Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Árni Sæberg skrifar 25. mars 2025 14:52 Ágústa flutti tilfinningaþrungna ræðu í þinginu í dag. Skjáskot/Vefur Alþingis Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, opnaði sig um heimilisofbeldi sem hún sætti um fjórtán ára skeið í pontu Alþingis síðdegis. „Frú forseti, fyrsta höggið, fyrsta sjokkið, lausar tennur þegar hann keyrir höfuð hennar fullum þunga ofan í jörðina á meðan tjaldstæðagestir horfa á en gera ekkert. Löggan sem sagði: Kæra hann? Já, já. Viltu ekki bara sofa á þessu í nótt og koma aftur á morgun? Hún vaknar reglulega með hann ofan á sér, brýtur öll mörk.“ Svo hófst ræða Ágústu undir liðnum störf þingsins í þinginu í dag, sem sjá má í spilaranum hér að neðan: Ágústa hélt frásögn sinni áfram og sagðist meðal annars ávallt hafa sofið á varðbergi, af því að hann hafi alltaf brjálast þegar börnin skriðu upp í. „Öskur, læti og ásakanir út af öllum mögulegum hlutum, þangað til að hún er orðin svo þreytt að verður bara einfaldara að halda friðinn. Að spila leikinn, láta undan. Hvert á hún annars að fara? Vera meðvirk, verja hann í von um að hann muni einhvern tímann efna loforðin. Niðurlæging, lygar, niðurbrot. „Drullaðu þér frá andlitinu á mér áður en ég kúgast, ég kúgast ef ég horfi á þig.“ Svo læst hann kúgast. „Jú, að drepa þig“ Ágústa segist hafa pakkað nauðsynlegustu fötum sínum og barnanna, skjálfandi af hræðslu yfir því að hann kæmi að henni. „Áttir þú aldrei drauma? spyr hún. „Jú, að drepa þig,“ svo hlær hann. Hún er konan sem stendur hér í pontu Alþingis í dag. Fjórtán ár af ofbeldi. Það er ástæða fyrir því að ég á Schäferhund, ég get treyst því að hann verji mig, það gerir kerfið ekki.“ Ágústa segir raddir heyrast sem spyrji, hvað með konur sem ljúga? „Með sömu rökum get ég sagt, bönnum öllum karlmönnum að vinna með börnum þar sem flestir barnaníðingar eru af því kyni. Erum við til í það? Ég held ekki.“ Alls ekki flókin mál Þá segir Ágústa að heyrist mæðulegar raddir, sem segi heimilisofbeldismál flókin mál. „Nei, þau eru nefnilega alls ekkert flókin. Hættum að kyngera ofbeldi. Ofbeldi er ofbeldi sama hver beitir því. Á meðan löggjafarvaldið tekur sig ekki saman í andlitinu þá mun þessi faraldur halda áfram að blómstra í skugga þess. Vorkunn gagnast þolendum ekkert. Afstaða og aðgerðir gera það. Afleiðingar ofbeldis fylgja þolendum út lífið. Það eyðileggur líf og það tekur líf. Það hefur stór keðjuverkandi áhrif út í samfélagið okkar. Það sýkir það, veikir það, kostar það lýðheilsuna, geðheilsuna og sendi kynslóðir áfram veginn hölt og eða brotin,“ sagði Ágústa og uppskar „heyr, heyr“ úr þingsal. Í þessari frétt er fjallað um ofbeldi í nánu sambandi. Verðir þú fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þá má nálgast leiðarvísi fyrir þolendur slíks ofbeldis á vef Neyðarlínunnar. Alþingi Heimilisofbeldi Miðflokkurinn Kynbundið ofbeldi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Sjá meira
„Frú forseti, fyrsta höggið, fyrsta sjokkið, lausar tennur þegar hann keyrir höfuð hennar fullum þunga ofan í jörðina á meðan tjaldstæðagestir horfa á en gera ekkert. Löggan sem sagði: Kæra hann? Já, já. Viltu ekki bara sofa á þessu í nótt og koma aftur á morgun? Hún vaknar reglulega með hann ofan á sér, brýtur öll mörk.“ Svo hófst ræða Ágústu undir liðnum störf þingsins í þinginu í dag, sem sjá má í spilaranum hér að neðan: Ágústa hélt frásögn sinni áfram og sagðist meðal annars ávallt hafa sofið á varðbergi, af því að hann hafi alltaf brjálast þegar börnin skriðu upp í. „Öskur, læti og ásakanir út af öllum mögulegum hlutum, þangað til að hún er orðin svo þreytt að verður bara einfaldara að halda friðinn. Að spila leikinn, láta undan. Hvert á hún annars að fara? Vera meðvirk, verja hann í von um að hann muni einhvern tímann efna loforðin. Niðurlæging, lygar, niðurbrot. „Drullaðu þér frá andlitinu á mér áður en ég kúgast, ég kúgast ef ég horfi á þig.“ Svo læst hann kúgast. „Jú, að drepa þig“ Ágústa segist hafa pakkað nauðsynlegustu fötum sínum og barnanna, skjálfandi af hræðslu yfir því að hann kæmi að henni. „Áttir þú aldrei drauma? spyr hún. „Jú, að drepa þig,“ svo hlær hann. Hún er konan sem stendur hér í pontu Alþingis í dag. Fjórtán ár af ofbeldi. Það er ástæða fyrir því að ég á Schäferhund, ég get treyst því að hann verji mig, það gerir kerfið ekki.“ Ágústa segir raddir heyrast sem spyrji, hvað með konur sem ljúga? „Með sömu rökum get ég sagt, bönnum öllum karlmönnum að vinna með börnum þar sem flestir barnaníðingar eru af því kyni. Erum við til í það? Ég held ekki.“ Alls ekki flókin mál Þá segir Ágústa að heyrist mæðulegar raddir, sem segi heimilisofbeldismál flókin mál. „Nei, þau eru nefnilega alls ekkert flókin. Hættum að kyngera ofbeldi. Ofbeldi er ofbeldi sama hver beitir því. Á meðan löggjafarvaldið tekur sig ekki saman í andlitinu þá mun þessi faraldur halda áfram að blómstra í skugga þess. Vorkunn gagnast þolendum ekkert. Afstaða og aðgerðir gera það. Afleiðingar ofbeldis fylgja þolendum út lífið. Það eyðileggur líf og það tekur líf. Það hefur stór keðjuverkandi áhrif út í samfélagið okkar. Það sýkir það, veikir það, kostar það lýðheilsuna, geðheilsuna og sendi kynslóðir áfram veginn hölt og eða brotin,“ sagði Ágústa og uppskar „heyr, heyr“ úr þingsal. Í þessari frétt er fjallað um ofbeldi í nánu sambandi. Verðir þú fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þá má nálgast leiðarvísi fyrir þolendur slíks ofbeldis á vef Neyðarlínunnar.
Í þessari frétt er fjallað um ofbeldi í nánu sambandi. Verðir þú fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þá má nálgast leiðarvísi fyrir þolendur slíks ofbeldis á vef Neyðarlínunnar.
Alþingi Heimilisofbeldi Miðflokkurinn Kynbundið ofbeldi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Sjá meira