Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Árni Sæberg skrifar 25. mars 2025 14:52 Ágústa flutti tilfinningaþrungna ræðu í þinginu í dag. Skjáskot/Vefur Alþingis Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, opnaði sig um heimilisofbeldi sem hún sætti um fjórtán ára skeið í pontu Alþingis síðdegis. „Frú forseti, fyrsta höggið, fyrsta sjokkið, lausar tennur þegar hann keyrir höfuð hennar fullum þunga ofan í jörðina á meðan tjaldstæðagestir horfa á en gera ekkert. Löggan sem sagði: Kæra hann? Já, já. Viltu ekki bara sofa á þessu í nótt og koma aftur á morgun? Hún vaknar reglulega með hann ofan á sér, brýtur öll mörk.“ Svo hófst ræða Ágústu undir liðnum störf þingsins í þinginu í dag, sem sjá má í spilaranum hér að neðan: Ágústa hélt frásögn sinni áfram og sagðist meðal annars ávallt hafa sofið á varðbergi, af því að hann hafi alltaf brjálast þegar börnin skriðu upp í. „Öskur, læti og ásakanir út af öllum mögulegum hlutum, þangað til að hún er orðin svo þreytt að verður bara einfaldara að halda friðinn. Að spila leikinn, láta undan. Hvert á hún annars að fara? Vera meðvirk, verja hann í von um að hann muni einhvern tímann efna loforðin. Niðurlæging, lygar, niðurbrot. „Drullaðu þér frá andlitinu á mér áður en ég kúgast, ég kúgast ef ég horfi á þig.“ Svo læst hann kúgast. „Jú, að drepa þig“ Ágústa segist hafa pakkað nauðsynlegustu fötum sínum og barnanna, skjálfandi af hræðslu yfir því að hann kæmi að henni. „Áttir þú aldrei drauma? spyr hún. „Jú, að drepa þig,“ svo hlær hann. Hún er konan sem stendur hér í pontu Alþingis í dag. Fjórtán ár af ofbeldi. Það er ástæða fyrir því að ég á Schäferhund, ég get treyst því að hann verji mig, það gerir kerfið ekki.“ Ágústa segir raddir heyrast sem spyrji, hvað með konur sem ljúga? „Með sömu rökum get ég sagt, bönnum öllum karlmönnum að vinna með börnum þar sem flestir barnaníðingar eru af því kyni. Erum við til í það? Ég held ekki.“ Alls ekki flókin mál Þá segir Ágústa að heyrist mæðulegar raddir, sem segi heimilisofbeldismál flókin mál. „Nei, þau eru nefnilega alls ekkert flókin. Hættum að kyngera ofbeldi. Ofbeldi er ofbeldi sama hver beitir því. Á meðan löggjafarvaldið tekur sig ekki saman í andlitinu þá mun þessi faraldur halda áfram að blómstra í skugga þess. Vorkunn gagnast þolendum ekkert. Afstaða og aðgerðir gera það. Afleiðingar ofbeldis fylgja þolendum út lífið. Það eyðileggur líf og það tekur líf. Það hefur stór keðjuverkandi áhrif út í samfélagið okkar. Það sýkir það, veikir það, kostar það lýðheilsuna, geðheilsuna og sendi kynslóðir áfram veginn hölt og eða brotin,“ sagði Ágústa og uppskar „heyr, heyr“ úr þingsal. Í þessari frétt er fjallað um ofbeldi í nánu sambandi. Verðir þú fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þá má nálgast leiðarvísi fyrir þolendur slíks ofbeldis á vef Neyðarlínunnar. Alþingi Heimilisofbeldi Miðflokkurinn Kynbundið ofbeldi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
„Frú forseti, fyrsta höggið, fyrsta sjokkið, lausar tennur þegar hann keyrir höfuð hennar fullum þunga ofan í jörðina á meðan tjaldstæðagestir horfa á en gera ekkert. Löggan sem sagði: Kæra hann? Já, já. Viltu ekki bara sofa á þessu í nótt og koma aftur á morgun? Hún vaknar reglulega með hann ofan á sér, brýtur öll mörk.“ Svo hófst ræða Ágústu undir liðnum störf þingsins í þinginu í dag, sem sjá má í spilaranum hér að neðan: Ágústa hélt frásögn sinni áfram og sagðist meðal annars ávallt hafa sofið á varðbergi, af því að hann hafi alltaf brjálast þegar börnin skriðu upp í. „Öskur, læti og ásakanir út af öllum mögulegum hlutum, þangað til að hún er orðin svo þreytt að verður bara einfaldara að halda friðinn. Að spila leikinn, láta undan. Hvert á hún annars að fara? Vera meðvirk, verja hann í von um að hann muni einhvern tímann efna loforðin. Niðurlæging, lygar, niðurbrot. „Drullaðu þér frá andlitinu á mér áður en ég kúgast, ég kúgast ef ég horfi á þig.“ Svo læst hann kúgast. „Jú, að drepa þig“ Ágústa segist hafa pakkað nauðsynlegustu fötum sínum og barnanna, skjálfandi af hræðslu yfir því að hann kæmi að henni. „Áttir þú aldrei drauma? spyr hún. „Jú, að drepa þig,“ svo hlær hann. Hún er konan sem stendur hér í pontu Alþingis í dag. Fjórtán ár af ofbeldi. Það er ástæða fyrir því að ég á Schäferhund, ég get treyst því að hann verji mig, það gerir kerfið ekki.“ Ágústa segir raddir heyrast sem spyrji, hvað með konur sem ljúga? „Með sömu rökum get ég sagt, bönnum öllum karlmönnum að vinna með börnum þar sem flestir barnaníðingar eru af því kyni. Erum við til í það? Ég held ekki.“ Alls ekki flókin mál Þá segir Ágústa að heyrist mæðulegar raddir, sem segi heimilisofbeldismál flókin mál. „Nei, þau eru nefnilega alls ekkert flókin. Hættum að kyngera ofbeldi. Ofbeldi er ofbeldi sama hver beitir því. Á meðan löggjafarvaldið tekur sig ekki saman í andlitinu þá mun þessi faraldur halda áfram að blómstra í skugga þess. Vorkunn gagnast þolendum ekkert. Afstaða og aðgerðir gera það. Afleiðingar ofbeldis fylgja þolendum út lífið. Það eyðileggur líf og það tekur líf. Það hefur stór keðjuverkandi áhrif út í samfélagið okkar. Það sýkir það, veikir það, kostar það lýðheilsuna, geðheilsuna og sendi kynslóðir áfram veginn hölt og eða brotin,“ sagði Ágústa og uppskar „heyr, heyr“ úr þingsal. Í þessari frétt er fjallað um ofbeldi í nánu sambandi. Verðir þú fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þá má nálgast leiðarvísi fyrir þolendur slíks ofbeldis á vef Neyðarlínunnar.
Í þessari frétt er fjallað um ofbeldi í nánu sambandi. Verðir þú fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þá má nálgast leiðarvísi fyrir þolendur slíks ofbeldis á vef Neyðarlínunnar.
Alþingi Heimilisofbeldi Miðflokkurinn Kynbundið ofbeldi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira