Saka lögregluna um að rægja Kínverja Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2025 11:59 Kínverska sendiráðið í Bríetartúni í Reykjavík, aðeins steinsnar frá skrifstofum ríkislögreglustjóra og lögreglunnistöðinni á Hverfisgötu. Vísir/Vilhelm Talsmaður kínverska sendiráðsins á Íslandi gagnrýnir fullyrðingar fulltrúa ríkislögreglustjóra um njósnir Kínverja og sakar hann um að dreifa rógburði um Kína. Þótt talsmaðurinn segi sendiráðið á móti ummælum hans hafnar hann þeim ekki berum orðum. Tilefni yfirlýsingar sendiráðsins er erindi sem Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra, á ráðstefnu um öryggis- og varnarmál í gær. Þar kynnti hann niðurstöður stöðumats um öryggisáskoranir og sagði tímabært að vekja máls á njósnum sem Kínverjar stunduðu á Íslandi og þar með á Íslandi. Kínversk fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar væru skyldaðir til þess að afhenda leyniþjónustu lands síns upplýsingar sem hún teldi varða við þjóðaröryggi. Þannig nýttu Kínverjar upplýsingar í hernaðarlegum tilgangi þótt þeirra hefði upphaflega verið aflað í öðrum tilgangi. Nefndi Karl Steinar sérstaklega óvissu um starfsemi norðurljósarannsóknastöðvar Kínverja á Kárshóli á Norðurlandi. Áhyggjur hafa komið fram um að hægt sé að nýta stöðina til fjarskiptanjósna. Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða - Vísir Talsmaður kínverska sendiráðsins segir að það hafi „tekið eftir“ ummælum fulltrúa ríkislögreglustjóra á ráðstefnunni þar sem hann hefði „ásakað og rægt“ Kína. „Við vorum agndofa yfir þeim, óánægð með þau og staðfastlega mótfallin þeim [e. opposed],“ segir í yfirlýsingunni sem birtist á vefsíðu sendiráðsins. Setji ekki fram stoðlausar ásakanir Því er ekki hafnað beinum orðum í yfirlýsingunni að Kínverjar stundi njósnir í Evrópu og Íslandi en talsmaðurinn segist hvetja „viðeigandi stofnanir“ til þess að láta af hroka og hleypidómum og stilla sig um að setja fram stoðlausar ásakanir og að dreifa kjaftasögum. Kína hafi hjálpað Íslandi að komast yfir afleiðingar efnahagshrunsins árið 2008 og stjórnvöld þar séu ákveðin í að efla vináttubönd og samvinnu við Ísland. Hvetur talsmaðurinn íslenskar stofnanir til þess að gæta sanngirni og að gera hluti sem bæti tengsl ríkjanna frekar en þá sem skaði þau. Utanríkismál Kína Öryggis- og varnarmál Lögreglan Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Tilefni yfirlýsingar sendiráðsins er erindi sem Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra, á ráðstefnu um öryggis- og varnarmál í gær. Þar kynnti hann niðurstöður stöðumats um öryggisáskoranir og sagði tímabært að vekja máls á njósnum sem Kínverjar stunduðu á Íslandi og þar með á Íslandi. Kínversk fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar væru skyldaðir til þess að afhenda leyniþjónustu lands síns upplýsingar sem hún teldi varða við þjóðaröryggi. Þannig nýttu Kínverjar upplýsingar í hernaðarlegum tilgangi þótt þeirra hefði upphaflega verið aflað í öðrum tilgangi. Nefndi Karl Steinar sérstaklega óvissu um starfsemi norðurljósarannsóknastöðvar Kínverja á Kárshóli á Norðurlandi. Áhyggjur hafa komið fram um að hægt sé að nýta stöðina til fjarskiptanjósna. Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða - Vísir Talsmaður kínverska sendiráðsins segir að það hafi „tekið eftir“ ummælum fulltrúa ríkislögreglustjóra á ráðstefnunni þar sem hann hefði „ásakað og rægt“ Kína. „Við vorum agndofa yfir þeim, óánægð með þau og staðfastlega mótfallin þeim [e. opposed],“ segir í yfirlýsingunni sem birtist á vefsíðu sendiráðsins. Setji ekki fram stoðlausar ásakanir Því er ekki hafnað beinum orðum í yfirlýsingunni að Kínverjar stundi njósnir í Evrópu og Íslandi en talsmaðurinn segist hvetja „viðeigandi stofnanir“ til þess að láta af hroka og hleypidómum og stilla sig um að setja fram stoðlausar ásakanir og að dreifa kjaftasögum. Kína hafi hjálpað Íslandi að komast yfir afleiðingar efnahagshrunsins árið 2008 og stjórnvöld þar séu ákveðin í að efla vináttubönd og samvinnu við Ísland. Hvetur talsmaðurinn íslenskar stofnanir til þess að gæta sanngirni og að gera hluti sem bæti tengsl ríkjanna frekar en þá sem skaði þau.
Utanríkismál Kína Öryggis- og varnarmál Lögreglan Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira