„Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2025 14:47 Ingibjörg Sigurðardóttir fagnar eftir að hafa skorað í síðasta landsleik Íslands; 3-2 tapi fyrir Frakklandi á útivelli. getty/Alex Nicodim Ingibjörg Sigurðardóttir kveðst stolt af því að bera fyrirliðabandið hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í næstu tveimur leikjum þess. Hún segist eflast með aukinni ábyrgð. Ingibjörg verður fyrirliði Íslands í leikjunum gegn Noregi og Sviss í Þjóðadeildinni. Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir er fjarri góðu gamni vegna meiðsla. „Tilfinningin er mjög góð og líka smá ógnvekjandi. En ég er bara spennt,“ sagði Ingibjörg á blaðamannafundi í Þróttaraheimilinu í dag. Ingibjörg hefur myndað fyrirliðateymi íslenska liðsins undanfarin misseri ásamt Glódísi og Selmu Sól Magnúsdóttur. „Þetta er mikilvægt og fyrir mér er þetta eitt það stærsta sem maður getur gert; að vera fyrirliði í landsliðinu. Og þess vegna tek ég þessu mjög alvarlega og vil gera það vel. En síðan finn ég enga pressu heldur,“ sagði Ingibjörg. „Ég er búin að vinna mjög þétt með Selmu og Glódísi lengi og við erum búnar að vinna vel saman sem teymi. Ég veit að ég þarf að vera akkúrat eins og ég er búin að vera síðustu mánuði og ár með landsliðinu. Þetta er mikill heiður og ég er mjög stolt af því.“ Ingibjörg segir að það sé stórt fyrir sig að vera fyrirliði landsliðsins. „Ég þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð og stýra og leiða hópinn. Þess vegna er þetta mjög stórt fyrir mig og ég er mjög spennt að sjá hvernig ég næ að tækla þetta og ég ætla að undirbúa mig vel fyrir það. Síðan er þetta líka stórt fyrir alla í kringum mig líka. Fjölskyldan er búin að fylgja mér mjög lengi þannig að þetta er örugglega stærra fyrir þau en mig sjálfa þannig ég er bara spennt fyrir þessu,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg er næstleikjahæst í íslenska hópnum með sjötíu landsleiki.getty/Alex Nicodim Grindvíkingurinn brá fyrir sig norsku á blaðamannafundinum enda lék hún þar í landi með Vålerenga og á norskan kærasta. Ingibjörg leikur í dag með Brøndby í Danmörku en hún gekk í raðir liðsins í september síðastliðnum. Leikur Íslands og Noregs fer fram á AVIS-velli Þróttar í Laugardalnum klukkan 16:45 á morgun. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur áhyggjur af stöðunni á Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir Evrópumótið í sumar. Hann segir að í versta falli gæti hún misst af mótinu. 3. apríl 2025 13:10 Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira
Ingibjörg verður fyrirliði Íslands í leikjunum gegn Noregi og Sviss í Þjóðadeildinni. Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir er fjarri góðu gamni vegna meiðsla. „Tilfinningin er mjög góð og líka smá ógnvekjandi. En ég er bara spennt,“ sagði Ingibjörg á blaðamannafundi í Þróttaraheimilinu í dag. Ingibjörg hefur myndað fyrirliðateymi íslenska liðsins undanfarin misseri ásamt Glódísi og Selmu Sól Magnúsdóttur. „Þetta er mikilvægt og fyrir mér er þetta eitt það stærsta sem maður getur gert; að vera fyrirliði í landsliðinu. Og þess vegna tek ég þessu mjög alvarlega og vil gera það vel. En síðan finn ég enga pressu heldur,“ sagði Ingibjörg. „Ég er búin að vinna mjög þétt með Selmu og Glódísi lengi og við erum búnar að vinna vel saman sem teymi. Ég veit að ég þarf að vera akkúrat eins og ég er búin að vera síðustu mánuði og ár með landsliðinu. Þetta er mikill heiður og ég er mjög stolt af því.“ Ingibjörg segir að það sé stórt fyrir sig að vera fyrirliði landsliðsins. „Ég þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð og stýra og leiða hópinn. Þess vegna er þetta mjög stórt fyrir mig og ég er mjög spennt að sjá hvernig ég næ að tækla þetta og ég ætla að undirbúa mig vel fyrir það. Síðan er þetta líka stórt fyrir alla í kringum mig líka. Fjölskyldan er búin að fylgja mér mjög lengi þannig að þetta er örugglega stærra fyrir þau en mig sjálfa þannig ég er bara spennt fyrir þessu,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg er næstleikjahæst í íslenska hópnum með sjötíu landsleiki.getty/Alex Nicodim Grindvíkingurinn brá fyrir sig norsku á blaðamannafundinum enda lék hún þar í landi með Vålerenga og á norskan kærasta. Ingibjörg leikur í dag með Brøndby í Danmörku en hún gekk í raðir liðsins í september síðastliðnum. Leikur Íslands og Noregs fer fram á AVIS-velli Þróttar í Laugardalnum klukkan 16:45 á morgun.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur áhyggjur af stöðunni á Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir Evrópumótið í sumar. Hann segir að í versta falli gæti hún misst af mótinu. 3. apríl 2025 13:10 Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira
Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur áhyggjur af stöðunni á Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir Evrópumótið í sumar. Hann segir að í versta falli gæti hún misst af mótinu. 3. apríl 2025 13:10