„Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2025 18:19 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta. Vísir/Sigurjón Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er gríðarlega spenntur fyrir leik Íslands og Kósovó sem fram fer ytra á morgun, fimmtudag. Íslenska landsliðið er mætt til Pristína í Kósovó þar sem fyrri leikur liðanna í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar fer fram annað kvöld. Þjálfarinn Arnar og nýi fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson sátu fyrir svörum í dag. Leikur Kósovó og Íslands hefst klukkan 19:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19:15. „Ég tók við í janúar og þetta er fyrsti leikurinn okkar. Ég er stoltur og spenntur fyrir komandi leik. Búumst við erfiðum leik og Kósovó á leikmenn sem spila í góðum liðum í Evrópu. Gæti ekki verið spenntari fyrir komandi leik sem þjálfari Íslands,“ sagði Arnar og hélt áfram. „Það er mjög mikilvægt að spila vel á útivelli. Það að spila á útivelli í svona einvígi er nánast önnur íþrótt en að spila á heimavelli. Við búumst við erfiðum leik, það er vel stutt við bakið á heimamönnum og þeir spila á flottum leikvangi.“ „Ég held að leikurinn á morgun skeri ekki úr um einvígið en við þurfum að ná í góð úrslit. Sigur myndi gera mig mjög glaðan, jafntefli væri ágætt en fyrst og fremst vil ég sjá góða frammistöðu.“ „Við þurfum bara að sjá til þess að við komumst áfram,“ sagði Arnar einnig. Fyrirliðinn Orri Steinn tók í sama streng. Hrósaði varnarleik Kósovó og að liðið væri með leikmenn sem væru öflugir þegar kæmi að því að sækja hratt. Arnar tók jafnframt fram að hann væri mjög ánægður með það sem hann hefði séð síðustu daga. Hann væri svolítið á núllpunkti þar sem liðið væri að hefja nýja vegferð. hann sagði að þetta myndi taka tíma en hann veit að liðið þarf að sækja úrslit. Við hverju má búast „Hátt orkustig. Vorum að fara yfir það á fundi hvað viljum skilgreina okkur sem. Sama og góð lið gera, vera góður í öllu. . Kósovó er í 99. sæti á FIFA listanum en eru með góða leikmenn og kunna fótbolta. Ef við erum í ruglinu munu þeir refsa okkur, sérstaklega á heimavelli.“ „Þurfum að kunna allar hliðar leiksins. Vonandi mun fólk sjá einkenni og hvað við erum að gera. Það er mikilvægt fyrir mig og teymið að það verði framfarir. Eitthvað smá ljós í göngunum sem mun gefa til kynna hvert við erum að fara. Svo í næsta leik eru enn meiri framfarir. Það verða fullt af mistökum en vonandi eitthvað til að halda í svo við verðum klárir í haust.“ Staðan á hópnum „Valgeir Lunddal Friðriksson er ekki klár á morgun. Æfði mjög vel í dag en við metum það svo að við verðum frekar með hann kláran á sunnudaginn. Mikael Anderson þurfti því miður að fara heim í dag. Töldum það best úr því sem komið var að komast til síns félagsliðs og fara strax í meðhöndlun. Leiðinlegt að missa hann, fyrir okkur og drenginn líka en svona er þetta.“ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla. 19. mars 2025 08:40 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjá meira
Íslenska landsliðið er mætt til Pristína í Kósovó þar sem fyrri leikur liðanna í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar fer fram annað kvöld. Þjálfarinn Arnar og nýi fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson sátu fyrir svörum í dag. Leikur Kósovó og Íslands hefst klukkan 19:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19:15. „Ég tók við í janúar og þetta er fyrsti leikurinn okkar. Ég er stoltur og spenntur fyrir komandi leik. Búumst við erfiðum leik og Kósovó á leikmenn sem spila í góðum liðum í Evrópu. Gæti ekki verið spenntari fyrir komandi leik sem þjálfari Íslands,“ sagði Arnar og hélt áfram. „Það er mjög mikilvægt að spila vel á útivelli. Það að spila á útivelli í svona einvígi er nánast önnur íþrótt en að spila á heimavelli. Við búumst við erfiðum leik, það er vel stutt við bakið á heimamönnum og þeir spila á flottum leikvangi.“ „Ég held að leikurinn á morgun skeri ekki úr um einvígið en við þurfum að ná í góð úrslit. Sigur myndi gera mig mjög glaðan, jafntefli væri ágætt en fyrst og fremst vil ég sjá góða frammistöðu.“ „Við þurfum bara að sjá til þess að við komumst áfram,“ sagði Arnar einnig. Fyrirliðinn Orri Steinn tók í sama streng. Hrósaði varnarleik Kósovó og að liðið væri með leikmenn sem væru öflugir þegar kæmi að því að sækja hratt. Arnar tók jafnframt fram að hann væri mjög ánægður með það sem hann hefði séð síðustu daga. Hann væri svolítið á núllpunkti þar sem liðið væri að hefja nýja vegferð. hann sagði að þetta myndi taka tíma en hann veit að liðið þarf að sækja úrslit. Við hverju má búast „Hátt orkustig. Vorum að fara yfir það á fundi hvað viljum skilgreina okkur sem. Sama og góð lið gera, vera góður í öllu. . Kósovó er í 99. sæti á FIFA listanum en eru með góða leikmenn og kunna fótbolta. Ef við erum í ruglinu munu þeir refsa okkur, sérstaklega á heimavelli.“ „Þurfum að kunna allar hliðar leiksins. Vonandi mun fólk sjá einkenni og hvað við erum að gera. Það er mikilvægt fyrir mig og teymið að það verði framfarir. Eitthvað smá ljós í göngunum sem mun gefa til kynna hvert við erum að fara. Svo í næsta leik eru enn meiri framfarir. Það verða fullt af mistökum en vonandi eitthvað til að halda í svo við verðum klárir í haust.“ Staðan á hópnum „Valgeir Lunddal Friðriksson er ekki klár á morgun. Æfði mjög vel í dag en við metum það svo að við verðum frekar með hann kláran á sunnudaginn. Mikael Anderson þurfti því miður að fara heim í dag. Töldum það best úr því sem komið var að komast til síns félagsliðs og fara strax í meðhöndlun. Leiðinlegt að missa hann, fyrir okkur og drenginn líka en svona er þetta.“
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla. 19. mars 2025 08:40 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjá meira
Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla. 19. mars 2025 08:40