Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. mars 2025 14:02 Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra var kát eftir fundinn á Eyrarbakka hér stödd í ráðherrabílnum með Gils Jóhannssyni, bílastjóra sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Byggðaþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu segir að eitthvað stórt eigi eftir að gerast í umferðinni á sínu atvinnusvæði vegna lélegra vega og samgangna. Fulltrúinn, sem býr í Þorlákshöfn taldi 150 holur í veginum á leið sinni í Aratungu í Bláskógabyggð en gafst þá upp að telja en þá átti viðkomandi samt eftir hálftíma í Aratungu Opinn fundur með Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra og þingmönnunum Víði Reynissyni og Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur var haldin í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka í vikunni þar sem farið var yfir ýmis mál í þjóðfélaginu. Fundurinn var mjög vel sóttur en nokkrir fundarmenn ræddu um lélega vegi og ekki síst á Suðurlandi. Lína Björg Tryggvadóttir, sem býr í Þorlákshöfn en starfar sem byggðþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu og þarf því að vera mikið á ferðinni á milli Þorlákshafnar og uppsveitanna var ein þeirra, sem tók til máls á fundinum. „Ég ákvað einhvern tíman að reyna að telja holurnar þarna á milli. Ég ákvað að hætta þegar ég var komin upp í 150 og ég átti örugglega eftir að keyra í hálftíma í viðbót þá”, sagði Lína og hélt áfram. Lína Björg Tryggvadóttir, sem býr í Þorlákshöfn en starfar sem byggðþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu og þarf því að vera mikið á ferðinni á milli Þorlákshafnar og uppsveitanna var ein þeirra, sem tók til máls á fundinum og vakti m.a. athygli á 150 holum á vegum á stuttum vegakafla.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og við erum að bjóða fólki að keyra þetta á hverjum degi. Einnig eru megin hluti þeirra, sem taka bílaleigubíla erlendir aðilar. Þeir eru að fara þarna og upp í uppsveitirnar. Við erum að bíða eftir einhverju stórslysi þar bara svo það sé sagt. Við erum að bíða eftir því, það verður eitthvað stórt. Við verðum að fara að bregðast við, þetta erum við að bjóða okkar erlendu ferðamönnum að koma og keyra um og þau þekkja ekki aðstæður, þetta er virkilega hættulegt,” sagði Lína. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra svaraði Línu Björg svona: „Ég vil bara leggja áherslu á að það þarf auðvitað að forgangsraða stórkostlega fjármagni í þjónustu og viðhald. Við erum komin á þann stað að sumstaðar á landinu er verið að rífa af malbik vegna þess að það er búið að eyðileggja svo ofboðslega vegina í landinu,” sagði Kristrún og hélt áfram. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sem sagði á fundinum að það þyrfti að forgangsraða stórkostlega fjármagni í þjónustu og viðhald í vegi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og við höfum bara staðið okkur illa í þessu. Það þarf að forgangsraða og það þarf að finna fjármagn í þetta og það er það sem við erum að gera og það er ekkert auðvelt. Það þýðir að þú tekur erfiðar ákvarðanir, þú þarft að taka stórar ákvarðanir og við ákváðum bara við þrjár formennirnir í þessari ríkisstjórn og við ætluðum að taka upp stóru skófluna og bara að byrja á því strax í upphafi nýs kjörtímabils.” Fundurinn á Stað á Eyrarbakka var fjölsóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skrifstofa Línu er í Aratungu í Bláskógabyggð en sjálf býr hún í Þorlákshöfn.Aðsend Árborg Samgöngur Bláskógabyggð Alþingi Umferðaröryggi Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
Opinn fundur með Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra og þingmönnunum Víði Reynissyni og Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur var haldin í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka í vikunni þar sem farið var yfir ýmis mál í þjóðfélaginu. Fundurinn var mjög vel sóttur en nokkrir fundarmenn ræddu um lélega vegi og ekki síst á Suðurlandi. Lína Björg Tryggvadóttir, sem býr í Þorlákshöfn en starfar sem byggðþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu og þarf því að vera mikið á ferðinni á milli Þorlákshafnar og uppsveitanna var ein þeirra, sem tók til máls á fundinum. „Ég ákvað einhvern tíman að reyna að telja holurnar þarna á milli. Ég ákvað að hætta þegar ég var komin upp í 150 og ég átti örugglega eftir að keyra í hálftíma í viðbót þá”, sagði Lína og hélt áfram. Lína Björg Tryggvadóttir, sem býr í Þorlákshöfn en starfar sem byggðþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu og þarf því að vera mikið á ferðinni á milli Þorlákshafnar og uppsveitanna var ein þeirra, sem tók til máls á fundinum og vakti m.a. athygli á 150 holum á vegum á stuttum vegakafla.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og við erum að bjóða fólki að keyra þetta á hverjum degi. Einnig eru megin hluti þeirra, sem taka bílaleigubíla erlendir aðilar. Þeir eru að fara þarna og upp í uppsveitirnar. Við erum að bíða eftir einhverju stórslysi þar bara svo það sé sagt. Við erum að bíða eftir því, það verður eitthvað stórt. Við verðum að fara að bregðast við, þetta erum við að bjóða okkar erlendu ferðamönnum að koma og keyra um og þau þekkja ekki aðstæður, þetta er virkilega hættulegt,” sagði Lína. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra svaraði Línu Björg svona: „Ég vil bara leggja áherslu á að það þarf auðvitað að forgangsraða stórkostlega fjármagni í þjónustu og viðhald. Við erum komin á þann stað að sumstaðar á landinu er verið að rífa af malbik vegna þess að það er búið að eyðileggja svo ofboðslega vegina í landinu,” sagði Kristrún og hélt áfram. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sem sagði á fundinum að það þyrfti að forgangsraða stórkostlega fjármagni í þjónustu og viðhald í vegi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og við höfum bara staðið okkur illa í þessu. Það þarf að forgangsraða og það þarf að finna fjármagn í þetta og það er það sem við erum að gera og það er ekkert auðvelt. Það þýðir að þú tekur erfiðar ákvarðanir, þú þarft að taka stórar ákvarðanir og við ákváðum bara við þrjár formennirnir í þessari ríkisstjórn og við ætluðum að taka upp stóru skófluna og bara að byrja á því strax í upphafi nýs kjörtímabils.” Fundurinn á Stað á Eyrarbakka var fjölsóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skrifstofa Línu er í Aratungu í Bláskógabyggð en sjálf býr hún í Þorlákshöfn.Aðsend
Árborg Samgöngur Bláskógabyggð Alþingi Umferðaröryggi Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira