Svekktur með sitt hlutskipti en gengur í takt með hópnum Aron Guðmundsson skrifar 22. mars 2025 11:02 Stefán Teitur í leik með íslenska landsliðinu vísir/Anton Stefán Teitur Þórðarson var svekktur með að byrja ekki fyrri leik Íslands gegn Kósovó í umspili fyrir sæti í B-deildar Þjóðadeildarinnar í fótbolta líkt og hver einasti leikmaður í landsliðinu hefði verið. Hann metur möguleikana fyrir seinni leikinn mikla og segir að samstaða hópsins sé það sem geti skilað liðinu langt. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Kósovó ytra 2-1 og þarf því að vinna upp eins marks forystu í seinni leik liðanna hér í Murcia á morgun. Stefán Teitur, sem leikur með Preston North End í ensku B-deildinni byrjaði á bekknum en kom inn í seinni hálfleik og metur frammistöðu liðsins í leiknum kaflaskipta. „Fyrri hálfleikur var flottur, við vorum að setja það sem að Arnar vill inn í liðið nokkuð vel. Vorum að finna miðjumennina ágætlega og markið sem við skoruðum var frábært. Virkilega vel gert hjá Ísaki og Orra. Við hefðum þurft að gera meira af þessu en þetta tekur smá tíma. Við þurfum að læra mjög hratt og við þurfum bara að fullkomna það sem við eigum að gera í næsta leik.“ Líkt og aðrir leikmenn liðsins hefðu verið var Stefán Teitur svekktur með að byrja á bekknum í fyrsta landsleik Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. „Já hundrað prósent svekktur en svona er þetta. Miðjan er ein af þeim stöðum hjá okkur núna sem er gríðarleg samkeppni í. Við erum með marga leikmenn sem eru að spila mjög vel í sínum félagsliðum. Svona er þetta bara, maður þarf að vera klár og ég tel að við komum allir inn í landsliðsverkefni með það hugarfar að það er hópurinn sem skilar okkur langt. Það sást í fyrri leiknum að við þurfum að vera klárir þegar að við komum inn á og reyna að breyta leikjum. Því miður gerðist það ekki þannig séð í fyrri leiknum en við þurfu bara að halda áfram. “ Klippa: Stefán svekktur en segir samkeppnina mikla Viðtalið við Stefán Teit í heild sinni, þar sem að hann ræðir möguleika Íslands fyrir seinni leikinn, innkomu Arnars Gunnlaugssonar og endurkomu Jóhanns Bergs sem og félagsliðaboltann í Englandi með Preston North End má sjá hér fyrir neðan. Seinni leikur Íslands og Kósovó í umspili fyrir sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun og hefst klukkan fimm. Upphitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrr, nánar tiltekið klukkan hálf fimm. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira
Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Kósovó ytra 2-1 og þarf því að vinna upp eins marks forystu í seinni leik liðanna hér í Murcia á morgun. Stefán Teitur, sem leikur með Preston North End í ensku B-deildinni byrjaði á bekknum en kom inn í seinni hálfleik og metur frammistöðu liðsins í leiknum kaflaskipta. „Fyrri hálfleikur var flottur, við vorum að setja það sem að Arnar vill inn í liðið nokkuð vel. Vorum að finna miðjumennina ágætlega og markið sem við skoruðum var frábært. Virkilega vel gert hjá Ísaki og Orra. Við hefðum þurft að gera meira af þessu en þetta tekur smá tíma. Við þurfum að læra mjög hratt og við þurfum bara að fullkomna það sem við eigum að gera í næsta leik.“ Líkt og aðrir leikmenn liðsins hefðu verið var Stefán Teitur svekktur með að byrja á bekknum í fyrsta landsleik Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. „Já hundrað prósent svekktur en svona er þetta. Miðjan er ein af þeim stöðum hjá okkur núna sem er gríðarleg samkeppni í. Við erum með marga leikmenn sem eru að spila mjög vel í sínum félagsliðum. Svona er þetta bara, maður þarf að vera klár og ég tel að við komum allir inn í landsliðsverkefni með það hugarfar að það er hópurinn sem skilar okkur langt. Það sást í fyrri leiknum að við þurfum að vera klárir þegar að við komum inn á og reyna að breyta leikjum. Því miður gerðist það ekki þannig séð í fyrri leiknum en við þurfu bara að halda áfram. “ Klippa: Stefán svekktur en segir samkeppnina mikla Viðtalið við Stefán Teit í heild sinni, þar sem að hann ræðir möguleika Íslands fyrir seinni leikinn, innkomu Arnars Gunnlaugssonar og endurkomu Jóhanns Bergs sem og félagsliðaboltann í Englandi með Preston North End má sjá hér fyrir neðan. Seinni leikur Íslands og Kósovó í umspili fyrir sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun og hefst klukkan fimm. Upphitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrr, nánar tiltekið klukkan hálf fimm.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira