Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. apríl 2025 13:23 Þorgerður Katrín ræðir hér við Marco Rubio. Með þeim eru David Lammy og Antonio Tajani, utanríkisráðherrar Bretlands og Ítalíu. AP/Jacquelyn Martin Utanríkisráðherra segir fyrstu samtöl sín við kollega sinn frá Bandaríkjunum lofa góðu. Öryggi á Norðurslóðum sé að færast ofar á forgangslista Atlantshafsbandalagsins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sótti fund með kollegum sínum úr NATÓ í Brussel. Um er að ræða fyrsta slíka fundinn sem Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sækir. „Mér fannst einkenna fundinn mikil samstaða. Að gera NATO sterkara, gera NATO þannig að það sé í stakk búið til þess að vera bæði með fælingarmátt en líka verja þjóðir bandalagsins,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. „Ég verð bara að vera einlæg. Mér fannst þetta vera betri fundur en ég vonaðist til.“ Ljóst sé að öll NATO-ríkin átti sig á mikilvægi bandalagsins. Evrópuríkin séu sjálf að átta sig Donald Trump Bandaríkjaforseti og stjórn hans hafa haft uppi háværar kröfur um að Evrópuríki leggi meira til bandalagsins. „En það er líka alveg skýrt af hálfu Evrópuríkjanna að þau eru ekki bara að fara eftir kröfum Bandaríkjanna. Þau eru mjög vel að átta sig á því sjálf að þau þurfa að auka verulega framlög til varnarmála. Það er ekki lengur verið að tala um tvö prósent af landsframleiðslu eða þrjú. Það er verið að tala fjögur til fimm prósent.“ Íslendingar séu einnig að auka við sín framlög. Átti óformlegt samtal við Rubio Þorgerður ræddi við Rubio á óformlegum fundi. Geturðu upplýst eitthvað um hvað fór ykkar á milli? „Það voru óformleg samtöl sem ég ætla kannski ekki að fara yfir, en þau lofa góðu. Fyrstu skrefin lofa góðu og undirstrika hversu mikilvæg góð samskipti þessara ríkja eru.“ Málefni Grænlands hafi ekki borið á góma, en öll ríki hafi verið sammála um að mesta ógnin stafaði frá Rússlandi, og að stuðningur við Úkraínu væri ótvíræður. „Norðurslóðir og öryggi varna á því svæði ... viðbrögð á svæðinu.“ Utanríkismál NATO Bandaríkin Grænland Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sótti fund með kollegum sínum úr NATÓ í Brussel. Um er að ræða fyrsta slíka fundinn sem Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sækir. „Mér fannst einkenna fundinn mikil samstaða. Að gera NATO sterkara, gera NATO þannig að það sé í stakk búið til þess að vera bæði með fælingarmátt en líka verja þjóðir bandalagsins,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. „Ég verð bara að vera einlæg. Mér fannst þetta vera betri fundur en ég vonaðist til.“ Ljóst sé að öll NATO-ríkin átti sig á mikilvægi bandalagsins. Evrópuríkin séu sjálf að átta sig Donald Trump Bandaríkjaforseti og stjórn hans hafa haft uppi háværar kröfur um að Evrópuríki leggi meira til bandalagsins. „En það er líka alveg skýrt af hálfu Evrópuríkjanna að þau eru ekki bara að fara eftir kröfum Bandaríkjanna. Þau eru mjög vel að átta sig á því sjálf að þau þurfa að auka verulega framlög til varnarmála. Það er ekki lengur verið að tala um tvö prósent af landsframleiðslu eða þrjú. Það er verið að tala fjögur til fimm prósent.“ Íslendingar séu einnig að auka við sín framlög. Átti óformlegt samtal við Rubio Þorgerður ræddi við Rubio á óformlegum fundi. Geturðu upplýst eitthvað um hvað fór ykkar á milli? „Það voru óformleg samtöl sem ég ætla kannski ekki að fara yfir, en þau lofa góðu. Fyrstu skrefin lofa góðu og undirstrika hversu mikilvæg góð samskipti þessara ríkja eru.“ Málefni Grænlands hafi ekki borið á góma, en öll ríki hafi verið sammála um að mesta ógnin stafaði frá Rússlandi, og að stuðningur við Úkraínu væri ótvíræður. „Norðurslóðir og öryggi varna á því svæði ... viðbrögð á svæðinu.“
Utanríkismál NATO Bandaríkin Grænland Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira