„Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Árni Sæberg skrifar 1. apríl 2025 12:41 Kristín Jónsdóttir er hópstjóri náttúruvárhóps Veðurstofu Íslands. Vísir/Einar Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruváreftirlits Veðurstofu Íslands, segir eldgosið sem hófst í morgun hafa komið upp á ákaflega óheppilegum stað. Aftur á móti sé heppilegt að kvikan hafi dreift sér um langa sprungu og því sé gosið rólegt. Kristín ræddi stöðu mála í aukafréttatíma í hádeginu á Stöð 2. Hún segir að fyrirvari gossins hafi verið talsverður og beðið hafi verið eftir því lengi. „Við höfum séð rúmmálið í Svartsengi fara upp fyrir þennan þröskuld þannig að það hefur allt verið orðið frekar stíflað. Það var kominn mikill þrýstingur í kerfið og á sama tíma sáum við að það var mjög hæg þennsla. Það var eins og það væri verið að blása mjög hægt í blöðru og hún sprakk í morgun, getum við sagt.“ Kvikuhlaupið hafi hafist um klukkan 6:30 í morgun og rúmum þremur klukkutímum síðar hafi eldgosið hafist. Veðurstofan hafi séð í hvað stefndi með miklum fyrirvara, enda hafi það sést á öllum mælum. Jarðskjálftamælar, þrýstingsmælar í borholum, ljósleiðari í Grindavík og GPS-mælar hafi allir sýnt merki um yfirvofandi kvikuhlaup. Ekki óskastaða „Það var mikil kvika sem safnast fyrir og til marks um það að þá sáum við hvernig skjálftavirknin í rauninni færðist frá þessum stað, þar sem kvikuhlaupin hefjast yfirleitt, við Sundhnúk sjálfan, til suðurs og norðurs. Allur þessi kvikugangur sem myndaðist 10. nóvember, hann virkjaðist í morgun. Það er líklega til marks um það að kvika hefur streymt eftir alveg tólf kílómetra langri sprungu,“ segir Kristín. Vegna þessa sé gosið ekki sérlega kraftmikið og það séu góðu fréttirnar, að kvikan hafi dreifst um alla sprunguna. Sprungan teygir enn úr sér.Vísir/RAX „En vondu fréttirnar eru þær að þessi staður er ákaflega óheppilegur og þessi sprunga var í upphafi 300 metrar, svo 500 metrar, 700 metrar. Hún potar sér í gegnum varnargarðinn klukkan 10 í morgun og það eru auðvitað mjög slæmar fréttir. Svo opnast þarna líklega gjávella eða framhald sprungunnar, það getur verið smá erfitt að greina þetta. Það vellur sem sagt upp úr á öðrum stað innan varnargarðanna. Þetta er auðvitað ekki óskastaða.“ Ómögulegt að segja til um framhaldið Loks segir Kristín erfitt að segja til um það hvort eða hvenær hraunið nær inn í Grindavíkurbæ. Upphaflega hraunrennslismælingar hafi bent til þess að hraunið rynni fram um 250 metra á hálftíma en svo hafi dregið úr því. „Ég held að það sé ákaflega erfitt að segja akkúrat í þessum töluðu orðum hvernig nákvæmlega framvindan verður.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Íbúi í Grindavík ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni þegar bærinn var rýmdur vegna yfirvofandi eldgoss í morgun. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að maður hafi verið handtekinn fyrir að hafa „hagað sér óæskilega“. 1. apríl 2025 11:41 Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Slökkviliðsstjórinn í Grindavík segir að eldgosið sem hófst í morgun ógni bænum en að öllum brögðum verði beitt til þess að stýra hraunrennsli og lágmarka tjón ef það nær þangað. Gosið sé enn í upphafsfasa sínum og óljóst sé hvernig það þróast. 1. apríl 2025 12:25 Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík um klukkan 9:44 eftir að kvikuhlaup hófst á sjöunda tímanum í morgun. Sprungan hefur teygt sig suður fyrir varnargarð norðan við Grindavík. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og reglulega í beinni útsendingu frá vettvangi. 1. apríl 2025 07:03 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira
Kristín ræddi stöðu mála í aukafréttatíma í hádeginu á Stöð 2. Hún segir að fyrirvari gossins hafi verið talsverður og beðið hafi verið eftir því lengi. „Við höfum séð rúmmálið í Svartsengi fara upp fyrir þennan þröskuld þannig að það hefur allt verið orðið frekar stíflað. Það var kominn mikill þrýstingur í kerfið og á sama tíma sáum við að það var mjög hæg þennsla. Það var eins og það væri verið að blása mjög hægt í blöðru og hún sprakk í morgun, getum við sagt.“ Kvikuhlaupið hafi hafist um klukkan 6:30 í morgun og rúmum þremur klukkutímum síðar hafi eldgosið hafist. Veðurstofan hafi séð í hvað stefndi með miklum fyrirvara, enda hafi það sést á öllum mælum. Jarðskjálftamælar, þrýstingsmælar í borholum, ljósleiðari í Grindavík og GPS-mælar hafi allir sýnt merki um yfirvofandi kvikuhlaup. Ekki óskastaða „Það var mikil kvika sem safnast fyrir og til marks um það að þá sáum við hvernig skjálftavirknin í rauninni færðist frá þessum stað, þar sem kvikuhlaupin hefjast yfirleitt, við Sundhnúk sjálfan, til suðurs og norðurs. Allur þessi kvikugangur sem myndaðist 10. nóvember, hann virkjaðist í morgun. Það er líklega til marks um það að kvika hefur streymt eftir alveg tólf kílómetra langri sprungu,“ segir Kristín. Vegna þessa sé gosið ekki sérlega kraftmikið og það séu góðu fréttirnar, að kvikan hafi dreifst um alla sprunguna. Sprungan teygir enn úr sér.Vísir/RAX „En vondu fréttirnar eru þær að þessi staður er ákaflega óheppilegur og þessi sprunga var í upphafi 300 metrar, svo 500 metrar, 700 metrar. Hún potar sér í gegnum varnargarðinn klukkan 10 í morgun og það eru auðvitað mjög slæmar fréttir. Svo opnast þarna líklega gjávella eða framhald sprungunnar, það getur verið smá erfitt að greina þetta. Það vellur sem sagt upp úr á öðrum stað innan varnargarðanna. Þetta er auðvitað ekki óskastaða.“ Ómögulegt að segja til um framhaldið Loks segir Kristín erfitt að segja til um það hvort eða hvenær hraunið nær inn í Grindavíkurbæ. Upphaflega hraunrennslismælingar hafi bent til þess að hraunið rynni fram um 250 metra á hálftíma en svo hafi dregið úr því. „Ég held að það sé ákaflega erfitt að segja akkúrat í þessum töluðu orðum hvernig nákvæmlega framvindan verður.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Íbúi í Grindavík ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni þegar bærinn var rýmdur vegna yfirvofandi eldgoss í morgun. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að maður hafi verið handtekinn fyrir að hafa „hagað sér óæskilega“. 1. apríl 2025 11:41 Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Slökkviliðsstjórinn í Grindavík segir að eldgosið sem hófst í morgun ógni bænum en að öllum brögðum verði beitt til þess að stýra hraunrennsli og lágmarka tjón ef það nær þangað. Gosið sé enn í upphafsfasa sínum og óljóst sé hvernig það þróast. 1. apríl 2025 12:25 Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík um klukkan 9:44 eftir að kvikuhlaup hófst á sjöunda tímanum í morgun. Sprungan hefur teygt sig suður fyrir varnargarð norðan við Grindavík. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og reglulega í beinni útsendingu frá vettvangi. 1. apríl 2025 07:03 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira
Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Íbúi í Grindavík ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni þegar bærinn var rýmdur vegna yfirvofandi eldgoss í morgun. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að maður hafi verið handtekinn fyrir að hafa „hagað sér óæskilega“. 1. apríl 2025 11:41
Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Slökkviliðsstjórinn í Grindavík segir að eldgosið sem hófst í morgun ógni bænum en að öllum brögðum verði beitt til þess að stýra hraunrennsli og lágmarka tjón ef það nær þangað. Gosið sé enn í upphafsfasa sínum og óljóst sé hvernig það þróast. 1. apríl 2025 12:25
Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík um klukkan 9:44 eftir að kvikuhlaup hófst á sjöunda tímanum í morgun. Sprungan hefur teygt sig suður fyrir varnargarð norðan við Grindavík. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og reglulega í beinni útsendingu frá vettvangi. 1. apríl 2025 07:03