Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2025 14:23 Skemmtiferðaskip í Sundahöfn. Bannað var að brenna svartolíu við hafnir á Íslandi með reglugerð sem tók gildi í byrjun árs 2020. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld ætlar að taka þátt í að stofna nýtt mengunarvarnarsvæði í lögsögu Íslands og sjö annarra ríkja. Verði tillaga um svæðið samþykkt verða hertar kröfur gerðar til nýrra skipa um losun brennisteins og köfnunarefnis. Tillagan um stofnun mengunarvarnasvæðisins verður tekin fyrir á fundi Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar í næsta mánuði. Slík svæði eru þegar í Norðursjó, Eystrasalti, Miðjarðarhafi og í norsku lögsögunni auk þeirrar bandarísku og kanadísku. Auk Íslands á nýja mengunarvarnasvæðið AtlECA á að ná til lögsögu Grænlands, Færeyja, Bretlands, Írlands, Frakklands, Spánar og Portúgal, að því er segir í skriflegu svari umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra, kynnti tillöguna á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Samþykkja þarf svæðið á vettvangi siglingamálastofnunarinnar þar sem ríki hafa almennt aðeins vald til þess að setja mengunarvarnareglur innan eigin tólf mílna landhelgi en ekki í allri tvö hundruð mílna lögsögu sinni eða á alþjóðlegum siglingaleiðum. Bláhvítröndóttasvæðið sýnir hvernig lagt er til að nýja mengunarvarnasvæðið á að liggja í Norður-Atlantshafi. Fjólubláu og grænu svæðin sýna núverandi mengunarvarnarsvæði.Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið Verði tillagan samþykkt á fundinum í apríl taka hertar reglur gildi árið 2027. Þær ná utan um mengun af völdum brennisteins- og köfnunarefnissambanda. Núverandi skipafloti væri undanþeginn reglunum sem næðu aðeins yfir ný og stærri skip frá þeim tíma sem reglurnar tækju gildi. Til þess að takmarka losun köfnunarefnissambanda þyrftu skip að vera útbúin hvarfakútum eða öðrum búnaði. Ráðuneytið segir að þar sem mjög hafi dregið úr notkun svartolíu í íslenskum skipum hafi sót- og brennisteinsmengun sömuleiðis dregist saman. Loftgæði Umhverfismál Hafið Skipaflutningar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Tillagan um stofnun mengunarvarnasvæðisins verður tekin fyrir á fundi Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar í næsta mánuði. Slík svæði eru þegar í Norðursjó, Eystrasalti, Miðjarðarhafi og í norsku lögsögunni auk þeirrar bandarísku og kanadísku. Auk Íslands á nýja mengunarvarnasvæðið AtlECA á að ná til lögsögu Grænlands, Færeyja, Bretlands, Írlands, Frakklands, Spánar og Portúgal, að því er segir í skriflegu svari umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra, kynnti tillöguna á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Samþykkja þarf svæðið á vettvangi siglingamálastofnunarinnar þar sem ríki hafa almennt aðeins vald til þess að setja mengunarvarnareglur innan eigin tólf mílna landhelgi en ekki í allri tvö hundruð mílna lögsögu sinni eða á alþjóðlegum siglingaleiðum. Bláhvítröndóttasvæðið sýnir hvernig lagt er til að nýja mengunarvarnasvæðið á að liggja í Norður-Atlantshafi. Fjólubláu og grænu svæðin sýna núverandi mengunarvarnarsvæði.Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið Verði tillagan samþykkt á fundinum í apríl taka hertar reglur gildi árið 2027. Þær ná utan um mengun af völdum brennisteins- og köfnunarefnissambanda. Núverandi skipafloti væri undanþeginn reglunum sem næðu aðeins yfir ný og stærri skip frá þeim tíma sem reglurnar tækju gildi. Til þess að takmarka losun köfnunarefnissambanda þyrftu skip að vera útbúin hvarfakútum eða öðrum búnaði. Ráðuneytið segir að þar sem mjög hafi dregið úr notkun svartolíu í íslenskum skipum hafi sót- og brennisteinsmengun sömuleiðis dregist saman.
Loftgæði Umhverfismál Hafið Skipaflutningar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira