Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Kjartan Kjartansson skrifar 27. mars 2025 09:45 Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, þegar hann heimsótti landamærin að Belarús um helgina. Vísir/EPA Forseti Póllands hefur staðfest umdeild lög sem veita stjórnvöldum tímabundna heimild til þess að svipta fólk sem kemur yfir landamærin frá Belarús réttinum til að sækja um hæli. Mannréttindasamtök mótmæltu frumvarpinu en pólska stjórnin sakar Belarús um að nota fólksflutninga sem vopn í óhefðbundnum hernaði gegn Póllandi. Lögin veita pólskum stjórnvöldum heimild til þess að afnema réttinn til þess að leita hælis í allt að sextíu daga í senn. Donald Tusk forsætisráðherra lagði fast að Andrzej Duda forseta að staðfesta lögin með undirskrift sinni. Duda ritaði undir í gær þrátt fyrir að hann hefði áður lýst yfir áhyggjum af því að lögin gerði andófsfólki í Belarús erfiðara fyrir að flýja einræðisríkið. Mannréttindasamtökin Mannréttindavaktin segir lögin brjóta alþjóðalög og evrópsk lög. Evrópusambandið ætti að grípa til aðgerða gegn pólskum stjórnvöldum. Stjórn Tusk hefur sagt að lögunum yrði aðeins beitt til þess að stöðva tímabundið hælisumsóknir einstaklinga sem séu taldir ógn við þjóðaröryggi, til dæmis stórra hópa farandfólks sem reyni að ryðjast yfir landamærin. Undantekningar verði gerðar fyrir fylgdarlaus börn, óléttar konur, eldri borgara, sjúklinga og þá sem væru í raunverulegri hættu yrðu þeir sendir til baka til Belarús. „Enginn er að tala um að brjóta mannréttindi, réttinn til hælis, við erum að tala um að samþykkja ekki umsóknir fólks sem fer ólöglega yfir landamærin í hópum sem Lúkasjenka skipuleggur,“ sagði Tusk í haust og vísaði til Aleksanders Lúkasjenka, forseta Belarús. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fólki sem fer ólöglega yfir landamæri frá Belarús og Rússlandi til Póllands, Litháens, Lettlands og Finnlands hafi fjölgað mikið frá 2021. Pólverjar hafa brugðist við með auknum viðbúnaði hersins á landamærunum og öryggisgirðingu. Bæði austurevrópuríki og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa sakað stjórnvöld í Minsk og Kreml um að senda fólk yfir landamærin til NATO- og Evrópusambandsríkja til þess valda óstöðugleika og glundroða þar. Pólland Flóttamenn Belarús Mannréttindi Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Lögin veita pólskum stjórnvöldum heimild til þess að afnema réttinn til þess að leita hælis í allt að sextíu daga í senn. Donald Tusk forsætisráðherra lagði fast að Andrzej Duda forseta að staðfesta lögin með undirskrift sinni. Duda ritaði undir í gær þrátt fyrir að hann hefði áður lýst yfir áhyggjum af því að lögin gerði andófsfólki í Belarús erfiðara fyrir að flýja einræðisríkið. Mannréttindasamtökin Mannréttindavaktin segir lögin brjóta alþjóðalög og evrópsk lög. Evrópusambandið ætti að grípa til aðgerða gegn pólskum stjórnvöldum. Stjórn Tusk hefur sagt að lögunum yrði aðeins beitt til þess að stöðva tímabundið hælisumsóknir einstaklinga sem séu taldir ógn við þjóðaröryggi, til dæmis stórra hópa farandfólks sem reyni að ryðjast yfir landamærin. Undantekningar verði gerðar fyrir fylgdarlaus börn, óléttar konur, eldri borgara, sjúklinga og þá sem væru í raunverulegri hættu yrðu þeir sendir til baka til Belarús. „Enginn er að tala um að brjóta mannréttindi, réttinn til hælis, við erum að tala um að samþykkja ekki umsóknir fólks sem fer ólöglega yfir landamærin í hópum sem Lúkasjenka skipuleggur,“ sagði Tusk í haust og vísaði til Aleksanders Lúkasjenka, forseta Belarús. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fólki sem fer ólöglega yfir landamæri frá Belarús og Rússlandi til Póllands, Litháens, Lettlands og Finnlands hafi fjölgað mikið frá 2021. Pólverjar hafa brugðist við með auknum viðbúnaði hersins á landamærunum og öryggisgirðingu. Bæði austurevrópuríki og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa sakað stjórnvöld í Minsk og Kreml um að senda fólk yfir landamærin til NATO- og Evrópusambandsríkja til þess valda óstöðugleika og glundroða þar.
Pólland Flóttamenn Belarús Mannréttindi Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent