Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. mars 2025 18:05 Elías Már Ómarsson kom inn af bekknum, klúðraði góðu færi, en fiskaði vítaspyrnu. Getty/Gerrit van Keulen Elías Már Ómarsson fiskaði vítaspyrnu í uppbótartíma sem tryggði NAC Breda 1-1 jafntefli gegn Groningen í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Brynjólfur Darri Willumsson fékk gult spjald fyrir kjaftbrúk í þessum hádramatíska leik. Elías Már Ómarsson, leikmaður NAC Breda, og Brynjólfur Darri Willumsson, leikmaður Groningen, komu báðir inn af bekknum eftir rúman klukkutíma. Elías Már leysti framherjann Sydney van Hooijdonk af velli. Brynjólfur kom inn á hægri kantinn fyrir Mats Seuntjens. Staðan var þá 0-1 fyrir Groningen en gestirnir þurftu að spila síðustu mínúturnar einum manni færri eftir að Tika De Jonge fékk sitt annað gula spjald og var vikið af velli. Við það færðist mikill hiti í leikinn og heimaliðið NAC Breda sótti stíft. Þónokkrir leikmenn, þar á meðal Brynjólfur, fengu gult spjald fyrir rifrildi sem braust út. Brynjólfur lenti í stympingum við leikmenn NAC Breda. ANP via Getty Images Alveg í blálokin fiskaði Elías Már svo vítaspyrnu, með því að sparka boltanum í hönd varnarmanns, og gaf tækifæri til að jafna leikinn. Hann fékk reyndar ekki að fara sjálfur á punktinn, Clint Leemans sá um það og tryggði stigið. Groningen er í áttunda sæti með 32 stig. NAC Breda í ellefta sæti með 30 stig. Bæði lið eru í harðri baráttu um að enda í einu af efstu níu sætunum, sem gefa möguleika á Evrópubolta. Aðrir leikir í Hollandi Kristian Nökkvi Hlynsson spilaði rúmar áttatíu mínútur fyrir Sparta í 0-3 sigri á útivelli gegn Fortuna Sittard. Nökkvi Þeyr Þórisson spilar einnig fyrir Sparta og kom inn á síðustu tíu mínúturnar. Rúnar Þór Sigurgeirsson var ekki í leikmannahópi Willem II sem tapaði 0-2 á heimavelli gegn Almere. Hollenski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sjá meira
Elías Már Ómarsson, leikmaður NAC Breda, og Brynjólfur Darri Willumsson, leikmaður Groningen, komu báðir inn af bekknum eftir rúman klukkutíma. Elías Már leysti framherjann Sydney van Hooijdonk af velli. Brynjólfur kom inn á hægri kantinn fyrir Mats Seuntjens. Staðan var þá 0-1 fyrir Groningen en gestirnir þurftu að spila síðustu mínúturnar einum manni færri eftir að Tika De Jonge fékk sitt annað gula spjald og var vikið af velli. Við það færðist mikill hiti í leikinn og heimaliðið NAC Breda sótti stíft. Þónokkrir leikmenn, þar á meðal Brynjólfur, fengu gult spjald fyrir rifrildi sem braust út. Brynjólfur lenti í stympingum við leikmenn NAC Breda. ANP via Getty Images Alveg í blálokin fiskaði Elías Már svo vítaspyrnu, með því að sparka boltanum í hönd varnarmanns, og gaf tækifæri til að jafna leikinn. Hann fékk reyndar ekki að fara sjálfur á punktinn, Clint Leemans sá um það og tryggði stigið. Groningen er í áttunda sæti með 32 stig. NAC Breda í ellefta sæti með 30 stig. Bæði lið eru í harðri baráttu um að enda í einu af efstu níu sætunum, sem gefa möguleika á Evrópubolta. Aðrir leikir í Hollandi Kristian Nökkvi Hlynsson spilaði rúmar áttatíu mínútur fyrir Sparta í 0-3 sigri á útivelli gegn Fortuna Sittard. Nökkvi Þeyr Þórisson spilar einnig fyrir Sparta og kom inn á síðustu tíu mínúturnar. Rúnar Þór Sigurgeirsson var ekki í leikmannahópi Willem II sem tapaði 0-2 á heimavelli gegn Almere.
Hollenski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sjá meira