Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. mars 2025 20:03 Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar, sem er hagsmunafélag íbúa Grindavíkur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Grindvíkingar fá hvergi að koma að borðinu í stjórnkerfinu með sín mál og segja að öll þeirra mál séu ákveðin í excel skjölum í ráðuneytum í Reykjavík. Þetta kom fram í máli formanns Járngerðar á opnum fundi, sem vill að uppbygging í bæjarfélaginu hefjist strax í vor. Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar, sem er hagsmunafélag íbúa Grindavíkur var gestur í vöfflukaffi hjá Framsókn í Árborg í gær þar sem hún fór yfir stöðuna í Grindavík og það sem fram undan er. „Markmið þessara samtaka eru mjög skýr. Það er að þrýsta á að uppbygging hefjist eigi síðar að vori núna 2025 og að íbúar fái að gera hollvinasamning eða leigusamning að húsunum sínum til þess að máta sig við nýjan veruleika og kveikja ljósin í bænum,” sagði Guðbjörg og bætti við. „Við viljum koma að borðinu þegar ákvarðanir um okkur eru teknar hvað varðar skipulagningu. Það er staðreynd enda höfum við Grindvíkingar ekki fengið sæti hingað til við það borð, hvergi nokkurs staðar. Það er allt ákveðið í einhverjum exelskjölum í ráðuneytum inn í Reykjavík. Það er eins og það sé markvisst verið að loka á okkur og setja keðju fyrir.” Frá vöfflufundinum hjá Framsókn í Árborg laugardaginn 29. mars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og í máli Guðbjargar kom fram að þau ferðaþjónustufyrirtæki í Grindavík, sem eru að reyna að hefja rekstur á ný séu í miklum vandræðum. „Fjórhjólaleigan okkar var að kaup sér ný fjórhjól. Nei, þið fáið ekki nýjar tryggingar, Grindavík er hættulegasti staður á jarðríki, tryggjum ekki þar,” sagði Guðbjörg. Guðbjörg segir að það vanti algjörlega að tala málefni Grindvíkinga upp, umræðan sé svo neikvæð og leiðinleg. „Það vantar að hætta þessum hræðslu og óttastjórnun, sem er að hálfu, kannski sérstaklega Almannavarna og Veðurstofunnar að okkur finnst,” bætti hún við. Og besti dagur Grindvíkinga er fram undan. „Já, já því við ætlum að halda upp á sjómannadaginn alveg ótrauð áfram. Það er okkar besti dagur ársins, það er bara þannig. Við erum stór og sterkur sjávarútvegsbær þannig að það er okkar aðal dagur,” sagði Guðbjörg, formaður Járngerðar, sem er hagsmunafélag íbúa Grindavíkur. Félagsmenn í Járngerði vilja að uppbygging í Grindavík hefjist strax í vor.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Fleiri fréttir Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Sjá meira
Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar, sem er hagsmunafélag íbúa Grindavíkur var gestur í vöfflukaffi hjá Framsókn í Árborg í gær þar sem hún fór yfir stöðuna í Grindavík og það sem fram undan er. „Markmið þessara samtaka eru mjög skýr. Það er að þrýsta á að uppbygging hefjist eigi síðar að vori núna 2025 og að íbúar fái að gera hollvinasamning eða leigusamning að húsunum sínum til þess að máta sig við nýjan veruleika og kveikja ljósin í bænum,” sagði Guðbjörg og bætti við. „Við viljum koma að borðinu þegar ákvarðanir um okkur eru teknar hvað varðar skipulagningu. Það er staðreynd enda höfum við Grindvíkingar ekki fengið sæti hingað til við það borð, hvergi nokkurs staðar. Það er allt ákveðið í einhverjum exelskjölum í ráðuneytum inn í Reykjavík. Það er eins og það sé markvisst verið að loka á okkur og setja keðju fyrir.” Frá vöfflufundinum hjá Framsókn í Árborg laugardaginn 29. mars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og í máli Guðbjargar kom fram að þau ferðaþjónustufyrirtæki í Grindavík, sem eru að reyna að hefja rekstur á ný séu í miklum vandræðum. „Fjórhjólaleigan okkar var að kaup sér ný fjórhjól. Nei, þið fáið ekki nýjar tryggingar, Grindavík er hættulegasti staður á jarðríki, tryggjum ekki þar,” sagði Guðbjörg. Guðbjörg segir að það vanti algjörlega að tala málefni Grindvíkinga upp, umræðan sé svo neikvæð og leiðinleg. „Það vantar að hætta þessum hræðslu og óttastjórnun, sem er að hálfu, kannski sérstaklega Almannavarna og Veðurstofunnar að okkur finnst,” bætti hún við. Og besti dagur Grindvíkinga er fram undan. „Já, já því við ætlum að halda upp á sjómannadaginn alveg ótrauð áfram. Það er okkar besti dagur ársins, það er bara þannig. Við erum stór og sterkur sjávarútvegsbær þannig að það er okkar aðal dagur,” sagði Guðbjörg, formaður Járngerðar, sem er hagsmunafélag íbúa Grindavíkur. Félagsmenn í Járngerði vilja að uppbygging í Grindavík hefjist strax í vor.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Fleiri fréttir Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Sjá meira