Lífið gott en ítalskan strembin Valur Páll Eiríksson skrifar 3. apríl 2025 09:31 Cecilía hefur fundið fjöl sína á Ítalíu. Image Photo Agency/Getty Images Cecilía Rán Rúnarsdóttir veit ekki hvað bíður hennar næsta vetur. Hún hefur fundið sig vel í Mílanó á Ítalíu og segir lífið einfaldara þegar hún spilar fótbolta reglulega. Cecilía hefur verið leikmaður Bayern Munchen í Þýskalandi frá árinu 2022 en fá tækifæri fengið í Bæjaralandi. Hún fór á lán til Inter Milan á Ítalíu síðasta sumar og hefur þar heldur betur fundið fjölina með sterku liði. Hún er nú komin hingað til lands fyrir komandi leiki Íslands í Þjóðadeild Evrópu og það ánægð eftir magnaðan endurkomusigur Inter á Juventus um helgina. Juventus dugði sigur fyrir titlinum og komst yfir á 88. mínútu en ótrúleg endurkoma heldur vonum Inter á lífi. „Ég er svona aðeins að ná mér niður núna. Þetta var rosalegur leikur. Það var loksins okkur í hag að við skorum mörk seint. Við höfum verið að missa mikið af stigum með því að fá á okkur mörk síðustu fimm mínúturnar. Þetta var mjög ljúft,“ segir Cecilía og bætir við: „Þetta var ótrúlega mikilvægt. Núna er fullur fókus á þessa síðustu fjóra leiki og vonandi getum við komist fyrir ofan þær.“ Ekki farin að huga að næsta tímabili Henni líkar vel við lífið á Norður-Ítalíu. „Mér hefur liðið ótrúlega vel. Það verður allt miklu betra þegar þú byrjar að spila. Lífið verður miklu betra. Þetta er ótrúlega ljúft. Ítalska lífið er aðeins léttara og einfaldara en í Þýskalandi. Það hefur verið gaman að spila hverja einustu helgi,“ segir Cecilía sem reynir sitt besta í að ná tökum á ítölskunni. Cecilía hefur unnið sér inn byrjunarliðssæti hjá Íslandi með frammistöðu sinni í Mílanó. Hér er hún í leiknum við Frakka í febrúar.Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images „Ítalskan kemur. Ég er í kennslu tvisvar í viku. Ég gæti ekki sagt þér neitt á ítölsku á núna. Hún kemur,“ segir Cecilía. Hún er láni á Ítalíu þar til í sumar og framhaldið óljóst. „Ég á eitt ár eftir á samningi hjá Bayern en ég hef enga hugmynd eins og staðan er núna. Það er fullur fókus á landsleikina og síðustu fjóra leiki í deildinni. Svo fer maður að skoða sín mál,“ segir Cecilía. Ná vel saman Cecilía er í harðri samkeppni við Telmu Ívarsdóttur og Fanney Ingu Birkisdóttur um markmannsstöðu Íslands en segir þær þrjár vinna vel saman. Cecilía spilaði fyrstu tvo leikina í Þjóðadeildinni en hefur verið á bekknum hjá landsliðinu síðustu misseri. Íslenska liðið er ekki á flæðiskeri statt þegar markvarðamálin eru annars vegar. Telma, Cecilía og Fanney ná þá vel saman.Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images Aðspurð hvort hún sé ekki harðákveðin í því að halda í byrjunarliðssætið segir hún: „Það er ekki undir mér komið en ég reyni að gera mitt besta þegar ég fæ tækifærið. Í mínu félagsliði, það er ótrúlega mikilvægt að spila vel þar. Ég geri bara mitt besta og vona að fái kallið áfram.“ „(Við erum) þrír hörkumarkmenn sem gera æfingarnar ótrúlega góðar. Við ýtum hvorri annarri. Þetta eru þrír mjög góðir markmenn en líka góðar manneskjur. Við erum allar mjög góðar vinkonur og þetta hefur gengið allt mjög vel,“ segir Cecilía. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Gott samstarf markvarðanna Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira
Cecilía hefur verið leikmaður Bayern Munchen í Þýskalandi frá árinu 2022 en fá tækifæri fengið í Bæjaralandi. Hún fór á lán til Inter Milan á Ítalíu síðasta sumar og hefur þar heldur betur fundið fjölina með sterku liði. Hún er nú komin hingað til lands fyrir komandi leiki Íslands í Þjóðadeild Evrópu og það ánægð eftir magnaðan endurkomusigur Inter á Juventus um helgina. Juventus dugði sigur fyrir titlinum og komst yfir á 88. mínútu en ótrúleg endurkoma heldur vonum Inter á lífi. „Ég er svona aðeins að ná mér niður núna. Þetta var rosalegur leikur. Það var loksins okkur í hag að við skorum mörk seint. Við höfum verið að missa mikið af stigum með því að fá á okkur mörk síðustu fimm mínúturnar. Þetta var mjög ljúft,“ segir Cecilía og bætir við: „Þetta var ótrúlega mikilvægt. Núna er fullur fókus á þessa síðustu fjóra leiki og vonandi getum við komist fyrir ofan þær.“ Ekki farin að huga að næsta tímabili Henni líkar vel við lífið á Norður-Ítalíu. „Mér hefur liðið ótrúlega vel. Það verður allt miklu betra þegar þú byrjar að spila. Lífið verður miklu betra. Þetta er ótrúlega ljúft. Ítalska lífið er aðeins léttara og einfaldara en í Þýskalandi. Það hefur verið gaman að spila hverja einustu helgi,“ segir Cecilía sem reynir sitt besta í að ná tökum á ítölskunni. Cecilía hefur unnið sér inn byrjunarliðssæti hjá Íslandi með frammistöðu sinni í Mílanó. Hér er hún í leiknum við Frakka í febrúar.Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images „Ítalskan kemur. Ég er í kennslu tvisvar í viku. Ég gæti ekki sagt þér neitt á ítölsku á núna. Hún kemur,“ segir Cecilía. Hún er láni á Ítalíu þar til í sumar og framhaldið óljóst. „Ég á eitt ár eftir á samningi hjá Bayern en ég hef enga hugmynd eins og staðan er núna. Það er fullur fókus á landsleikina og síðustu fjóra leiki í deildinni. Svo fer maður að skoða sín mál,“ segir Cecilía. Ná vel saman Cecilía er í harðri samkeppni við Telmu Ívarsdóttur og Fanney Ingu Birkisdóttur um markmannsstöðu Íslands en segir þær þrjár vinna vel saman. Cecilía spilaði fyrstu tvo leikina í Þjóðadeildinni en hefur verið á bekknum hjá landsliðinu síðustu misseri. Íslenska liðið er ekki á flæðiskeri statt þegar markvarðamálin eru annars vegar. Telma, Cecilía og Fanney ná þá vel saman.Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images Aðspurð hvort hún sé ekki harðákveðin í því að halda í byrjunarliðssætið segir hún: „Það er ekki undir mér komið en ég reyni að gera mitt besta þegar ég fæ tækifærið. Í mínu félagsliði, það er ótrúlega mikilvægt að spila vel þar. Ég geri bara mitt besta og vona að fái kallið áfram.“ „(Við erum) þrír hörkumarkmenn sem gera æfingarnar ótrúlega góðar. Við ýtum hvorri annarri. Þetta eru þrír mjög góðir markmenn en líka góðar manneskjur. Við erum allar mjög góðar vinkonur og þetta hefur gengið allt mjög vel,“ segir Cecilía. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Gott samstarf markvarðanna
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira