Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. mars 2025 23:29 Landamæraeftirlitið á flugvöllum í Bandaríkjunum er ekkert grín. Franskur vísindamaður fékk að kynnast því. Getty Frönskum vísindamanni var meinuð innganga til Bandaríkjanna fyrr í mánuðinum eftir að flugvallarstarfsmenn skoðuðu síma hans og fundu þar skilaboð þar sem maðurinn gagnrýndi ríkisstjórn Trump. Franski miðillinn Le Monde hefur eftir heimildarmönnum AFP að atvikið hafi átt sér stað þann 9. mars síðastliðinn. Maðurinn hafi lent í handahófskenndri skoðun þar sem leitað var í tölvu og síma hans. Starfsmenn flugvallarins hafi þar fundið skilaboð sem voru sögð „endurspegla hatur í garð Trump og er hægt að skilgreina sem hryðjuverk“. Tölvubúnaður mannsins, bæði persónulegur og vinnutengdur, hafi verið gerður upptækur og hann sendur aftur til Evrópu daginn eftir. Annar heimildamaður AFP sagði að vísindamaðurinn hefðir verið sakaður um „hatursfull og samsærisleg skilaboð“. Ráðherra Frakka ómyrkur í máli Philippe Baptiste, háskóla- og rannsóknarmálaráðherra Frakklands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna máls vísindamannsins, sem starfar fyrir vísindarannsóknarstofnun franska ríkisins (CNRS) og var á leið á ráðstefnu Houston þegar honum var vísað úr landi. „Bandarísk yfirvöld gerðu greinilega þessar ráðstafanir vegna þess að sími vísindamannsins innihélt samskipti við kollega og vini þar sem hann lýsti yfir persónulegri skoðun sinni á rannsóknarstefnu ríkisstjórnar Trump,“ sagði Baptiste við Le Monde. Philippe Baptiste hefur farið fyrir málaflokki háskóla og rannsókna síðan 2024.GEtty „Skoðanafrelsi, frjálsar rannsóknir og akademístk frelsi eru gildi sem við munum áfram styðja með stolti. Ég mun verja rétt allra franskra vísindamanna til að vera trúir þeim, meðan þeir virða lögin,“ sagði hann einnig. Baptiste hefur verið berorður í gagnrýni sinni á ríkisstjórn Trump og Elon Musk vegna mikils niðurskurðar. Sama dag og vísindamanninum franska var meinuð innganga til Bandaríkjanna birti Baptiste bréf þar sem hann kallaði eftir því að bandarískir vísindamenn myndu flytjast búferlum til Frakklands. Ekki liggur fyrir hvaða ráðstefnu vísindamaðurinn átti að vera viðstaddur en frá 10. til 14. mars var haldin Tungl- og pláneturáðstefna (LPSC) fyrir utan Houston. Bandaríkin Frakkland Donald Trump Tjáningarfrelsi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Franski miðillinn Le Monde hefur eftir heimildarmönnum AFP að atvikið hafi átt sér stað þann 9. mars síðastliðinn. Maðurinn hafi lent í handahófskenndri skoðun þar sem leitað var í tölvu og síma hans. Starfsmenn flugvallarins hafi þar fundið skilaboð sem voru sögð „endurspegla hatur í garð Trump og er hægt að skilgreina sem hryðjuverk“. Tölvubúnaður mannsins, bæði persónulegur og vinnutengdur, hafi verið gerður upptækur og hann sendur aftur til Evrópu daginn eftir. Annar heimildamaður AFP sagði að vísindamaðurinn hefðir verið sakaður um „hatursfull og samsærisleg skilaboð“. Ráðherra Frakka ómyrkur í máli Philippe Baptiste, háskóla- og rannsóknarmálaráðherra Frakklands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna máls vísindamannsins, sem starfar fyrir vísindarannsóknarstofnun franska ríkisins (CNRS) og var á leið á ráðstefnu Houston þegar honum var vísað úr landi. „Bandarísk yfirvöld gerðu greinilega þessar ráðstafanir vegna þess að sími vísindamannsins innihélt samskipti við kollega og vini þar sem hann lýsti yfir persónulegri skoðun sinni á rannsóknarstefnu ríkisstjórnar Trump,“ sagði Baptiste við Le Monde. Philippe Baptiste hefur farið fyrir málaflokki háskóla og rannsókna síðan 2024.GEtty „Skoðanafrelsi, frjálsar rannsóknir og akademístk frelsi eru gildi sem við munum áfram styðja með stolti. Ég mun verja rétt allra franskra vísindamanna til að vera trúir þeim, meðan þeir virða lögin,“ sagði hann einnig. Baptiste hefur verið berorður í gagnrýni sinni á ríkisstjórn Trump og Elon Musk vegna mikils niðurskurðar. Sama dag og vísindamanninum franska var meinuð innganga til Bandaríkjanna birti Baptiste bréf þar sem hann kallaði eftir því að bandarískir vísindamenn myndu flytjast búferlum til Frakklands. Ekki liggur fyrir hvaða ráðstefnu vísindamaðurinn átti að vera viðstaddur en frá 10. til 14. mars var haldin Tungl- og pláneturáðstefna (LPSC) fyrir utan Houston.
Bandaríkin Frakkland Donald Trump Tjáningarfrelsi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira