Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2025 14:23 Skemmtiferðaskip í Sundahöfn. Bannað var að brenna svartolíu við hafnir á Íslandi með reglugerð sem tók gildi í byrjun árs 2020. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld ætlar að taka þátt í að stofna nýtt mengunarvarnarsvæði í lögsögu Íslands og sjö annarra ríkja. Verði tillaga um svæðið samþykkt verða hertar kröfur gerðar til nýrra skipa um losun brennisteins og köfnunarefnis. Tillagan um stofnun mengunarvarnasvæðisins verður tekin fyrir á fundi Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar í næsta mánuði. Slík svæði eru þegar í Norðursjó, Eystrasalti, Miðjarðarhafi og í norsku lögsögunni auk þeirrar bandarísku og kanadísku. Auk Íslands á nýja mengunarvarnasvæðið AtlECA á að ná til lögsögu Grænlands, Færeyja, Bretlands, Írlands, Frakklands, Spánar og Portúgal, að því er segir í skriflegu svari umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra, kynnti tillöguna á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Samþykkja þarf svæðið á vettvangi siglingamálastofnunarinnar þar sem ríki hafa almennt aðeins vald til þess að setja mengunarvarnareglur innan eigin tólf mílna landhelgi en ekki í allri tvö hundruð mílna lögsögu sinni eða á alþjóðlegum siglingaleiðum. Bláhvítröndóttasvæðið sýnir hvernig lagt er til að nýja mengunarvarnasvæðið á að liggja í Norður-Atlantshafi. Fjólubláu og grænu svæðin sýna núverandi mengunarvarnarsvæði.Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið Verði tillagan samþykkt á fundinum í apríl taka hertar reglur gildi árið 2027. Þær ná utan um mengun af völdum brennisteins- og köfnunarefnissambanda. Núverandi skipafloti væri undanþeginn reglunum sem næðu aðeins yfir ný og stærri skip frá þeim tíma sem reglurnar tækju gildi. Til þess að takmarka losun köfnunarefnissambanda þyrftu skip að vera útbúin hvarfakútum eða öðrum búnaði. Ráðuneytið segir að þar sem mjög hafi dregið úr notkun svartolíu í íslenskum skipum hafi sót- og brennisteinsmengun sömuleiðis dregist saman. Loftgæði Umhverfismál Hafið Skipaflutningar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Tillagan um stofnun mengunarvarnasvæðisins verður tekin fyrir á fundi Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar í næsta mánuði. Slík svæði eru þegar í Norðursjó, Eystrasalti, Miðjarðarhafi og í norsku lögsögunni auk þeirrar bandarísku og kanadísku. Auk Íslands á nýja mengunarvarnasvæðið AtlECA á að ná til lögsögu Grænlands, Færeyja, Bretlands, Írlands, Frakklands, Spánar og Portúgal, að því er segir í skriflegu svari umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra, kynnti tillöguna á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Samþykkja þarf svæðið á vettvangi siglingamálastofnunarinnar þar sem ríki hafa almennt aðeins vald til þess að setja mengunarvarnareglur innan eigin tólf mílna landhelgi en ekki í allri tvö hundruð mílna lögsögu sinni eða á alþjóðlegum siglingaleiðum. Bláhvítröndóttasvæðið sýnir hvernig lagt er til að nýja mengunarvarnasvæðið á að liggja í Norður-Atlantshafi. Fjólubláu og grænu svæðin sýna núverandi mengunarvarnarsvæði.Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið Verði tillagan samþykkt á fundinum í apríl taka hertar reglur gildi árið 2027. Þær ná utan um mengun af völdum brennisteins- og köfnunarefnissambanda. Núverandi skipafloti væri undanþeginn reglunum sem næðu aðeins yfir ný og stærri skip frá þeim tíma sem reglurnar tækju gildi. Til þess að takmarka losun köfnunarefnissambanda þyrftu skip að vera útbúin hvarfakútum eða öðrum búnaði. Ráðuneytið segir að þar sem mjög hafi dregið úr notkun svartolíu í íslenskum skipum hafi sót- og brennisteinsmengun sömuleiðis dregist saman.
Loftgæði Umhverfismál Hafið Skipaflutningar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira