Aldrei verið án Glódísar en setti hana einu sinni á bekkinn Valur Páll Eiríksson skrifar 19. mars 2025 15:22 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, gæti verið án Glódísar Perlu í fyrsta skipti í sinni þjálfaratíð. Vísir/Sigurjón Ólason Þorsteinn Halldórsson gæti orðið án landsliðsfyrirliðans Glódísar Perlu Viggósdóttur í fyrsta skipti á hans tíma með liðið í komandi leikjum í Þjóðadeild UEFA. Glódís Perla tók ekki þátt er lið hennar Bayern Munchen tapaði fyrir Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Hún hefur verið að glíma við beinmar í hné og er hreinlega í kapphlaupi við tímann fyrir leikina í byrjun apríl, samkvæmt Þorsteini. Glódís er næstleikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi með 133 leiki. Eftir því sem næst verður komist hefur hún ekki misst af landsleik vegna meiðsla síðan landsliðsferilinn hófst 2012. Hún hefur til að mynda aldrei misst af leik í stjóratíð Þorsteins. Klippa: Þorsteinn ræðir Glódísi, samskiptin við Bayern og Þróttarvöll „Hún hefur aldrei misst af leik en ég hef einu sinni haft hana á bekknum. Það var bara æfingaleikur á móti Filippiseyjum, í þriðja leik á Pinatar Cup. Þá var hún á bekknum í þeim leik. Ég held það sé fyrsti landsleikur sem hún spilar ekki frá því að hún byrjaði í landsliðinu. Ég ætla ekki að sverja fyrir það, en ég held það sé svoleiðis,“ segir Þorsteinn. Það munar því um minna, enda Glódís á meðal betri varnarmanna heims og var valin íþróttamaður ársins hér á landi í fyrra. „Það er ástæða fyrir því að hún hefur alltaf verið í þessu liði. Það er bara gæði hennar og geta sem eru á þeim stað að hún hefur alltaf skipt landsliðið máli. Eins og á Pinatar Cup var þetta bara út af álagi að maður vildi ekki láta hana spila þrjá leiki á sex dögum, þannig að ég hvíldi hana í þeim leik,“ segir Þorsteinn. Viðtalið við Þorstein má sjá í spilaranum. Hann ræðir þar einnig samskiptin við Bayern Munchen, heimavöll Þróttar, hvar leikir Íslands fara fram, og andstæðingana Sviss og Noreg. Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn KSÍ Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Glódís Perla tók ekki þátt er lið hennar Bayern Munchen tapaði fyrir Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Hún hefur verið að glíma við beinmar í hné og er hreinlega í kapphlaupi við tímann fyrir leikina í byrjun apríl, samkvæmt Þorsteini. Glódís er næstleikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi með 133 leiki. Eftir því sem næst verður komist hefur hún ekki misst af landsleik vegna meiðsla síðan landsliðsferilinn hófst 2012. Hún hefur til að mynda aldrei misst af leik í stjóratíð Þorsteins. Klippa: Þorsteinn ræðir Glódísi, samskiptin við Bayern og Þróttarvöll „Hún hefur aldrei misst af leik en ég hef einu sinni haft hana á bekknum. Það var bara æfingaleikur á móti Filippiseyjum, í þriðja leik á Pinatar Cup. Þá var hún á bekknum í þeim leik. Ég held það sé fyrsti landsleikur sem hún spilar ekki frá því að hún byrjaði í landsliðinu. Ég ætla ekki að sverja fyrir það, en ég held það sé svoleiðis,“ segir Þorsteinn. Það munar því um minna, enda Glódís á meðal betri varnarmanna heims og var valin íþróttamaður ársins hér á landi í fyrra. „Það er ástæða fyrir því að hún hefur alltaf verið í þessu liði. Það er bara gæði hennar og geta sem eru á þeim stað að hún hefur alltaf skipt landsliðið máli. Eins og á Pinatar Cup var þetta bara út af álagi að maður vildi ekki láta hana spila þrjá leiki á sex dögum, þannig að ég hvíldi hana í þeim leik,“ segir Þorsteinn. Viðtalið við Þorstein má sjá í spilaranum. Hann ræðir þar einnig samskiptin við Bayern Munchen, heimavöll Þróttar, hvar leikir Íslands fara fram, og andstæðingana Sviss og Noreg.
Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn KSÍ Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira