Svekktur með sitt hlutskipti en gengur í takt með hópnum Aron Guðmundsson skrifar 22. mars 2025 11:02 Stefán Teitur í leik með íslenska landsliðinu vísir/Anton Stefán Teitur Þórðarson var svekktur með að byrja ekki fyrri leik Íslands gegn Kósovó í umspili fyrir sæti í B-deildar Þjóðadeildarinnar í fótbolta líkt og hver einasti leikmaður í landsliðinu hefði verið. Hann metur möguleikana fyrir seinni leikinn mikla og segir að samstaða hópsins sé það sem geti skilað liðinu langt. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Kósovó ytra 2-1 og þarf því að vinna upp eins marks forystu í seinni leik liðanna hér í Murcia á morgun. Stefán Teitur, sem leikur með Preston North End í ensku B-deildinni byrjaði á bekknum en kom inn í seinni hálfleik og metur frammistöðu liðsins í leiknum kaflaskipta. „Fyrri hálfleikur var flottur, við vorum að setja það sem að Arnar vill inn í liðið nokkuð vel. Vorum að finna miðjumennina ágætlega og markið sem við skoruðum var frábært. Virkilega vel gert hjá Ísaki og Orra. Við hefðum þurft að gera meira af þessu en þetta tekur smá tíma. Við þurfum að læra mjög hratt og við þurfum bara að fullkomna það sem við eigum að gera í næsta leik.“ Líkt og aðrir leikmenn liðsins hefðu verið var Stefán Teitur svekktur með að byrja á bekknum í fyrsta landsleik Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. „Já hundrað prósent svekktur en svona er þetta. Miðjan er ein af þeim stöðum hjá okkur núna sem er gríðarleg samkeppni í. Við erum með marga leikmenn sem eru að spila mjög vel í sínum félagsliðum. Svona er þetta bara, maður þarf að vera klár og ég tel að við komum allir inn í landsliðsverkefni með það hugarfar að það er hópurinn sem skilar okkur langt. Það sást í fyrri leiknum að við þurfum að vera klárir þegar að við komum inn á og reyna að breyta leikjum. Því miður gerðist það ekki þannig séð í fyrri leiknum en við þurfu bara að halda áfram. “ Klippa: Stefán svekktur en segir samkeppnina mikla Viðtalið við Stefán Teit í heild sinni, þar sem að hann ræðir möguleika Íslands fyrir seinni leikinn, innkomu Arnars Gunnlaugssonar og endurkomu Jóhanns Bergs sem og félagsliðaboltann í Englandi með Preston North End má sjá hér fyrir neðan. Seinni leikur Íslands og Kósovó í umspili fyrir sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun og hefst klukkan fimm. Upphitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrr, nánar tiltekið klukkan hálf fimm. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Í beinni: Athletic Bilbao - Barcelona | Meistararnir stimpla sig út United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjá meira
Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Kósovó ytra 2-1 og þarf því að vinna upp eins marks forystu í seinni leik liðanna hér í Murcia á morgun. Stefán Teitur, sem leikur með Preston North End í ensku B-deildinni byrjaði á bekknum en kom inn í seinni hálfleik og metur frammistöðu liðsins í leiknum kaflaskipta. „Fyrri hálfleikur var flottur, við vorum að setja það sem að Arnar vill inn í liðið nokkuð vel. Vorum að finna miðjumennina ágætlega og markið sem við skoruðum var frábært. Virkilega vel gert hjá Ísaki og Orra. Við hefðum þurft að gera meira af þessu en þetta tekur smá tíma. Við þurfum að læra mjög hratt og við þurfum bara að fullkomna það sem við eigum að gera í næsta leik.“ Líkt og aðrir leikmenn liðsins hefðu verið var Stefán Teitur svekktur með að byrja á bekknum í fyrsta landsleik Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. „Já hundrað prósent svekktur en svona er þetta. Miðjan er ein af þeim stöðum hjá okkur núna sem er gríðarleg samkeppni í. Við erum með marga leikmenn sem eru að spila mjög vel í sínum félagsliðum. Svona er þetta bara, maður þarf að vera klár og ég tel að við komum allir inn í landsliðsverkefni með það hugarfar að það er hópurinn sem skilar okkur langt. Það sást í fyrri leiknum að við þurfum að vera klárir þegar að við komum inn á og reyna að breyta leikjum. Því miður gerðist það ekki þannig séð í fyrri leiknum en við þurfu bara að halda áfram. “ Klippa: Stefán svekktur en segir samkeppnina mikla Viðtalið við Stefán Teit í heild sinni, þar sem að hann ræðir möguleika Íslands fyrir seinni leikinn, innkomu Arnars Gunnlaugssonar og endurkomu Jóhanns Bergs sem og félagsliðaboltann í Englandi með Preston North End má sjá hér fyrir neðan. Seinni leikur Íslands og Kósovó í umspili fyrir sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun og hefst klukkan fimm. Upphitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrr, nánar tiltekið klukkan hálf fimm.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Í beinni: Athletic Bilbao - Barcelona | Meistararnir stimpla sig út United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjá meira