Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Aron Guðmundsson skrifar 20. mars 2025 08:31 Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson er einn sjö leikmanna Íslands sem er á hættusvæði fyrir leik kvöldsins gegn Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar. Vísir/Hulda Margrét Sjö leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta eru á hættusvæði fyrir leik kvöldsins gegn Kósovó í Pristina í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fái þeir gult spjald í kvöld geta þeir ekki tekið þátt í seinni leiknum. Aron Guðmundsson skrifar frá Pristina í Kósovó. Það eru samanlögð úrslit úr leikjunum tveimur milli liðanna sem skera úr um hvort liðið tekur sæti í B-deildinni. Sigurliðið fer í B-deild, tapliðið mun leika í C-deild frá og með næsta tímabili. Leikur kvöldsins er fyrsti leikur Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Hann er meðvitaður um þá staðreynd að margir leikmenn liðsins séu á hættusvæði er varðar leikbann vegna gulra spjalda en aðeins þarf til tvö gul spjöld í Þjóðadeildinni svo leikmenn fái eins leiks bann vegna uppsafnaðra gulra spjalda. Leikmennirnir sjö sem myndu ekki geta tekið þátt í seinni leik liðanna í Murcia á sunnudaginn kemur fái þeir gult spjald í kvöld eru landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson, Arnór Ingvi Traustason, markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson, Mikael Egill Ellertsson, Andri Lucas Guðjohnsen og Ísak Bergmann Jóhannesson. Aðspurður á blaðamannafundi hvort kæmi til greina að taka inn nýjan leikmann í hópinn í ljósi meiðsla Mikaels Neville Anderson nefndi Arnar landsliðsþjálfari leikmennina sem eru á hættusvæði. „Það eru nokkrir leikmenn sem eiga hættu á að fara í leikbann og svo veit maður aldrei hvað gerist varðandi meiðsli. Við áskiljum okkur þann rétt að kalla inn leikmenn ef þurfa þykir," sagði Arnar en það yrði þá í fyrsta lagi eftir leik kvöldsins. Það er uppselt á leik Kósovó og Íslands í Pristina í kvöld. Völlurinn tekur um fjórtán þúsund manns í sæti. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst klukkan korter í átta. Klukkan korter yfir sjö hefst hins vegar upphitunarþáttur. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir „Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er gríðarlega spenntur fyrir leik Íslands og Kósovó sem fram fer ytra á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 18:19 Svona var blaðamannafundur Arnars Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, og fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson ræddu leik Íslands og Kósovó sem fram fer á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 17:32 Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Fjórtán þúsund Kósóvar munu fylla Fadil Vokrri leikvanginn á morgun þegar að íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir heimamönnum í umspili Þjóðadeildarinnar. 19. mars 2025 15:47 Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla. 19. mars 2025 08:40 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Pristina í Kósovó. Það eru samanlögð úrslit úr leikjunum tveimur milli liðanna sem skera úr um hvort liðið tekur sæti í B-deildinni. Sigurliðið fer í B-deild, tapliðið mun leika í C-deild frá og með næsta tímabili. Leikur kvöldsins er fyrsti leikur Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Hann er meðvitaður um þá staðreynd að margir leikmenn liðsins séu á hættusvæði er varðar leikbann vegna gulra spjalda en aðeins þarf til tvö gul spjöld í Þjóðadeildinni svo leikmenn fái eins leiks bann vegna uppsafnaðra gulra spjalda. Leikmennirnir sjö sem myndu ekki geta tekið þátt í seinni leik liðanna í Murcia á sunnudaginn kemur fái þeir gult spjald í kvöld eru landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson, Arnór Ingvi Traustason, markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson, Mikael Egill Ellertsson, Andri Lucas Guðjohnsen og Ísak Bergmann Jóhannesson. Aðspurður á blaðamannafundi hvort kæmi til greina að taka inn nýjan leikmann í hópinn í ljósi meiðsla Mikaels Neville Anderson nefndi Arnar landsliðsþjálfari leikmennina sem eru á hættusvæði. „Það eru nokkrir leikmenn sem eiga hættu á að fara í leikbann og svo veit maður aldrei hvað gerist varðandi meiðsli. Við áskiljum okkur þann rétt að kalla inn leikmenn ef þurfa þykir," sagði Arnar en það yrði þá í fyrsta lagi eftir leik kvöldsins. Það er uppselt á leik Kósovó og Íslands í Pristina í kvöld. Völlurinn tekur um fjórtán þúsund manns í sæti. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst klukkan korter í átta. Klukkan korter yfir sjö hefst hins vegar upphitunarþáttur.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir „Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er gríðarlega spenntur fyrir leik Íslands og Kósovó sem fram fer ytra á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 18:19 Svona var blaðamannafundur Arnars Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, og fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson ræddu leik Íslands og Kósovó sem fram fer á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 17:32 Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Fjórtán þúsund Kósóvar munu fylla Fadil Vokrri leikvanginn á morgun þegar að íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir heimamönnum í umspili Þjóðadeildarinnar. 19. mars 2025 15:47 Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla. 19. mars 2025 08:40 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Sjá meira
„Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er gríðarlega spenntur fyrir leik Íslands og Kósovó sem fram fer ytra á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 18:19
Svona var blaðamannafundur Arnars Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, og fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson ræddu leik Íslands og Kósovó sem fram fer á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 17:32
Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Fjórtán þúsund Kósóvar munu fylla Fadil Vokrri leikvanginn á morgun þegar að íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir heimamönnum í umspili Þjóðadeildarinnar. 19. mars 2025 15:47
Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla. 19. mars 2025 08:40