„Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. apríl 2025 16:00 Alexandra Jóhannsdóttir er klár í slaginn. Vísir/Einar Alexandra Jóhannsdóttir mætir í góðu formi til liðs við íslenska landsliðið fyrir komandi leiki við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni. Hún hefur byrjað vel á nýjum stað í Svíþjóð. Alexandra gekk í raðir Kristianstad í Svíþjóð frá Fiorentina á Ítalíu fyrir nýhafna leiktíð. Hún hefur farið vel af stað í upphafi leiktíðar. Alexandra lagði upp í fyrsta leik og skoraði í þeim næsta en Kristianstad er með þrjú stig eftir þá fyrstu tvo leiki í deildinni. Hún hefði þó fremur kosið sigur í fyrsta leiknum. Klippa: Alexandra vel stemmd „Þetta hefur byrjað ágætlega, hjá mér persónulega. En stoðsending í fyrsta leik gerir kannski ekki mikið ef þú vinnur ekki leikinn. Ég hefði frekar tekið sigurinn en stoðsendingu,“ segir Alexandra. Hún er liðsfélagi þeirra Kötlu Tryggvadóttur og Guðnýjar Árnadóttur hjá sænska liðinu og kann vel við að hafa aðra íslenska leikmenn með sér. „Mér líður ótrúlega vel. Það hafa allir komið mér rosalega vel inn í þetta og halda voðalega vel utan um mig. Íslendingarnir eru búnir að taka mig inn í fjölskylduna, þetta er rosalega gott. Þetta er svolítið fjölskylduumhverfi og maður finnur hvað Íslendingarnir standa vel saman og þétt við bakið á hvorum öðrum,“ segir Alexandra, sem hefur ekki haft íslenska liðsfélaga áður á tíma sínum í Þýskalandi og á Ítalíu. „Þetta er frábrugðið lífinu á Ítalíu og í Þýskalandi. Ég er ekki vön þessu. Ég er vön því að vera eini Íslendingurinn, með enga aðra í kringum mig, svo mér líður svolítið eins og ég sé heima,“ segir Alexandra. Ekkert vandamál að spila á Valbjarnarvelli Einhverjir leikmenn æfðu í gær á meðan aðrir fóru í ræktina eftir átök með félagsliði um helgina. Þá æfði allur hópurinn saman á Þróttarvelli í dag. „Hópurinn kom saman í gær og þeir sem voru kannski að spila minna æfðu í gær og svo fyrsta alvöru æfingin í dag. Það er flott æfing í dag, ég held að allir geti verið sammála um það, góð ákefð og góður fókus,“ segir Alexandra. Hún segir þá rótið á liðinu, sem spilar á heimavelli Þróttar í komandi leikjum, ekki hafa áhrif. „Nei, nei. Við höfum allar spilað á Íslandi og spilað á öllum þessum völlum hérna heima. Svo sjáum við Laugardalsvöllinn þarna hinu megin, okkur líður bara vel,“ segir Alexandra. Missir af Glódísi Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir mun ekki spila komandi leiki. Hún hefur aldrei misst úr landsleik vegna meiðsla og því eilítið sérstakt að mæta til leiks með landsliðinu og hún fjarverandi. „Jú, auðvitað. Það er svakalegur missir fyrir okkur, fyrirliðinn okkar og leiðtogi liðsins. Það bara gefur öðrum tækifæri til að stíga upp og taka við keflinu,“ segir Alexandra. Ísland er með eitt stig í Þjóðadeildinni eftir fyrstu tvo leikina við Sviss og Frakkland ytra í síðasta mánuði. Stefnan er að fjölga stigunum í komandi heimaleikjum við Noreg og Sviss. „Við hefðum viljað hafa náð í fleiri stig í síðasta glugga. En ef og hefði. Auðvitað förum við inn í leikinn á föstudaginn til að sækja þrjú stig. Við byrjum þar og sjáum svo með þriðjudaginn,“ segir Alexandra. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Alexandra gekk í raðir Kristianstad í Svíþjóð frá Fiorentina á Ítalíu fyrir nýhafna leiktíð. Hún hefur farið vel af stað í upphafi leiktíðar. Alexandra lagði upp í fyrsta leik og skoraði í þeim næsta en Kristianstad er með þrjú stig eftir þá fyrstu tvo leiki í deildinni. Hún hefði þó fremur kosið sigur í fyrsta leiknum. Klippa: Alexandra vel stemmd „Þetta hefur byrjað ágætlega, hjá mér persónulega. En stoðsending í fyrsta leik gerir kannski ekki mikið ef þú vinnur ekki leikinn. Ég hefði frekar tekið sigurinn en stoðsendingu,“ segir Alexandra. Hún er liðsfélagi þeirra Kötlu Tryggvadóttur og Guðnýjar Árnadóttur hjá sænska liðinu og kann vel við að hafa aðra íslenska leikmenn með sér. „Mér líður ótrúlega vel. Það hafa allir komið mér rosalega vel inn í þetta og halda voðalega vel utan um mig. Íslendingarnir eru búnir að taka mig inn í fjölskylduna, þetta er rosalega gott. Þetta er svolítið fjölskylduumhverfi og maður finnur hvað Íslendingarnir standa vel saman og þétt við bakið á hvorum öðrum,“ segir Alexandra, sem hefur ekki haft íslenska liðsfélaga áður á tíma sínum í Þýskalandi og á Ítalíu. „Þetta er frábrugðið lífinu á Ítalíu og í Þýskalandi. Ég er ekki vön þessu. Ég er vön því að vera eini Íslendingurinn, með enga aðra í kringum mig, svo mér líður svolítið eins og ég sé heima,“ segir Alexandra. Ekkert vandamál að spila á Valbjarnarvelli Einhverjir leikmenn æfðu í gær á meðan aðrir fóru í ræktina eftir átök með félagsliði um helgina. Þá æfði allur hópurinn saman á Þróttarvelli í dag. „Hópurinn kom saman í gær og þeir sem voru kannski að spila minna æfðu í gær og svo fyrsta alvöru æfingin í dag. Það er flott æfing í dag, ég held að allir geti verið sammála um það, góð ákefð og góður fókus,“ segir Alexandra. Hún segir þá rótið á liðinu, sem spilar á heimavelli Þróttar í komandi leikjum, ekki hafa áhrif. „Nei, nei. Við höfum allar spilað á Íslandi og spilað á öllum þessum völlum hérna heima. Svo sjáum við Laugardalsvöllinn þarna hinu megin, okkur líður bara vel,“ segir Alexandra. Missir af Glódísi Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir mun ekki spila komandi leiki. Hún hefur aldrei misst úr landsleik vegna meiðsla og því eilítið sérstakt að mæta til leiks með landsliðinu og hún fjarverandi. „Jú, auðvitað. Það er svakalegur missir fyrir okkur, fyrirliðinn okkar og leiðtogi liðsins. Það bara gefur öðrum tækifæri til að stíga upp og taka við keflinu,“ segir Alexandra. Ísland er með eitt stig í Þjóðadeildinni eftir fyrstu tvo leikina við Sviss og Frakkland ytra í síðasta mánuði. Stefnan er að fjölga stigunum í komandi heimaleikjum við Noreg og Sviss. „Við hefðum viljað hafa náð í fleiri stig í síðasta glugga. En ef og hefði. Auðvitað förum við inn í leikinn á föstudaginn til að sækja þrjú stig. Við byrjum þar og sjáum svo með þriðjudaginn,“ segir Alexandra. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira