Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. mars 2025 21:15 Hamasliðar vonast til að vopnahlé náist áður en hátíðin Eid al-Fitr hefjist. AP/Jehad Alshrafi Hamasliðar hafa fallist á að láta fimm ísraelska gísla lausa í skiptum fyrir fimmtíu daga vopnahlé. Haft er eftir leiðtoga innan samtakanna að þau hafi samþykkt vopnahléstillögu sem lögð var fram af Egyptum og Katörum fyrir tveimur dögum síðan. Ísraelsk stjórnvöld hafa lagt fram móttillögu sem unnin var í samstarfi við bandarísk stjórnvöld. Guardian hefur eftir ísraelskum miðlum að þarlend stjórnvöld fari fram á að tíu þeirra 24 sem þau telja á lífi á Gasasvæðinu verði látin laus. Af þeim 251 gísl sem tekinn var föngum í áhlaupi Hamasliða á Ísrael í október 2023 eru 58 enn staddir á Gasasvæðinu. Ísraelsk stjórnvöld telja að 34 þeirra séu látnir. Haft er eftir Khalil al-Hayya, sem fer fyrir vopnahléssamninganefnd Hamas, að ekki komi til greina að samtökin afvopnist fyrr en hernámi Ísraels á Gasasvæðinu ljúki. Í síðustu viku hóf Ísrael árásir á Gasa að nýju. Samkvæmt palestínskum heilbrigðisyfirvöldum hefur 921 látið lífið síðan vopnahléð var rofið. Í dag gengust ísraelsk hernaðaryfirvöld við því að hafa hafið skothríð á sjúkrabíla á sunnanverðu Gasasvæðinu. Þeir hafi talið að um „grunsamleg ökutæki“ væri að ræða. Hamas-samtökin lýsa atvikinu sem stríðsglæp og segja að einn hið minnsta hafi látið lífið. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Gasa hafa rúmlega fimmtíu þúsund Palestínumenn verið drepnir í átökunum og rúmlega 133 þúsund manns særst frá því í október 2023. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Ísraelskir landtökumenn réðust á og börðu Hamdan Ballal, palestínskan leikstjóra óskarsverðlaunamyndarinnar No other Land í dag. Árásin átti sér stað á Vesturbakkanum en í kjölfarið var leikstjórinn tekinn á brott af hermönnum. 24. mars 2025 23:21 Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Yfir 50 þúsund manns hafa látist í árásum Ísraels á Gasa, að sögn heilbrigðisráðuneytis Hamas á svæðinu. Fjöldinn jafngildir ríflega tveimur prósentum af íbúafjöldanum þegar stríðið hófst. 24. mars 2025 06:58 Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Hundruð Palestínumanna tóku þátt í mótmælum á Gasa í gær og kölluðu eftir því að Hamas-samtökin legðu niður vopn og hefðu sig á brott. Mótmælendurnir, í Beit Lahia í norðurhluta Gasa, hrópuðu meðal annars „Hamas út“ og Hamas hryðjuverkamenn“. 26. mars 2025 07:31 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Ísraelsk stjórnvöld hafa lagt fram móttillögu sem unnin var í samstarfi við bandarísk stjórnvöld. Guardian hefur eftir ísraelskum miðlum að þarlend stjórnvöld fari fram á að tíu þeirra 24 sem þau telja á lífi á Gasasvæðinu verði látin laus. Af þeim 251 gísl sem tekinn var föngum í áhlaupi Hamasliða á Ísrael í október 2023 eru 58 enn staddir á Gasasvæðinu. Ísraelsk stjórnvöld telja að 34 þeirra séu látnir. Haft er eftir Khalil al-Hayya, sem fer fyrir vopnahléssamninganefnd Hamas, að ekki komi til greina að samtökin afvopnist fyrr en hernámi Ísraels á Gasasvæðinu ljúki. Í síðustu viku hóf Ísrael árásir á Gasa að nýju. Samkvæmt palestínskum heilbrigðisyfirvöldum hefur 921 látið lífið síðan vopnahléð var rofið. Í dag gengust ísraelsk hernaðaryfirvöld við því að hafa hafið skothríð á sjúkrabíla á sunnanverðu Gasasvæðinu. Þeir hafi talið að um „grunsamleg ökutæki“ væri að ræða. Hamas-samtökin lýsa atvikinu sem stríðsglæp og segja að einn hið minnsta hafi látið lífið. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Gasa hafa rúmlega fimmtíu þúsund Palestínumenn verið drepnir í átökunum og rúmlega 133 þúsund manns særst frá því í október 2023.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Ísraelskir landtökumenn réðust á og börðu Hamdan Ballal, palestínskan leikstjóra óskarsverðlaunamyndarinnar No other Land í dag. Árásin átti sér stað á Vesturbakkanum en í kjölfarið var leikstjórinn tekinn á brott af hermönnum. 24. mars 2025 23:21 Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Yfir 50 þúsund manns hafa látist í árásum Ísraels á Gasa, að sögn heilbrigðisráðuneytis Hamas á svæðinu. Fjöldinn jafngildir ríflega tveimur prósentum af íbúafjöldanum þegar stríðið hófst. 24. mars 2025 06:58 Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Hundruð Palestínumanna tóku þátt í mótmælum á Gasa í gær og kölluðu eftir því að Hamas-samtökin legðu niður vopn og hefðu sig á brott. Mótmælendurnir, í Beit Lahia í norðurhluta Gasa, hrópuðu meðal annars „Hamas út“ og Hamas hryðjuverkamenn“. 26. mars 2025 07:31 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Ísraelskir landtökumenn réðust á og börðu Hamdan Ballal, palestínskan leikstjóra óskarsverðlaunamyndarinnar No other Land í dag. Árásin átti sér stað á Vesturbakkanum en í kjölfarið var leikstjórinn tekinn á brott af hermönnum. 24. mars 2025 23:21
Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Yfir 50 þúsund manns hafa látist í árásum Ísraels á Gasa, að sögn heilbrigðisráðuneytis Hamas á svæðinu. Fjöldinn jafngildir ríflega tveimur prósentum af íbúafjöldanum þegar stríðið hófst. 24. mars 2025 06:58
Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Hundruð Palestínumanna tóku þátt í mótmælum á Gasa í gær og kölluðu eftir því að Hamas-samtökin legðu niður vopn og hefðu sig á brott. Mótmælendurnir, í Beit Lahia í norðurhluta Gasa, hrópuðu meðal annars „Hamas út“ og Hamas hryðjuverkamenn“. 26. mars 2025 07:31