í sveitarstjórn hefur farið fram á að oddvitinn segi nú þegar af sér, sem formaður veiðifélagsins Á fundi sveitarstjórnar Skeiða og Gnúpverjahrepps í vikunni upplýsti Haraldur Þór Jónsson, oddviti sveitarfélagsins að hann hafi verið kosinn nýr formaður Veiðifélags Þjórsár á aðalfundi nýlega. Þessar upplýsingar fóru illa í séra Axel Á. Njarðvík, sem situr í minni hluta sveitarstjórnar og lagði hann fram ítarlega bókun þar sem skorað er á Harald Þór að segja strax af sér, sem formaður veiðifélagsins því að hann geti "ekki bæði unnið með þeim einbeitta og fyrirliggjandi vilja að virkja Þjórsá við Hvamm, Holt og Urriðafoss og á sama tíma staðið vörð um lífríki laxastofnins í Þjórsá en veiðifélag Þjórsár sem hann er nú formaður í, hefur bent á það ítrekað að virkjunarframkvæmdir á téðum svæðum geti haft óafturkræf áhrif á gönguleiðir laxfiska og vistkerfi árinnar og þar með alla tilveru laxastofnsins", eins og segir orðrétt í bókun séra Axels. En ætlar Haraldur Þór að segja af sér, sem formaður Veiðifélags Þjórsár eða hvað? "Nei, það geri ég svo sannarlega ekki ráð fyrir. Ég tel að það sé mikilvægt að nýta krafta mína til þess að vinna ötullega fyrir veiðifélagið og félaga í veiðifélaginu". En fer það saman að vera oddviti og formaður veiðifélags? "Já, ég tel að það fari bara mjög vel saman", segir Haraldur Þór. Haraldur Þór segir að Landsvirkjun hafi komið með stórar mótvægisaðgerðir þegar virkjun í Þjórsár og veiði er annars vegar með byggingu Hvammsvirkjunar. En er þá Landsvirkjun komin í fiskeldi eða hvað ? "Nei, Landsvirkjun er svo sannarlega ekki komin í fiskeldi en hún hefur aftur á móti kostað gríðarlegum fjármunum í það að bæta lífríki hvort sem það er í Þjórsá eða annars staðar. Þeir hafa kostað til laxastiga og margt fleira," segir Haraldur Þór. Og hann spyr sig þessarar spurningar. "Á veiðifélagið að berjast á móti eða er kannski komin tími á að slíðra sverðin og vinna saman að ná bestum árangri fyrir lífríkið í Þjórsánni?" Axel Á. Njarðvíkur, prestur og fulltrúi í minnihluta sveitarstjórnar var með bókun á fundinum 2. apríl þar sem hann fer fram á að oddvitinn segi sig strax frá embætti formanns Veiðifélagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 120 manns eru félagar í Veiðifélagi Þjórsár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fundargerðin frá 2. apríl 2025 með bókun Axels Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Deilur um Hvammsvirkjun Lax Sveitarstjórnarmál Stangveiði Félagasamtök Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Á fundi sveitarstjórnar Skeiða og Gnúpverjahrepps í vikunni upplýsti Haraldur Þór Jónsson, oddviti sveitarfélagsins að hann hafi verið kosinn nýr formaður Veiðifélags Þjórsár á aðalfundi nýlega. Þessar upplýsingar fóru illa í séra Axel Á. Njarðvík, sem situr í minni hluta sveitarstjórnar og lagði hann fram ítarlega bókun þar sem skorað er á Harald Þór að segja strax af sér, sem formaður veiðifélagsins því að hann geti "ekki bæði unnið með þeim einbeitta og fyrirliggjandi vilja að virkja Þjórsá við Hvamm, Holt og Urriðafoss og á sama tíma staðið vörð um lífríki laxastofnins í Þjórsá en veiðifélag Þjórsár sem hann er nú formaður í, hefur bent á það ítrekað að virkjunarframkvæmdir á téðum svæðum geti haft óafturkræf áhrif á gönguleiðir laxfiska og vistkerfi árinnar og þar með alla tilveru laxastofnsins", eins og segir orðrétt í bókun séra Axels. En ætlar Haraldur Þór að segja af sér, sem formaður Veiðifélags Þjórsár eða hvað? "Nei, það geri ég svo sannarlega ekki ráð fyrir. Ég tel að það sé mikilvægt að nýta krafta mína til þess að vinna ötullega fyrir veiðifélagið og félaga í veiðifélaginu". En fer það saman að vera oddviti og formaður veiðifélags? "Já, ég tel að það fari bara mjög vel saman", segir Haraldur Þór. Haraldur Þór segir að Landsvirkjun hafi komið með stórar mótvægisaðgerðir þegar virkjun í Þjórsár og veiði er annars vegar með byggingu Hvammsvirkjunar. En er þá Landsvirkjun komin í fiskeldi eða hvað ? "Nei, Landsvirkjun er svo sannarlega ekki komin í fiskeldi en hún hefur aftur á móti kostað gríðarlegum fjármunum í það að bæta lífríki hvort sem það er í Þjórsá eða annars staðar. Þeir hafa kostað til laxastiga og margt fleira," segir Haraldur Þór. Og hann spyr sig þessarar spurningar. "Á veiðifélagið að berjast á móti eða er kannski komin tími á að slíðra sverðin og vinna saman að ná bestum árangri fyrir lífríkið í Þjórsánni?" Axel Á. Njarðvíkur, prestur og fulltrúi í minnihluta sveitarstjórnar var með bókun á fundinum 2. apríl þar sem hann fer fram á að oddvitinn segi sig strax frá embætti formanns Veiðifélagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 120 manns eru félagar í Veiðifélagi Þjórsár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fundargerðin frá 2. apríl 2025 með bókun Axels
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Deilur um Hvammsvirkjun Lax Sveitarstjórnarmál Stangveiði Félagasamtök Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira