Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Valur Páll Eiríksson skrifar 2. apríl 2025 10:32 Þjóðverjinn tekur gjarnan fram stóra bjórinn þegar vel gengur. Markvörðurinn Jonas Kersken sturtar hér ofan í liðsfélaga sinn Felix Hagmann. Friso Gentsch/picture alliance via Getty Images Bikarævintýri Arminia Bielefeld í þýska fótboltanum heldur áfram. Liðið sló bikarmeistara Bayer Leverkusen úr leik í gærkvöld og er á leið í bikarúrslit í fyrsta skipti í sögu félagsins. Bielefeld leikur í þriðju efstu deild í Þýskalandi og getur munað fífil sinn fegurri. Það var síðast í efstu deild tímabilið 2021-22 en féll tvö ár í röð og lenti þá í 14. sæti þriðju deildar á síðustu leiktíð. Félagið keppist við Dynamo Dresden, Energie Cottbus og Saarbrucken um að komast í næst efstu deild. Í bikarkeppninni hefur liðinu gengið hreint ótrúlega. Liðið vann óvæntan 2-1 heimasigur á Bayer Leverkusen í gærkvöld til að tryggja sæti sitt í bikarúrslitunum þýsku. Margur hélt að ævintýrið væri á enda þegar Jonathan Tah veitti Leverkusen forystuna eftir 17 mínútna leik en Marius Wörl jafnaði skömmu síðar. Maximilian Grosser kom Bielefeld þá yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks og með skipulögðum varnarleik vörðust heimamenn öllum árásum ríkjandi Þýskalands- og bikarmeistara. Leverkusen er fjórða úrvalsdeildarliðið sem Bielefeld slær úr keppni í ár. Stuðningsfólk Bielefeld gat sannarlega fagnað vel í gær.Christof Koepsel/Getty Images Bielefeld vann B-deildarlið Hannover 96 í fyrstu umferðinni í ágúst, þegar það vann 2-0 sigur. Síðan þá hefur liðið mætt engu nema úrvalsdeildarliðum. Union Berlin vannst 2-0 í annarri umferð, Freiburg 3-1 í 16-liða úrslitum, Werder Bremen 2-1 í 8-liða úrslitum og nú síðast Bayer Leverkusen í gærkvöld. Patrik Schick var niðurlútur líkt og aðrir leikmenn Leverkusen.Friso Gentsch/picture alliance via Getty Images Bielefeld hefur því ekki beint verið heppið með drátt, að dragast gegn úrvalsdeildarliði í hverri umferð utan þeirrar fyrstu, en það hefur þó komið liðinu vel að fá alla leikina í keppninni á heimavelli. Alm-völlurinn hefur sannarlega reynst liðinu sem vígi í vetur. Ljóst er að næsti leikur í keppninni verður ekki á heimavelli og áhugavert að sjá hvernig Bielefeld vegnar í bikarúrslitum á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Andstæðingur liðsins verður annað hvort úrvalsdeildarliðanna Stuttgart eða RB Leipzig sem eigast við í undanúrslitum í kvöld. Mörkin úr sigri Bielefeld á Leverkusen í gær má sjá hér. Gleði, gleði!Christof Koepsel/Getty Images Þýski boltinn Fótbolti Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Sjá meira
Bielefeld leikur í þriðju efstu deild í Þýskalandi og getur munað fífil sinn fegurri. Það var síðast í efstu deild tímabilið 2021-22 en féll tvö ár í röð og lenti þá í 14. sæti þriðju deildar á síðustu leiktíð. Félagið keppist við Dynamo Dresden, Energie Cottbus og Saarbrucken um að komast í næst efstu deild. Í bikarkeppninni hefur liðinu gengið hreint ótrúlega. Liðið vann óvæntan 2-1 heimasigur á Bayer Leverkusen í gærkvöld til að tryggja sæti sitt í bikarúrslitunum þýsku. Margur hélt að ævintýrið væri á enda þegar Jonathan Tah veitti Leverkusen forystuna eftir 17 mínútna leik en Marius Wörl jafnaði skömmu síðar. Maximilian Grosser kom Bielefeld þá yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks og með skipulögðum varnarleik vörðust heimamenn öllum árásum ríkjandi Þýskalands- og bikarmeistara. Leverkusen er fjórða úrvalsdeildarliðið sem Bielefeld slær úr keppni í ár. Stuðningsfólk Bielefeld gat sannarlega fagnað vel í gær.Christof Koepsel/Getty Images Bielefeld vann B-deildarlið Hannover 96 í fyrstu umferðinni í ágúst, þegar það vann 2-0 sigur. Síðan þá hefur liðið mætt engu nema úrvalsdeildarliðum. Union Berlin vannst 2-0 í annarri umferð, Freiburg 3-1 í 16-liða úrslitum, Werder Bremen 2-1 í 8-liða úrslitum og nú síðast Bayer Leverkusen í gærkvöld. Patrik Schick var niðurlútur líkt og aðrir leikmenn Leverkusen.Friso Gentsch/picture alliance via Getty Images Bielefeld hefur því ekki beint verið heppið með drátt, að dragast gegn úrvalsdeildarliði í hverri umferð utan þeirrar fyrstu, en það hefur þó komið liðinu vel að fá alla leikina í keppninni á heimavelli. Alm-völlurinn hefur sannarlega reynst liðinu sem vígi í vetur. Ljóst er að næsti leikur í keppninni verður ekki á heimavelli og áhugavert að sjá hvernig Bielefeld vegnar í bikarúrslitum á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Andstæðingur liðsins verður annað hvort úrvalsdeildarliðanna Stuttgart eða RB Leipzig sem eigast við í undanúrslitum í kvöld. Mörkin úr sigri Bielefeld á Leverkusen í gær má sjá hér. Gleði, gleði!Christof Koepsel/Getty Images
Þýski boltinn Fótbolti Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Sjá meira